Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 8
Ræðuliðið Eins og mönnum er kunnugt sigraöi ræðuliöið okkar Iðnskólann allhressilega þann 19. október sl. Ritstjórn brá á það ráð að ná tali af „okkar mönnum" og spyrja þá spjörunum úr (ef ekki meira). Ræðuliðið skipa þeir Gauti Þór, frummælandi, Jakob Pétur, meðmælandi, Jens Garðar, stuðningsmaður og Guðmundur Valur, liðsstjóri. Mæltum við okkur mót í setustofu heimavistar. Ritstj.: Hvab kom til að þið ákváðub ab reyna fyrir ykkur í ræbulistinni? Hafib þib einhverja reynslu af slíku? Hlátur Gauti: Þetta er náttúrulega svínsleg spurning. Jakob: Við vorum eiginlega dregnir út í þetta, við báðum aldrei um það. Gauti: Málið er að ég og Jens vorum búnir að vera í þessu síðan í 1. bekk. Svo var verið að mynda lið núna í vetur og við tókum það mjög myndarlega að okkur ásamt Svansý. Við fengum svo þá félaga til liðs við okkur. Jens: Við erum líka allir miklir áhugamenn um ræðumennsku. Byrjuðum að vísu missnemma og af misjöfnum ástæðum. Við höfum bara rosalega gaman af þessu. Ritstj.: Er þab satt ab þeir einstaklingar sem hafa áhuga á og stunda ræðumennsku séu bara athyglis- og stjórnunarsjúkir? Jens: Athyglis og hvað? (alveg hissa) Gauti: Það má náttúrulega segja það um marga menn í þessu liði. Jens: NEI, ég held að það sé ekki hægt að segja það. Við látum mjög lítið fyrir okkur fara í þessum skóla. Valur: Já. Jakob: Þetta er bara áhugamál. Ritstj.: Ætlib þib ab leggja þetta fyrir ykkur í framtíbinni? Jakob: Nei, það hugsa ég ekki. Gauti: Nei, það hugsa ég ekki. Hlátur Ritstj.: Nú burstubub þib Ibnskólann fyrir sunnan, vorub þib búnir ab búa ykkur vel undir þá keppni? Valur: Alltof mikið. Jakob: Nei, kannski ekkert alltof mikið. Gauti: Jú, við undirbjuggum okkur mjög vel. Jón Óttar kom frá Reykjavík og hjálpaði okkur við undirbúninginn. Þetta var alveg fimm daga vinna, tuttugu tíma á sólarhring og það eru EKKI ýkjur. Jakob: Það var æft til klukkan fjögur á nóttunni og vaknað fyrir allar aldir. Jens: Og mætt í skólann. Hlátur Gauti: Já, mætt í skólann. 8 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.