Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 12
Af öpum erfu kominn
í upphafi skapaði Guð himin og
jörð. Hann skapaði öll dýrin, blómin
og allt annað sem á jörðinni hrærist,
þar með talda mennina...
Þetta er inntak sköpunarsögu
Biblíunnar, en í henni er því haldið
fram að maðurinn hafi verið skapaður
af Guði og að í dag sé hann alveg eins
og þegar hann kom úr kúnni. Þetta er
auðvitað alrangt, því að allir, þar með
taldir gyðingar, eru nú í dag
nokkurnveginn sammála þróunar-
kenningu Darwins. Samkvæmt henni
voru menn í fyrndinni einhverskonar
pöddur sem skriðu upp úr pollum og
ummynduðust í apa sem síðan
breyttust í menn. Aðlaðandi, ekki
satt?, en staðreynd engu að síður.
Það gefur auga leið að á þessari
löngu leið þróunar hefur maðurinn
smátt og smátt glatað sínum dýrslegu
einkennum og í stað þeirra komið
önnur mannleg. Við glötuðum
feldinum, vígtönnunum, rófunni og
fleiru slíku. Vilja sumir, nú á dyrapalli
21. aldarinnar, halda því fram að
maðurinn sé tvímælalaust orðinn æðri
vera en nokkurt annað dýr og laus við
dýrslega siði. En svo er nú aldeilis ekki
og ætti enginn að halda slíkri vitleysu
fram. Það er satt að feld höfum við
ekki en hvað er hægt að kalla höfuðhár,
skegg og hárvöxt annarsstaðar á
líkömum manna annað en augljósar
leifar felds. Við höfum jú líka
augntennur í stað vígtanna og
rófubeinið er örugglega ekki leifar
tábeina.
Maðurinn er því greinilega ekki
kominn á leiðarenda í þróun sinni,
hvorki líkamlega né andlega.
Eiginhagsmunasemi, ofbeldishneigð og
margt annað í fari mannskepnunnar
ber þess augljóslega merki að þróuninni
er síst af öllu lokið. En þeir sem halda
að maðurinn sé fullþróuð og falleg
tegund geta auðvitað ekki samþykkt
slíkt og þess vegna var fundið upp
nafn á það sem helst má kalla lesti
mannanna. Það nafn er frjálshyggja.
Lítum nánar á þessa fullyrðingu.
Hegðun dýra er oft kennd við
frumskógarlögmálið. í því felst að sá
sterkasti sölsar undir sig vatnsból og
landsvæði á meðan veikari dýrin verða
að láta sér nægja afgangana. Ef dýr
slysast til að ganga á hagsmuni þessa
æðra dýrs er það samstundis réttdræpt
og dauðadóminum er framfylgt
samstundis. Þetta var frumskógar-
lögmálið, en lítum nú á lögmál
frjálshyggjunnar. Samkvæmt því má
engum setja hömlur nema hegðan
hans brjóti í bága við hagsmuni
ríkjandi samfélagshópa. Allir eiga að
keppast um að koma sér sem best fyrir
og það að hjálpa þeim sem verða undir
í slagnum telst hégómi eða í besta falli
meðaumkun.
Ég geri ráð fyrir að þú, lesandi
góður, sért það miklum gáfum gæddur,
að þú sjáir að munurinn á frjálshyggju
og frumskógarlögmálinu er enginn.
Fyrir-gefðu, sagði ég engin? Ég ætlaði
að segja sáralítill, því að á þessu
tvennu er auðvitað ákveðinn munur
sem ég mun nú útskýra nánar.
Hver heldur þú að lok bardaga
ljóns og hamsturs yrðu? Ljónið gæti
auðvitað dáið úr hjartaslagi eða
einhverri óværu meðan á slagnum
stendur, en að öðrum kosti myndi það
nær örugglega sigra andstæðinginn.
Svona lagað á sér ekki stað í
raunveruleikanum og fyrir því eru
góðar og gildar ástæður, tveir aðilar
sem að svona mikill styrksmunur er á,
geta ekki barist á jafnræðisgrundvelli.
12
MUNINN