Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Síða 13

Muninn - 01.11.2004, Síða 13
Systurnar Hrafnhildur, Bára og Sigrún Hólmgeirsdætur hafa starfrækt íyrirtækið og fatamerkið ,Aftur“ síðan í ársbyrjun 1999. Fötin sem þær hanna eru mjög frumleg og nýta þær oft gömul efni og föt við hönnunina. Endurvinnslan gerir það að verkum aö hver flík er einstök. Þær eru ekki faglærðar á sínu sviði en hafa saumað á sig föt frá því þær voru litlar. Þær systur hafa fengið mikla athygli fyrir fatnað sinn og hafa meðal annars selt hann í London, París, Hong Kong og Tókýó. Fyrsta búðin þeirra opnar i desember, í Kaupmannahöfn. Þær hafa gefið frá sér fjórar fatalínur; Got To Be Brave, Represent To The Fullest, Wishful Thinking, It’s About Time og er sú fimmta á leiðinni, Promised Land. Stelpurnar hafa verið viðloðandi íslenska tískubransann í mörg ár og hafa þær meðal annars séð um innkaup og ráðgjöf fyrir verslanir, unnið sem stílistar ásarnt því að vinna við tónlistarmyndbönd, ljósmyndir, tímarit, sjónvarp og auglýsingaherferðir. Stelpurnar hvetja unga hönnuði áfram með því aó sýna þeim að allt sé hægt. Þær hafa sett nýjan svip á tísku og ljósmyndun á íslandi og gefið íslenskri hönnun mun bjartari framtíð. „Aftur var stofnaó árið 1999. Fyrsta sýningin okkar, sú eina enn sem komið er, var á Futureice árið 2000. Futureice gekk þokkalega og kom sér mjög vel fyrir okkur. En maður fær ekki umfjöllun nema maður sé með eitthvað frambærilegt í höndunum og beri sig eftir umijölluninni. Til dæmis gerðum við gjafir handa allri pressunni sem kom á Futureice og héldum magnað partý. Maður uppsker eins og maður sáir!“ Þær eru hrifnari af öðrunr aðferðum til að koma tískunni á framfæri, svo sem myndböndum. „Það er alltaf fjör þegar við gerum myndband, t.d. þegar við gerðum Wishful Thinking-myndbandið okkar reyndi ég svona hundrað sinnum að kasta mér í gegnum rúðu og var meó verki í skrokknum í margar vikur á eftir. Ég gat ekki einu sinni verió viðstödd frumsýningu af því að mér fannst of vont að horfa. Maður verður að fórna sér“, segir Hrafnhildur. Aftur hefur fengið sérstaka athygli fyrir að koma frá íslandi. „Aó koma frá íslandi hefur komió sér mjög vel þar sem svo mikið afblaóamönnum koma og vilja skrifa almennt um ísland og hitta eina hljómsveit, myndlistarmann, leikstjóra eða fatahönnuð, svo við veróum oft fyrir valinu.“ Þær systur búa allar í Kaupmannahöfn eins og er og vinna hörðum höndum að nýju línunni og þeirra fyrstu verslun. Hrafnhildur er nýkomin frá New York þar sem hún var aó skoða sig um og hanna föt fyrir Aftur. „New York er frábær! í hörðum heimi borgarinnar þarft þú að vera „go getter“ ef þú ætlar aó hafa eitthvað að gera. Þaó er ekki mikill peningur í þessum bransa nema þú sért J-Lo“. Eins og svo margir vita þá klæðast söngkonan Uróur og President Bongo í GusGus fötunum þeirra. „Við elskum Urói, það er frábært að gera föt handa henni og handa President Bongo.“ Björk hefur einnig sést klæðast fötunum. Aóspuróar hvort fræga fólkió sækist eftir fatnaói þeirra sögóust þær ekki hafa selt fötin i búðir í Bandaríkjunum, en bættu hlæjandi vió aó Karen O úr Yeah yeah veah's ætti bol frá þeim. Aó lokum sagói Hrafnhildur að þar sem liún hefói verið í Bandaríkjunum fyrir stuttu, sé hún komin með ræpu af forsetatali og lýsti svo yfir aó henni fyndist George Bush fæðingarhálfviti! Það var ánægjulegt að ná tali af þeim systrum þar sem þær eru mjög uppteknar þessa dagana.Vió þökkum þeim fyrir viðtalió og hvetjum alla MA-inga til að kikja á búóina þeirra á Ahornsgade 8 í Kaupmannahöfn, eftir að hún opnar. -Auður Ómarsdóttir í»/lVf i t*

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.