Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 14
Busavikan Frásögn 1. bekkinga Við erum hér tvö busagrey sem viljum tjá okkur um hvernig var farið með okkur fyrstu vikuna hér við Menntaskólann á Akureyri. Til að fjórðubekkingarnir gætu þekkt bekkina í sundur smöluðu þeir okkur blessuðum busunum saman í réttir og þar vorum við aumingjarnir dregnir í dilka og merktir rækilega, svo það færi nú alveg örugglega ekki framhjá neinum að við værum BUSAR! Einnig leyfðu þeir okkur að bíta gras af skólalóðinni og hlýtur það að teljast mikill heiður. Eldri nemendur ætla að reyna að kenna okkur busunum manndóm og úr þeim skóla útskrifumst við loks þegar við komum í fjórða bekk. Og kennslan sjálf byrjaði strax í busavígslunni þar sem þeir létu okkur moka fyrir þökum með göfflum og teskeiðum og sópa körfuboltavöllinn með tannburstum og margt fleira. Eftir að við höfðum verið tekin inn í skólann almennilega eða eftir tolleringuna kom í ljós að fjórðu- bekkingarnir eru alls ekki svo slæmir, þeir byrjuðu á því að gefa okkur kakó og kleinur og fóru svo með okkur í kynningarferð um bæinn og þar skoðuðum við helstu staði bæjarins svo sem Ríkið, Sjallann, 1929 og síðast en alls ekki síst Dynheima. Og um kvöldið var haldið Busaball í 1929, þar sem allir skemmtu sér konunglega. Laugardagkvöldið eftir héldu fjórðu- bekkingar partý fyrir fyrstubekkingana og þar skemmtu þeir sér jafnvel enn betur en kvöldið áður. Nú höfum við ekkert fleira að segja nema Guð hjálpi busunum sem hefja nám við Menntaskólann á Akureyri árið 1997 - '98. He he... Inga og Sólrún Dögg l.F 14 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.