Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 26

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 26
Froða -Annáll úr reisu 4. bekkinga til lands hinna mörgu bjóra- Hér á eftir verður í grófum atriðum rakin ferðasaga 4. bekkjar Menntaskólans á Akureyri. Raunar í svo grófum atriðum að jaðrar við almennt velsæmi. Hjá flestum hófst ferðin við upphaf hennar, byrjun dags. Rosalega langur bíll til að ferðast með lengri leiðir (s.k. langferðabíll) og tekur allmarga í sæti, ef ekki minna, tiplaði ofurlétt í morgundögginni inn á bílaplanið við Menntaskólann. Það var þó ekki Steindór því hann er svo mikill svindlari. Síðan var öllum sem ekki sváfu yfir sig (eða aðra) hrúgað upp í áðurnefnt farartæki kennt við langferðir og lestin brunaði af stað sem leið lá í Öxnadal, þar sem skáldið bjó, upp Öxnadalsheiði og beint ofan í Skagafjörð þar sem Bólu- grafna skáldið bjó. í Varmahlíð var ekið framhjá Varmahlíð en í þeirri hlíð er einmitt talsvert um varma (ekki talmjótt). Svo var keyrt framhjá hverju á eftir öðru; Blöndós, Blikkdós, Staðarskáli, Gísli, Súesskurðurinn, Holtavörðuheiðin, Jónki „Skemmtana- stjóri", Hvalfjörðurinn, þar sem skáldið bjó, Reykjavík, þar sem skáldin bjuggu, þó ekki um rúm sín og í Keflavík, en þar bjó ekkert skáld. Þau voru úr sveitinni. Bygging þessi vakti óhugnað hjá Birni Ágústi. Honum leist ekkert á þetta, kominn langt að, komið langt fram í september og fardagar liðnir. Það var haust. En við suðurenda byggingarinnnar, við útgang D var sumarið ríkjandi. Á HINUM FLUGVELLINUM Við stigum á heilaga jörð í Portúgal þar sem mættu okkur grösugar hlíðar, græn engi, framsóknar- flokkurinn og erótískir, háfleygir hanar, en þessi söfnuður var á leið til Nigaragua, á fund páfa. Hann tefldi þar fjöltefli. En af þessarri dásamlegu hjörð sáum við ekkert og reiknaðist nemendum x- bekkjar til að því ylli möndulhalli jarðar. En tveir x-bekkingar tóku ekki þátt í þessum Newtonsku hugleiðingum heldur voru uppteknir við að smygla áfengi inn í landið. Þeir höfðu tappað því á æðar sér. Eftir maraþongöngu eftir göngum Á FLUGVELLINUM Inn í kaldranalegan Leif Eiríksson (ekki bakdyramegin) streymdi hjörð saklausra ungmenna. 26 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.