Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 50

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 50
Hver hefur ekki lent í að vera í eyðu eftir löngu, tvöföldu hádegishléi eða tuttugu mínútna gati á milli tíma? Það er einmitt þá, þegar maður situr í Kvosinni, einn og yfirgefinn, með tebollu í annari og enskubók í hinni, sem maður spyr sig: Hvað á ég af mér að gera? Hvernig get ég hugsanlega fundið mér eitthvað að gera? Hvernig get ég stytt mér stundir á þessum heilaga stað þagnar og lærdóms? Hvað er eiginlega hægt að gera þegar maður hefur ekkert að gera? Sem ábyrgur blaðamaður ákvað ég að taka heila kvöldstund í það að komast til botns í þessu máli. Ég mætti ferskari en busi á rítalíni í Kvosina á slaginu sjö og tyllti mér af listrænni snilld í eina tröppuna. Ég sat þar með hendur í skauti og gjóaði augunum lúmskur á lokaða sjoppuna og ímyndaði mér allar þær gersemar sem leyndust innan náhvítra veggja hennar og hvað hægt væri að gera ef maður ætti þær allar. „Einn daginn...“, hugsaði ég dreyminn með mér. Eftir að hafa velt fyrir mér hinum ýmsu gerðum sprengiefna sem ættu að geta tætt í sig gegnheilan steypuvegg án sýnilegra vandræða, hentist ég á fætur og settist á eitt handriðið. Það er deginum ljósara að buxurnar sem ég var í umræddan dag komu til landsins í sama farmi og vaselínbirgðir Reykvíkinga í heild sinni, því ég komst á þremur sekúndum upp í hundraðið og endasentist niður í Kvosina með andlitið á undan. Nokkur borð og stólar fengu að líða fyrir kenningar Newtons þegar ég lenti harkalega á parketinu og skautaði stjórnlaust í fremur afkáralegri stellingu um allt plássið. Maður var þó ekki lengi að kippa því í liðinn með límbandi, heftum og kennaratyggjói. Fall er fararheill og þar af leiðandi gladdist ég yfir þessum hamförum. Eftir að hafa hugað að meiðslum mínum klifraði ég upp á sviðið góða, eins og svo margir aðrir á undan mér og tók stutta eróbiksyrpu í tilefni dagsins. Eftir hana fannst mér, af einhverjum ástæðum, við hæfi að fara í kyngimagnaðan feluleik sem myndi lifa í manna minnum í mörg hundruð ár. Ég hóf leikinn með miklum látum, hoppaði, sparkaði og fór í kollhnísa, og endaði svo á því að skella mér inn í ræðupúltið sem stóð sakleysislega á miðju sviðinu. Ég vissi að ég væri svo gott sem búinn að vinna ef ég héldi mig á þessum stað, því hann var algjörlega skotheldur. Það var hverju orði sannara, því eftir tvo tíma fattaði ég að ég hafði gleymt að láta annað fólk vita afþessu, og þar af leiðandi var ég eini keppandinn. Ennfremur leit út fyrir að ég fengi bronsið gullið, silfrið og jafnvel plútóníumið, þannig að þó ég sæi eftir öllum tímanum sem fór í þetta þá gat ég ekki annað en verið sáttur. Ég meina, hversu oft fær einn maður öll verðlaunin í stórkeppni sem þessari? Þegar ég gekk í áttina að Hi rak ég augun allharkalega í gommu af heimatilbúnum íslandskortum sem límd höfðu verið á vegginn. Þessi sjón smellti andlegum snoppungi beint í hnakkann á mér og spilaði álíka undurfagurt á sjóntaug mína og rakvélarblað á fiðlu. Ennfremur vakti þetta hjá mér megnan óhug og sendi mér sterkan hroll, sem meðal-hjálpartæki hefði verið stolt af, á staði sem ég = 1 » - ^ 1 Æ - W' ’ í# 1 m V / Lt jí íff® 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.