Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1994, Side 36

Muninn - 01.11.1994, Side 36
bekkjarráðanna hafa fulltrúar bekkjardeildanna einir kosningarétt. Við kosningar fulltrúa bekkjardeildanna hafa einungis þeir kosningarétt sem eru í deildinni sem kjósa á fulltrúa fyrir. X REFSIÁKVÆÐI 1. Embættisglöp teljast: 1) Alvarleg brot á lögum skólafélagsins. 2) Að ákvæðum laganna sé ekki fullnægt. 3) Endurtekning á alvarlegum skyssum í starfi. 4) Sóun á fjármunum. 5) Áberandi framtaksleysi í starfi. 2. 10% félaga geta borið fram skriflega vantraustsyfirlýsingu á sérhvern í stjórninni eða hana sem heild. Sama gildir um Hagsmunaráð og ritstjórn Munins. Yfirlýsingu þessari skal komið til formanns kjörstjórnar. Skal hann þá boða til skólafundar um málið. Um slíka fundi gilda eftirfarandi ákvæði: 1) Formaður kjörstjórnar setur þá fundi og stýrir þeim. 2) Forsvarsmenn vantrauststillögunnar skulu gera ítarlega grein fyrir henni. 3) Sá embættismaður eða þeir embættismenn sem á (eiga) hlut að máli, hefur (hafa) rétt til að verja mál sitt þar, svo að allar hliðar málsins komi í ljós. 3. Ef vantrauststillaga hlýtur meirihluta greiddra atkvæða, skal kjörstjórn sjá um kosningar nýs embættismanns. Sú kosning fari fram eigi síðar en viku frá atkvæðagreiðslunni um vantraustið. XI GILDISTAKA OG VAFAATRIÐI 1. Komi upp ágreiningur um túlkun laganna, skal lagabreytinganefnd skera úr. 2. Fastsettar dagsetningar geta færst til verði röskun á starfi skólans og skal lagabreytinganefnd þá skera úr. 3. Lög þessi öðlast þegar gildi. ÍSLANDSBANKI Skipagata 14 - 600 Akureyri Sími: 96-12000 - Teiefax: 96-24087 FLUGLEIÐIR RESTAUMNT^^ SPARISJÓÐUR AKUREYRAR OG ARNARNESHREPPS Brekkugötu 1 - 600 Akureyri - Sími 96-24340 - Fax 96-21556 Qfið/anmi SPARISJÓÐUR $0 GLÆSIBÆJARHREPPS Brekkugötu 9 - Pósthólf 217 - 602 Akureyri 36 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.