Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1994, Page 22

Muninn - 01.11.1994, Page 22
Sfúlkan Hún er vöknuð. Hún óskar þess að svefninn hefði verið lengri. Sjálfsagt til að gleyma mistökum lífsins örlítið lengur og jú, einnig vegna þess að svefninn er draumaheimur hennar og sá heimur er góður og henni líður vel í honum. Hann er einnig góð afsökun fyrir amstri hversdagsins. Hún sest upp og segir í vonlausum tón: „Helvítis djöfulsins andskotans helvíti!". Hún hugsar um hvað hún eigi að gera fyrst hún getur ekki sofið lengur og segir: „Vá, bara svolítil tragic í því hjá mér núna". Hún stendur á fætur með erfiðismunum og beygir sig niður eftir öðrum sokknum við hurðina en sér ekki hinn svo hún hættir við að taka hann upp því hann skiptir ekki lengur máli. Hinn er jú týndur. Buxurnar finnur hún þó og einhverja treyju. Hún opnar hurðina og finnur ferskt loft mæta sér. Á þessu augnabliki er hugsun hennar haldin kvíða. Ekki fer það fram hjá henni að hann er niðri. Hann er örugglega að lesa Morgunblaðið og hlusta á Rás 1. Hún fer inn á klósett, fleygir vatni á sannkallað vonlaust útlit andlitsins, horfir í spegilinn og byrjar þá samstundis að úða á sig efnum svo meiri möguleiki verði kannski á því að hún verði ekki litin hornauga af samfélaginu. Þegar hún er farin að átta sig svona sæmilega á því að nýjar staðreyndir eru teknar við, hleypur hún niður í eldhús og hámar í sig epli því hún er jú að flýta sér, flýja raunveruleika líðandi stundar. Kallað er: „Viltu ekki fá þér kökuna sem hún amma bakaði svo að segja eingöngu fyrir þig. Hún yrði jú voða ánægð ef einhver vildi borða hana." „Nei, ég held ég sleppi því, borðaðu hana bara sjálfur, ég hef eiginlega enga lyst en skilaðu kveðju til hennar frá mér, ég hef bara ekki haft tíma til að hitta hana." „Þú, ekki tíma", segir hann. Hún veit að hann veit hvert stefnir svo það kemur henni ekki á óvart þegar hann segir sektarkenndarlega: "Ég elska þig, farðu varlega, reyndu að lifa lífinu einu sinni rétt." Þessi síðustu orð slá hana ekki mikið því hanni finnst að pabbi sinn eigi að vita, að hennar skoðun á því hvernig eigi að lifa lífinu sé ekki sú sama og hans. Því labbar hún til hans og segir: „Pabbi minn, veistu það að mér finnst, þó það hljómi eflaust mjög ruglingslega fyrir þér, að sá sem horfir út í loftið og fer eitthvað er að lifa lífinu og það meira að segja rétt, því hann er aldrei bundin neinu sérstöku, eins og því t.d. að stefna á eitthvað eða hafa takmörk." „Já finnst þér það dóttir mín góða". Rödd hans hljómar eins og sú rödd sem hefur sætt sig við það hvernig hlutirnir liggja fyrir. Hann var vanur að halda langar ræður um allar þær mögulegu kringumstæður sem geta komið upp í lífinu. Hún rýkur því næst út en kveður pabba sinn þó um leið, eflaust finnst honum það skrýtið. „...fór hún af heimili sínu klukkan 17:30 í gærdag. Talið er að hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Nafn hennar verður ekki birt á þessari stundu." Hann horfir, nokkur beisk tár renna, hugsun hans beinist að nánast engu, því sem er ekki hægt að útskýra, skynja eða finna út hvað er, líf hennar. Gulli 4.U. 22 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.