Muninn

Volume

Muninn - 01.11.2004, Page 32

Muninn - 01.11.2004, Page 32
Ao opna augun fyrir skólatíð á mánudagsmorgni reynist mörgum lífsins ómögulegt og ég tala nú ekki um að rísa á fætur og koma sér af stað í tíma. Að vakna klukkan hálf sjö er þaðan af verra og að fara í sund á svo ókristilegum tíma er eitthvað sem flestir mundu fresta ansi lengi. En sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, því yður er í dag frelsari fæddur og ritar hann hér til koma síþreyttum Menntskælingum í skilning urn hversu mikls virði það er að leggja á sig áður umrætt erfiði. Til að renna styrkum stoðum undir ágæti morgunsundferða vil ég koma koma með tvær litlar dæmisögur um hann Stefán sem býr í heimasvistinni og fór, einhverra hluta vegna, frekar seint að sofa. í fyrri dæmisögunni ákveður Stefán að sofa „aðeins“ lengur en í þeirri síðari rífur hann sig á lappir og skellir sér í sundlaugina. Þegar Stefán kom inn á herbergið sitt, herbergi 2112, rumskaði úldinn herbergisfélaginn og formælingar í garð Stefáns skáru myrkrið fyrir rúmrusk það er hann hafði gert herbergisfélaganum. Slíkum hölbænum var hann orðinn vanur og skreið hljóðlega í koju en hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að vakna í skóla daginn eftir. „Fokksjittfokk... æji ég skrópa bara.“ hugsaði hann. Morguninn eftir bölvaði Stefán herbergisfélaganum fyrir að rjúfa draumfarir sínar með hurðarskellum. Hann leit á vekjaraklukkuna sem varpaði daufri, grænleitri bitru á andlit hans. Hún sýndi þrettán mínútur í tíma. „Hvernig getur hann farið svona snemma af stað?“ ígrundaði Stefán sem komst ekki lengra í hugleiðingum sínum því sökum þreytu leyfði sljór hugur hans ekki svo orkufrekar pælingar. Hann sofnaði og rumskaði ekki aftur fyrr en tvær mínútur í tíu. „Fokksjittfokk, ég hef sofið yfir mig.“ Hann hrundi fram úr rúminu, skakklappaðist á fætur, klæddi sig í fötin og gekk út. Út í frostið fór hann og reikull í spori gekk hann inn í andyri Hóla þar sem hann, ískaldur, sparkaði geðvonskulega af sér útiskónum. Hann reyndi að koma skikki á svefndrukkinn hug sinn og átta sig á í hvaða stofu hann ætti að fara. Eftir að hafa þrætt Hóla- stofurnar tók hann þvælda stundaskrána úr töskunni og fylgdi leiðbeiningum hennar. Hann gekk inn í stofuna og afsakaði seinaganginn en uppskar ekkert nema eitrað augnaráð kennarans og háðsglósur bekkjarfélaganna um rang- hverfar gallabuxurnar. Hann sofnaði tvisvar í tímanum en hrökk upp við þrumuraust kennarans í bæði skiptin. Svona gekk skóladagurinn, þar sem hann milli svefns og vöku, illa lyktandi og í ranghverfum gallabuxunum, reikaði milli tíma og ótíma. Til að kóróna daginn var hann tekinn á beinið vegna slæmrar mætingar. Mæting hans var komin niður í 80% og tilkynnti skólmeistari að hann yrði að fara að taka sig á í þessum málum. Sökum geðillsku vegna þreytu var Stefán ekki alveg með á nótunum og sagði sitthvað sem olli ævilangri útskúfun úr Menntaskólanum. Eftir þetta reyndi Stefán að koma sér inn í aðra skóla með litlum árangri og fór því að leita fyrir sér á vinnumarkaðnum. Vegna skorti á menntun endaði hann á kassa í Bónus. Hann var þó fljótlega rekinn þaðan, en þar sem hann var búinn að missa allt niður um sig ákvað hann að flytjast suður og gerast glæpamaður en er nú róni á Hlemmi. Þetta endaði nú ekki vel en við skulum sjá hvernig honum vegnar í hinu tilvikinu. Þegar Stefán kom inn á herbergið sitt, herbergi 2112, rumskaði úldinn herbergisfélaginn og formælingar í garð Stefáns skáru myrkrið fyrir rúmrusk það er hann hafði gert herbergisfélaganum. Slíkum bölbænum var hann orðinn vanur og skreið hljóðlega í koju en hugsaði með hn'llingi til þess að þurfa að vakna í skóla daginn eftir. „Fokksjittfokk... æji ég skrópa bara. Nei, ég má ekki skrópa...uuu...hvað get ég gert til að vakna í fyrramálið?“ hugsaði Stefán. Þá laust líkt og eldingu niður í huga hans stórfenglegri hugmynd. “Ég

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.