Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Síða 24

Muninn - 01.11.1994, Síða 24
Mamma Dagga -skólablaðssálfræðingur- Þið sárþjáðu nemendur (og kennarar) athugið! Mamma Dagga hefur nú hafið störf við skólablaðið. Eflaust kannast margir við hana úr hinum vinsælu Lukku Láka bókum. Hún er móðir Dalton bræðranna, sem eins og allir vita eru mjög vel upp aldir. Mun hún leysa úr vandamálum ykkar, lesa úr skrift og spá í spil og táfýlusokka. A kvöldin mun Mamma E)agga verða með „heita símalínu" fyrir einmana menntskælinga. Númerið verður auglýst síðar. áætlað 39,90 kr. mínútan. Verð símaþjónustunnar er Ritstjórn Elsku Mamma Dagga. Ég vona að þú getir hjálpað mér. Ég hef lengi átt við alvarlegt vandamál að stríða. Ég elska dýr. Þau vekja hjá mér vissar kenndir. Ég ræð bara ekki við mig þegar ég sé þau. Þetta á einkum við um sauðfénað. Ég get ekki einu sinni farið í réttir, hvað þá dregið í dilka. Gimbrar eiga þó hug minn allan, þessar elskur eru svo ómótstæðilegar þegar þær labba um og dilla nettum afturendanum. Oh, það fer um mig unaðshrollur. Kæri Sáli geturðu sagt mér hvað hrjáir mig? Salomon Svarti Kæri Salomon. í þínu tilfelli er um tvennt að ræða. Annaðhvort ertu bóndi eða strákur í 4. bekk með yfirnáttúru, sem hefur tekið réttirnar í busavikunni fullhátíðlega. Bæði tilfellin eru ólæknandi. Eina ráðið sem ég get gefið þér er að reyna að hafa stjórn á hvötum þínum. Mamma Dagga 24 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.