Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 32

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 32
Ao opna augun fyrir skólatíð á mánudagsmorgni reynist mörgum lífsins ómögulegt og ég tala nú ekki um að rísa á fætur og koma sér af stað í tíma. Að vakna klukkan hálf sjö er þaðan af verra og að fara í sund á svo ókristilegum tíma er eitthvað sem flestir mundu fresta ansi lengi. En sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, því yður er í dag frelsari fæddur og ritar hann hér til koma síþreyttum Menntskælingum í skilning urn hversu mikls virði það er að leggja á sig áður umrætt erfiði. Til að renna styrkum stoðum undir ágæti morgunsundferða vil ég koma koma með tvær litlar dæmisögur um hann Stefán sem býr í heimasvistinni og fór, einhverra hluta vegna, frekar seint að sofa. í fyrri dæmisögunni ákveður Stefán að sofa „aðeins“ lengur en í þeirri síðari rífur hann sig á lappir og skellir sér í sundlaugina. Þegar Stefán kom inn á herbergið sitt, herbergi 2112, rumskaði úldinn herbergisfélaginn og formælingar í garð Stefáns skáru myrkrið fyrir rúmrusk það er hann hafði gert herbergisfélaganum. Slíkum hölbænum var hann orðinn vanur og skreið hljóðlega í koju en hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að vakna í skóla daginn eftir. „Fokksjittfokk... æji ég skrópa bara.“ hugsaði hann. Morguninn eftir bölvaði Stefán herbergisfélaganum fyrir að rjúfa draumfarir sínar með hurðarskellum. Hann leit á vekjaraklukkuna sem varpaði daufri, grænleitri bitru á andlit hans. Hún sýndi þrettán mínútur í tíma. „Hvernig getur hann farið svona snemma af stað?“ ígrundaði Stefán sem komst ekki lengra í hugleiðingum sínum því sökum þreytu leyfði sljór hugur hans ekki svo orkufrekar pælingar. Hann sofnaði og rumskaði ekki aftur fyrr en tvær mínútur í tíu. „Fokksjittfokk, ég hef sofið yfir mig.“ Hann hrundi fram úr rúminu, skakklappaðist á fætur, klæddi sig í fötin og gekk út. Út í frostið fór hann og reikull í spori gekk hann inn í andyri Hóla þar sem hann, ískaldur, sparkaði geðvonskulega af sér útiskónum. Hann reyndi að koma skikki á svefndrukkinn hug sinn og átta sig á í hvaða stofu hann ætti að fara. Eftir að hafa þrætt Hóla- stofurnar tók hann þvælda stundaskrána úr töskunni og fylgdi leiðbeiningum hennar. Hann gekk inn í stofuna og afsakaði seinaganginn en uppskar ekkert nema eitrað augnaráð kennarans og háðsglósur bekkjarfélaganna um rang- hverfar gallabuxurnar. Hann sofnaði tvisvar í tímanum en hrökk upp við þrumuraust kennarans í bæði skiptin. Svona gekk skóladagurinn, þar sem hann milli svefns og vöku, illa lyktandi og í ranghverfum gallabuxunum, reikaði milli tíma og ótíma. Til að kóróna daginn var hann tekinn á beinið vegna slæmrar mætingar. Mæting hans var komin niður í 80% og tilkynnti skólmeistari að hann yrði að fara að taka sig á í þessum málum. Sökum geðillsku vegna þreytu var Stefán ekki alveg með á nótunum og sagði sitthvað sem olli ævilangri útskúfun úr Menntaskólanum. Eftir þetta reyndi Stefán að koma sér inn í aðra skóla með litlum árangri og fór því að leita fyrir sér á vinnumarkaðnum. Vegna skorti á menntun endaði hann á kassa í Bónus. Hann var þó fljótlega rekinn þaðan, en þar sem hann var búinn að missa allt niður um sig ákvað hann að flytjast suður og gerast glæpamaður en er nú róni á Hlemmi. Þetta endaði nú ekki vel en við skulum sjá hvernig honum vegnar í hinu tilvikinu. Þegar Stefán kom inn á herbergið sitt, herbergi 2112, rumskaði úldinn herbergisfélaginn og formælingar í garð Stefáns skáru myrkrið fyrir rúmrusk það er hann hafði gert herbergisfélaganum. Slíkum bölbænum var hann orðinn vanur og skreið hljóðlega í koju en hugsaði með hn'llingi til þess að þurfa að vakna í skóla daginn eftir. „Fokksjittfokk... æji ég skrópa bara. Nei, ég má ekki skrópa...uuu...hvað get ég gert til að vakna í fyrramálið?“ hugsaði Stefán. Þá laust líkt og eldingu niður í huga hans stórfenglegri hugmynd. “Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.