Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 18
 •tí ■ « % ■ L 1 Mötuneyti hefur verið starfrækt í Menntaskólanum á Akureyri frá því að skólinn var stofnsettur. Hin fyrstu ár mötuneytis við skólann á Möðruvöllum borguðu mötunautar eina krónu fyrir fæði dagsins og má því segja að mötuneytisgjaldið hafi gengið gegnum umtalsverðar hækkarnir! Mikil umræða hefur skapast í kringum mötuneytið síðan nýbygging heimavistarinnar var tekin í notkun og nemendum VMA var sleppt lausum á vistinni. Sú stækkun sem átti sér stað gekk næsta snuðrulaust fyrir sig og var fjárhagsáætlunin sem gerð var fyrir síðasta ár vel innan þeirra skekkjumarka sem ásættanleg geta talist (kannski Gunnar Kárason gæti tekið við fjármálaráðuneytinu?). Þó nokkrum íbúum viðhaldsfrírra nemendagarða Lundar haíi þótt kosturinn versna frá því árinu fyrir stækkun, getur undirritaður vitnað um bættan mat það sem er af er’fíessa veturs. Þjónustan í mötuneytinu er 1 öllum tilfellum til mikillar fyrirmyndar og eru dömurnar sem þar starfa afar indælar. Til grundvallar fyrir gagnrýni mínaákostivistarinnartókégfyrir matinn vikuna 9. nóv. til 16. nóv. (sem reyndar var þriðjudagur til mánudags) og sagði mína skoðun á hádegis- og kvöldmáltíðum vikunnar. Hverri máltíð er gefin einkunn á skalanum 1 til 6 þar sem 1 stendur fyrir óæti en 6 fyrir mat sem bragðast svo vel að hann gæti allt eins verið reiddur fram á heimili manns sjálfs. Því má 4- % m V | Iy Jl * fe I & segja að ég gefi fyrir miðað við það hvernig maturinn hefði verið heima hjá mér. Þriðjudagur 9/11 Hádegi: Það var frekar passíft bragðið af þrílita pastanu með sveppa- og svínakjötssósunni, en sæmilegt þó. Brauðið var fínt en aukarétturinn, blábeijasúrmjólkin, brást væntingum mínum. Salatbarinn stóð fyrir sínu. Sæmilegur hádegismatur. Kvöld: Chili con carne. Brauðið var gott og ég hef sjaldan verið jafn ánægður með tilvist salatbarsins. En aðalrétturinn fær falleinkunn. Hakk með ananas er ekki Chili con carne. Legg til að hafa þetta aldrei aftur á boðstólnum. Sú sem skammtaði mér á diskinn meira að segja spurði mig í kaldhæðnistón hvort að maturinn væri ekki girnilegur. ** Miðvikudagur 10/11 Hádegi: Hamborgarinn bragðaðist vel og frönsku kartöflurnar sömuleiðis. Ég gekk ekki svangur úr mötuneytinu þetta sinnið. Það mætti kannski vera meira grænmeti í boði á borgarana, en ég kvarta þó ekki. ***** Kvöld: Svínagúllasið var bragðlaust, súrsæta sósan það eina sem eitthvað bragð var af. *** Fimmtudagur 11/11 Hádegi: Sænskt Lindstöm laukbuff hoppaði um á disknum mínum þetta VtfLsvSí ms á hádegið. Það var stinnt, kannski fullstinnt og þetta leiðinda súrbragð sem er alltaf að buffinu hér lék bragðlauka mína illa. Svo voru rauðir kögglar í buffinu, hvað var það? Ég gat þó leitað á náðir salatbarsins. ** Kvöld: Brauð og álegg ber hið foráttu vitlausa nafíi „lengimatur”. En að því ólöstuðu er mjög gott að fá bara skyr og brauð í kvöldmatinn. Það vill þó oft brenna við að brauðið sé hart sökum aldurs, en þá er bara að velja úr. Prýðilegur kvöldverður. **** Föstudagur 12/11 Hádegi og kvöld: Á boð- stólum var Tandoori kjúklingurmeðhrís-grjónum og pappadums. Aðal- rétturinn bragðaðist mjög vel, en þó hefði smá væta ekki skemmt fyrir hrísgrjónunum sem virka ekkert rosalega vel svona sósulaus. Svo var ís í eftirrétt, sem kældi niður æsta bragðlaukana. Pappagumsið var samt sem áður ekkert rosalega gott. Það bragðaðist eins og hamsatólg, sem raunar er prýðisgóð með soðnum saltfiski en ekki með Tandoori- kjúklingi. ***** Sökum fjarveru greinarhöfunds fékk hann Svein Gunnar Hálfdánarson til að taka fyrir laugardags- og sunnudagsmáltíðirnar. Laugardagur 13/11 Hádegi og kvöld: Ég varð fyrir mikilli geðshræringu þegar augnskanninn hafði lokið sér af, ég sá að ég þurfti i .1 11 -t ■■ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.