Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.2004, Side 41

Muninn - 01.11.2004, Side 41
 Í)j^ E i n s og margir vita er rassverkur mjög algengur hér í Menntaskólanum á Akureyri. Við teljum að ástæðu hans sé að finna í aðalsetustaó Menntaskólans, Kvosinni. í frímínútum og á sal sitja nemendur oftast í þrepum Kvosarinnar, sem eru grjóthörð og óhentug til setu. Á gólfi hennar eru einnig stólar, en þeir eru einungis um 50 talsins og lítt þægilegri en þrepin. Þrepin í Kvosinni eru hugsuð þannig að bæði sé hægt að sitja á þeim berum og raða stólum á þau. Er það yfirleitt gert íyrir „fínni“ samkomur, s.s. kennara- og foreldrafundi. Vegna þessa íyrirkomulags eru þrepin breið og ekki auðvelt að koma sér þægilega fyrir í þeim. Við tókum okkur til og rannsökuðum hver þægilegasti kosturinn til setu væri í Kvosinni. Eftir að hafa sest á alla mögulega og ómögulega staði komumst við að þeirri niðurstöðu að píanóstóllinn og gulu ruslatunnurnar eru bestu kostirnir. Ruslatunnurnar gefa eftir og falla vel að sitjandanum og ekki skemmir fyrir að þær eru gular, sem er mjög róandi og fallegur litur. Við tókum viðtal við Jón Má, skólameistara MA, um þetta mál. Við töluðum að sjálfsögðu við hann í Kvosinni og báðum hann um að sitja í þrepunum meðan á viðtalinu stæði. Hann sagði að nokkrar tillögur kæmu til greinatil að aukaþægindi í Kvosinni en tvær stæðu upp úr. Þær væru að hafa sessur til að sitja á sem væru ekki gólffastar eða að setja dúk, álíkan þeim i íþróttahúsum, á gólfið. Sessurnar hafa þann galla að erfitt er að þrífa þær og.geta þær auðveldlega týnst en wkmmmm: ? t d ú k u r i n n einangrar vel og gefur nokkra mýkt. Einangrunin í dúknum kemur sér mjög vel þar sem engar hitalagnir eru í gólfi Kvosarinnar og telur Jón Már dúkinn því vera betri kost. Ekkert er þó víst um endurbætur á Kvosinni en skólayfii-völd vinna nú að kostnaðaráætlun. Skólameistari segir að þónokkrar kvartanir hafi borist sér en þó aðallega vegna kulda í Kvosinni sem hann telur að berist niður þegar hurð í andyri er opnuð. Eftir viðtalið spurðum við Jón Má hvernig honum þætti að sitja í Kvosinni. Hann sagði að það væri frekar kalt og einnig nokkuð óþægilegt að sitja. Viðtalið tók aðeins um 7 mínútur. Sitjir þú í Kvosinni við lestur blaðsins leggjum við til að þú standir upp sem fyrst og nuddir á þér rassinn til að forðast varanlegt rasssæri. - Bjarki Þór Þorkelsson og Styrmirr Erlingsson Kvosin í tölum: 598,7 ma Ilámarksjjölili: 600-700 manns Byggingarár: 1996 ISoró: 15 Stálar: u.þ.b. 50 Höimun: Páll Tómason og Gísli Kristins- son, Arkitektarstofan Grófargili. Byggingarverktaki: SS byggir Barkettegund: Stafaparket, gegnheil rauó eik, 19 mm þykkt. Fiskabeinsmynstur. Dúkur: 2,5 mm línoleum dúkur Hvernig finnst þér Kvosin? Lilja, t-A Of hörð, óþægileg og ísköld. Vilhjálmur, í-H Hörð og með óþægilegum járnbríkum á hornunum. Þaö væri mjög gott að fá púða. Guóný og Linda, 4-G Hún er mjög óþægileg. Maður er alltaf með náladofa í rassinum og gólfið er alltof kalt. Við viljum sófa! Óskar, VMA Mjög góð. Ég kem alla leið úr VMA til að sitja í henni. Hófí, 3-A Ömurlega hörð, þröng og allt of köld.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.