Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 6
Formannspistill Kæru skólafélagar. Þá er komið að því að fyrsti pistill minn af þessu tagi birtist á prenti. Ég ætla hér á eftir að stikla á stóru í því hvað hefur verið um að vera síðan þessi stjórn tók við. Stærsti viðburðurinn í skólalífinu fram að skólalokum s.l. vor var Dimissio sem við undirbjuggum með hjálp góðra manna og kvenna. Sá undirbúningur gekk mjög vel, fjórðubekkingum voru veittar dýrindis veitingar í Stefánslundi um morguninn og síðan var haldið niður í Sjalla. Það sem var öðruvísi við þessa Dimissiohátíð öðru fremur var að þarna voru aðkeyptir skemmtikraftar, þ.e. Radíusbræður. Það var alveg ljóst frá byrjun að atriði þeirra vakti misjafna lukku hjá viðstöddum. Þrátt fyrir það kom útganga nokkurra boðsgesta undir þessu atriði okkur mjög á óvart. Mig langar fyrir hönd stjórnarinnar að þakka öllum þeim sem komu nálægt undirbúningnum fyrir Dimissio, þó að seint sé, en of langt mál væri að telja þá alla upp hér. Síðan fóru allir í sumarfrí og í lok þess fóru sumir jafnvel til Portúgal og skemmtu sér bara allþokkalega. Eftir heimkomuna hófu 4. bekkingar síðan að misþyrma busum samkvæmt fyrirfram ákveðnum aðferðum. Því lauk á föstudegi með tolleringu og þá um kvöldið var haldið busaball í 1929. Það heppnaðist mjög vel, mæting var góð og mikið fjör. Það er von mín að mætingin verði bara enn betri á næstu böllum. 19. okt. héldu 50 galvaskir stuðningsmenn ræðuliðs M.A. suður yfir heiðar. Ferðin var hin skemmtilegasta og ekki spillti fyrir að M.A.-ingar burstuðu Iðnskólann; bæði í pontu og í salnum. Fyrsta kvöldvakan var haldin í Möðruvallakjallara 27. okt. s.l. Hún heppnaðist frábærlega og mætingin var alveg til fyrirmyndar. Atriðin voru vönduð; Heiðar snyrtir fór á kostum og fjölmörg skemmtileg atriði komu frá nemendum. Það er líka ýmislegt framundan. Farið verður að Faugarvatni 4.-6. nóv., ýmsir fyrirlestrar eru í sigti hjá okkur, ásamt öllu því sem félög skólans standa fyrir. Árshátíðin verður haldin 1. desember og ákveðið hefur verið að SSSól leiki þar fyrir dansi. Árshátíðin er langstærsti atburðurinn í skólalífinu á ári hverju. Hún hefur vakið athygli um land allt sökum þess að hún er áfengislaus með öllu og að nær öllu leyti framkvæmd af nemendum. Það er því mikilvægt að allir leggist á eitt til þess að gera þessa hátíð jafnvel enn glæsilegri en áður. Nú er farið að styttast allverulega í lok þessa pistils. Páll Tómas Finnsson 6 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.