Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 20

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 20
morgunverðinn sjálfkrafa að bestu máltíð dagsins hér á vistinni. Það er fátt betra en að rista sér tvær sneiðar af brauði, skreyta ýmist með osti og sultu eða beikonosti. Með brauðinu er tilvalið að fá sér seríós með rúsínum og mjólk út á, svo til að kóróna máltíðina er gott að dreypa á eplasafa. Það vakti óskipta athygli ijölmiðla þegar augnskanni var keyptur inn í mötuneytið svo viðskiptavinir þess gætu ekki svindlað á kerfinu. „We are sorry, you were not identified" eða „Please move back a little“ ásamt öðrum langþreyttum frösum bergmála nú í höfðum íbúa viðhaldsfrírra nemendagarða Lundar á hveijum degi þeim til mismikillar armæðu. Ég leyfi mér þó að fullyrða um vofleg örlög konugreysins sem las inn á skannann ef heyrðist til hennar á vistinni. Maður spyr sig þó hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en eyða 1.100.000 krónum í stafræna apparatið með ísköldu kvenmannsröddina? En...þeir sletta jú skyrirnu sem mega það, ja allavega þeir sem eiga það. Fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan gerði bryti könnun á kjörum mötunauta og kom mötuneytið mjög vel út en það bauð ódýrast, af sjö öðrum skólum, fullt sjö daga fæði. Einn dagur á fullu sjö daga fæði kostaði þá 800 kr. en það verð hefur reyndar hækkað um 117 kr. síðan þá eða um 14.000 kr. á önn. Sömuleiðis kom mötuneytið næstbest út hvað varðaði fimm daga fullt fæði en þá kostaði fæðisdagurinn 982 kr. Einungis Mötuneyti Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra bauð betur eða 940 kr. daginn. Síðan 2002 hefur dagsgjald mötuneytis okkar einnig hækkað í þessum verðflokki sem nemur 64 kr. fæðisdaginn eða rúmar 5.500. kr á önn. Þrátt fyrir þessar hækkanir má benda á að máltíðin kostar ekki nema 458 kr. í fullu sjö daga fæði en 523 kr. í fullu fimm daga fæði ef við miðum við að greiða ekkert fyrir morgunmat. Stök hádegis- eða kvöldmáltíð kostar 600 kr en stakt skipti í morgunmat kostar 250 kr. Það kemur fyrir að fólk eins og höfundur greinarinnar, sem er í fullu fimm daga fæði, álpist til að vera á Akureyrinni um helgar. Þykir honum ijári mikið að þurfa að greiða 600. kr. fyrir staka kvöldmáltíð (þar sem morgunmaturinn er frá 10:00 til 13:00) og reynir því að komast yfir eitthvað matarkyns eftir öðrum leiðum. Óvitlaust þætti honum að bjóða fólki sem er í fimm daga fæði eilítið betri kjör yfir helgarnar og auka kannski á viðskipti þess við mötuneytið. Vegnaþesshvereksturinn gekkvelífyrraafréðurekstraraðilar að lækka hlut nemenda. Ég væri alveg til í að hækka gjaldið á ný og fá ætt lambakjöt í þau skipti sem það er á boðstólum. Mér þykir það feitt og bragðvont og ókræsilegt í alla staði. Sömuleiðis þykir mér með ólíkindum að starfsfólki mötuneytisins sé gjörsamlega fyrirmunað að sjóða góðar kartöflur. Raunar eru þær soðnar fluslausar og því ekki að undrast yfir náttúru þeirra. Þegar ég spurði bryta að þvi hví hann syði ekki „venjuleg“ jarðepli og bæri fram með flusi tjáði hann mér að hann gerði það stundum á haustin, þegar þær væru nýjar, en fólk væri því fegið að sleppa við að flysja þegar flusfrýjar kartöflurnar tóku við á ný. Ég get fullvissað alla lesendur þessarar greinar að kartöflur soðnar með flusi eru mun betri en illa soðnar, fluslausar kartöflur og ef íbúar viðhaldsfrírra nemendagarða Lundar nenna ekki að flysja utan af frekari gæðum á öll þeirra gagnrýni á ósoðnar, gijótharðar og fluslausar en umfram allt vondar kartöflur engan rétt á sér. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að beijast fyrir bættu mötuneyti með bættum jarðeplum. Einnig þykir mér ábótavant veitingum í kaffití mum. Að Sæmundur og kakó nægi frá hádegi og fram að kvöldmat fyrir fólk sem enn er að vaxa (ásmegin) er mikill misskilningur. Því legg ég til að þriðjudags- og fimmt udagskaffitímakosturinn verði einnig hina þijá virku dagana en á þriðju- og fimmtudögum fellur Sæmundur í skuggann af öðru og meira bakkelsi. En... það er mikið að gera á stóru heimili og því margt sem þarf að huga að og þegar mannshugurinn er annars vegar getur sitthvað farið öðruvisi en það átti að fara. Þó finnst manni of margt geta betur farið. Þá veltir maður því fyrir sér hvort matreiðslumeistarana vanti einfaldlega ekki bara ástríðuna í starf sitt. Því ástríða í matargerð mun án efa skila sér í bættum mat og meiri hamingju mötunauta. Eitt sinn var yfirlýst stefna skólans að ala ekki upp í mönnum sælkerahátt og síðan eru liðin mörg ár... -Ottó Elíasson 'smmmm pifi %w, \ '< Wt'tf -' p, ,™,í '■ ■ N. x ii Mw • íi 3 V ■vsli .>X* V jp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.