Muninn

Volume

Muninn - 01.11.2004, Page 42

Muninn - 01.11.2004, Page 42
Klukkan fjögur á fimmtudegi má sjá hóp af fyrstubekkingum með svefnpoka í annarri og íþróttatösku í hinni standa í hóp fyrir framan vistina að bíða eftir rútu sem mun flytja þau á vit ævintýranna. Skálaferð á Hólavatni. Allt er í heiminum hverfult Form skálaferða sem og staðsetning þeirra, hefur breyst í tímans rás. Áður fyrr var selið Útgarður notað í þessu skyni. Síðan færðust skálaferðirnar yfir á Skíðahótelið. Þá voru ferðirnar tveir dagar og ein nótt. Allir árgangar skólans fóru í skálaferð. Menn fóru gjarnan á skíði og um kvöldið var haldin kvöldvaka. Svo gengu menn niður eftir þegar tími var kominn til að fara heim. Núorðið fara bara fyrsti og annar bekkur í skálaferðir en dæmi eru um einstaka þriðju bekki sem lauma sér líka. Þegar ég var í fyrsta og öðrum bekk fórum við af stað að morgni til og komum til baka rétt eftir hádegi daginn eftir. Nú er lagt af stað eftir skóla og komið til baka síðdegis næsta dag. Undirbúningurinn Það er ekki eins og rútuferðin sé upphaf ævintýrisins. Frá því krakkarnir heyra fyrst um fyrirbærið „skálaferð" fer hugarflug þeirra í fimmta gír. Dæmi eru um það að kennurum hafi ekki verið mögulegt að kenna bekknum sínum eftir uppljóstrun af þessu tagi. Það er ýmislegt sem þarf að huga að áður en koddanum er troðið ofan í pokann og rykið er dustað af draugasögusafninu. Skipa þarf í hinar ýmsu nefndir, t.d. matarnefnd, skemmtinefnd, uppvasksnefndogtiltektarnefnd. Það fer þó eftir bekkjum hvernig nefndir þeir skipa í, einhverjir vilja ef til vill hafa sérstaka útileikjanefnd, tónlistarnefnd eða jafnvel sérstaka innkaupanefnd. Svo er líka hægt að hafa gestabókarnefnd, sem leggur metnað sinn í að hanna þema fyrir síðu bekkjarins í gestabókinni, sem verður þá væntanlega íburðarmeiri en gengur og gerist. Mæli sterklega með þessu fyrir listhneigða bekki. Einnig gæti verið gaman að hafa vakningarnefnd, en hún myndi taka að sér að finna hinar ýmsu misgrimmu aðferðir við að koma fólkinu á lappir um morguninn. Er til betri byrjun á degi fyrir manneskju með engin aukaföt en að vakna við kalda vatnsgusu yfir allan líkamann? Eða að vakna uppfullur af þeirri vellíðan og sálarró sem einungis samspil tveggja pottloka getur valdið? Haldið af stað Þegar á Hólavatn er komið er ótal margt sem sprækir Menntskælingar taka sér fyrir hendur. Mætti þar fyrst nefna fótbolta. Fátt er betra til þess fallið að efla bekkjarandann en keppni upp á blóð, svita og tár. Tilbrigði við þetta er körfubolti og er aðstaða til þeirrar íþróttar einnig fyrir hendi á Hólavatni. Ef útileikjanefnd hefur verið skipuð er alltaf gaman að fara í leiki - taka þessa klassísku eins og hlaupa í skarðið, köttur og mús og pokahlaup. Alltaf er hætt við íþróttameiðslum og því getur verið betra að fara í kyrrláta gönguferð í náttúrunni. Einn leikur hefur með síaukinni tæknivæðingu ungdómsins haslað sér völl á Hólavatni, leikurinn „viltu finna samband?" Hvaðan geturðu sent SMS-ið sem mun breyta lífi þínu? Er það af þessum hól, hinum, eða þessum hinu megin við þá tvo? Svo má ekki gleyma vatninu, sem auk hólanna er einkennismerki staðarins. Þó ekki sé hægt að sigla á því ætti það ekki að koma í veg fyrir góðar stundir. Hvernig væri að endurvekja hina fornu list að fleyta kerlingar? Þó skal gæta varúðar í kringum vatnið. í einum bekk var nokkrum nemendum falið það verkefni að kæla gosið í vatninu. Það fór ekki betur en svo að þeim tókst að missa það úr höndunum og horfðu á það sökkva til botns! Bekkurinn fylltist vonleysi og óttaðist að sykursjokk kvöldsins yrði takmarkað, en sem betur fer tókst einum nemenda með mikilli kænsku og útsjónarsemi að veiða gosið upp úr vatninu með steini og bandspotta. Eftir það var hann nefndur hetja dagsins. Fyrir þá sem ekki hneigjast til útivistar er ýmislegt í boði innandyra. Að spila á spil er góð skemmtun og getur, ekki síður en fótbolti, falið í sér blóð, svita og tár og er þar af leiðandi alveg jafn vel til þess fallið að efla bekkjarandann. Á þessum

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.