Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 36

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 36
,_______' J Hljómsveitin Maus hélt útgáfutónleika í Austurbæjarbíói föstudaginn 5. nóvember síðastliðinn til að kynna nýju safnplötuna sína „Tónlyst". Églét migekkivanta á stórviðburð sem þennan, mætti keikur á svæðið og fékk mér sæti í miðri fimmtu röð frá sviðinu. Eftir smá stund slökknuðu ljósin og fram á sviðið gekk strákur með kassagítar. Hann kynnti sig sem Þóri og byijaði syngja og glamra undir á gítarinn sinn. Þrátt fyrir frábæra textagerð náði Þórir ekki að heilla mig. Lögin voru aðeins of niðurdrepandi og á köflum jarmaði hann eiginlega í stað þess að syngja. Þetta hefði verið fint atriði á kaffihúsi á fimmtudagskvöldi en náði ekki aðthita mig upp eins og þai gera. Þe§^jr Þorir var búinn að jarma stigu piltarnir í Maus á svið. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti. Þeir byijuðu prógramið sitt á því að taka fyrsta lagið af fyrstu' plötunni sinni, „allar kenningar heimsins...og ögn meira“, sem var einmg fyrsta lagið sem þeir spiluðu á Músíktilraunum þegar þeir unnu árið 1994. Svo héldu þeir áfram og spiluðu allt prógramið sem þeir spiluðu það sama kvöld fyrir 10 árum. Eftir það tóku þeir nokkur lög af annari plötu sinni „Ghostsongs“, sem er einnig gríðargóð plata. Þegar þeir höfðu spilað örfá lög af þriðju plötu sinni, „lof mér að falla að þínu eyra“, slökknuðu ljósin og þeir virtust ætla að yfirgefa sviðið. Sem betur fer fóru þeir bara út í horn og gerðu sig tilbúna til að spila „unplugged". Biggi var með harmónikku, Daníel og Páll með kassagítara, og Eggert með kontrabassa. Þeir spiluðu eitt af mínum uppáhaldslögum, „kristalnótt", af tærri snilld og svo fylgdi „kerfisbundin þrá“ í kjölfarið. Ég bjóst ekki við því að Maus mjmdi taka „acoustic version“ af nokkrum lögum og ég er mjög sáttur við útkomuna. Ég hélt að salurínnætlaði aldrei að hætta aðTdappa. Svo settu þeir sig aftur í samband og spiluðu lög af „í þe^sí sekúndubrot sem ég flýt“, sem er að mínu mati þeirra besta plata. Að lokum fluttu þeir lög af plötunni „Musick“, sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi. Þegarsíðastalagið, „Life in a fishbowl", var búið voru þeir að sjálfsögðu klappaðir upp. Þeir kláruðu kvöldið alveg með því að spila nokkur ný lög, þar á meðal „Over me and under me“ sem heyra má á ýmsum útvarpsstöðvum um þessar mundir. Þessi lög virtust leggjast ágætlega í áheyrendurna, þó svo að eldri lögin þeirra hafi vakið meiri stemningu. Ég sá Maus spila á Airwaves hátíðinni fyrir stuttu og var mjög hrifinn af frammistöðu þeirra en mér fannst þeir miklu betri í Austurbæ. Ég held ég hafi bara aldrei heyrt annað eins. Biggi, Danni, Eggert og Palli eiga allan heiður skilinn fyrir frábæra tónleika og svo auðvitað fyrir frábæra „tónlyst", síðústu 10 árin. Takk fyrir Maus! -Hjalti Rögnvaldsson Í A /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.