Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 35
framboðsfrestur rennur út.
5) Kjörstjórn sjái um undirbúning
kosninganna, framkvæmd þeirra og
talningu atkvæða.
6) Kjörstjórn skal gæta þess
vandlega að kosning fari fram
samkvæmt fundarsköpum að öðru
leyti en hér greinir.
7) Þegar fleiri en einn eru í framboði
til einhvers embættis, skal kjörstjórn
sjá um að gera kjörseðla með
áletruðum nöfnum þeirra, sem í
framboði eru, í dreginni röð.
Kjósendur skulu krossa við þá sem þeir
kjósa. Ef krossað er við fleiri en kjósa á
er seðillinn ógildur.
8) Við allar kosningar gildir sú
regla, að hafi enginn náð hreinum
meirihluta atkvæða, skal kosið að nýju
milli þeirra sem flest atkvæði fengu.
9) í kosningum á aðalfundi II skal
kosið þó aðeins einn sé í framboði.
Skal sá hljóta minnst helming
greiddra atkvæða svo kosning sé gild.
Hljóti hann ekki kosningu skal kosið
sem fyrst um embættið á ný og þarf
kjörstjórn þá að afla nýrrra framboða.
10) í kosningum á aðalfundi II þarf
minnst 50% kjörsókn til þess að þær
séu gildar. Náist ekki 50% kjörsókn
skal kosið á ný.
6. Embættismannaskipti skulu fara
fram fjórum vikum fyrir síðasta
kennsludag vetrarins. Þó skulu
fulltrúar nemenda í skólanefnd,
skólastjórn, fulltrúar 4. bekkjar í
Hagsmunaráði og ritstjórn sitja til
vors.
7. Nýkjörinni stjórn er skylt að
fylgjast með störfum fráfarandi
stjórnar, frá kosningum að
stjórnarskiptum. Einnig er eldri stjórn
skylt að starfa með þeirri nýju, eftir að
hún hefur tekið við, óski hún þess.
VIII KJÖRSTJÓRN OG
LAGABREYTINGANEFND
1. Kjörstjórn skal tilnefnd af
stjórninni í byrjun skólaárs. í henni
skulu eiga sæti formaður og tveir
meðst j órnendur.
2. Kjörstjórn skal sjá um allar
kosningar innan skólafélagsins, bæði á
reglulegum kjörfundi, þ.e.a.s.
aðalfundi II og einnig ef
embættismaður segir af sér eða hverfur
úr embætti af öðrum orsökum.
3. Stjórn félagsins skipar
lagabreytinganefnd. Skal hún skipuð
þremur mönnum. Nefndin
endurskoðar lög félagsins og gerir
tillögur til lagabreytinga eftir því sem
hún sér ástæðu til. Þetta hindrar þó
ekki að einstakir félagar geti borið
fram tillögur til lagabreytinga.
4. Lögin skal birta í síðasta lagi 10
dögum fyrir kosningar og birtast í
fyrsta blaði Munins er út kemur eftir
lagabrey tingafund.
5. Lagabreytingatillögum skal skilað
fullunnum eigi síðar en þremur
dögum fyrir lagabreytingafund til
lagabreytinganefndar og skulu þeir
tillögur hanga uppi a.m.k. í tvo daga
fyrir lagabreytingafund.
IX KOSNINGARÉTTUR
1. Við kosningu formanns,
varaformanns, gjaldkera, ritara,
skemmtanastjóra, ritstjóra Munins,
forseta Hagsmunaráðs, Hagsmunaráðs,
skólanefndar- og skólastjórnarfulltrúa,
skulu allir félagar hafa jafnan
kosningarétt.
2. Við kosningu fulltrúa í
Hagsmunaráð hafa þeir einir
kosningarétt sem eru í sama bekk og
kjósa á fulltrúa fyrir.
3. Við kosningu formanna
MUNINN
35