Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.1994, Qupperneq 13

Muninn - 01.11.1994, Qupperneq 13
En þetta hundsar frjálshyggjan. Sagt er að allir eigi að berjast við alla og takmarkið á að vera að koma sér og sínum þægilega fyrir í þjóðfélaginu. En er það sanngjörn barátta? Nei, síður en svo. Að vísu er líkamlegur munur ekki svo mikill frá manni til manns en það skiptir einfaldlega ekki máli því barátta mannanna er fyrst og fremst andleg, t.d. um góða vinnu. Setjum sem svo að Jón Hreggviðsson sé að sækja um vinnu sem bankastjóri. Hann og annar ungur maður eru um hituna. Þeir hafa sambærilega menntun og hæfni þeirra er að öllu leyti sambærileg nema að einu leyti. Jón er sonur bóka- safnsvarðar á Siglufirði en keppinauturinn á föður, mág, afa, bróður, og tengdaföður í stjórn bankans sem hér um ræðir. Það sjá allir að þessi barátta er engan veginn sanngjörn. Sambærilegt dæmi úr náttúrunni væri t.d. mauræta gegn maurætu með vélbyssu. Það gæti aðeins endað á einn veg, og sama er uppi á teningnum með dæmið hans Jóns. Eina leiðin til að gera baráttu Jóns sanngjarna væri að setja afa, föður, mág, bróður og tengdaföður hans líka í bankastjórnina. Það gengi auðsjáanlega ekki upp og Jón á enga möguleika á stöðunni, þ.e. ef í viðkomandi landi er ríkjandi stjórnarfar frjálshyggjunnar. Ástæða þess er sú að hagsmunatengsl eru óumflýjanleg í slíku stjórnarfari. Þegar allt kemur til alls er frjálshyggjan nákvæmlega það sama og rófubein, skapahár og neglur. Þetta eru allt leifar af því þegar maðurinn var öngvu mannlegri en hundurinn minn. Og þá fyrst erum við orðnar vitrænar skepnur, án beinna tenglsa við dýraríkið og frumskógarlögmálið, þegar allir menn verða orðnir sköllóttir, naglalausir og rófubeinslausir. Að ógleymdu því að samfélagið verði þannig uppbyggt að enginn fæðist inn í slæma eða góða stöðu í samfélaginu. -Allir menn eiga að vera jafnir- King Kong SKÓTÍSKAN SKIPAGÖTU 5 • SÍMI 96-26545 • 600 AKUREYRI Hártískan Kaupangi v/Mýrarveg Akureyri Sími 96-26666 4 SKIPAGÖTU 12, 2. HÆÐ • SÍMI 23022 sjóváÖÍalmennar Umboðið á Akureyri Ráðhústorgi 5 - Símar: 96-22244 & 96-23600 MUNINN 13

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.