Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 25

Muninn - 01.11.2004, Blaðsíða 25
í fornöld voru gerðar margar tilraunir til að fylgjast með því hvað tímanum liði á nákvæmari hátt en að einfaldlega fylgjast með gangi sólarinnar. Egyptar og Forn-Grikkir notuðu vatnsklukkur að einhverju marki, en þær voru frekar ónákvæmar og það var ekki fyrr en á miðöldum sem tiltölulega nákvæmar klukkur komu fyrst fram svo vitað sé. Seinna komu fram tækninýjungar sem hjálpuðu mjög við nákvæmnisstillingu klukkunnar, svo sem pendúllinn á sautjándu öld. Nú á dögum er tækni fyrir hendi sem gerir manninum kleift að búa til klukkur sem ganga á mjög stöðugum hraða í mjög langan tíma og þar sem næstum allir heimshlutar búa yfir þessu undraverki gerir það jarðarbúum kleift að samræma aðgerðir sínar hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Auðvitað er samt ekki hægt að halda því fram að allar klukkur séu nákvæmar og fáir menn vita hvað klukkan er nákvæmlega hverju sinni, þ.e.a.s. samkvæmt opinberum ríkjandi heimstíma og í sumum tilvikum viðeigandi staðartíma. Þá er algengt að námunda. Eitt af þekktustu vandamálunum við að halda klukkum nákvæmum eða jafnvel bara samstilltum er að þær ganga ekki allar jafnhratt. Á stöðum þar sem margar klukkur eru, liggur meiri vinna og fyrirhöfn í að halda þessum tímamælingatækjum rétt stilltum og gangandi. Gott dæmi um þannig stað má nefna Menntaskólann á Akureyri. Stundum hefur borið á því að tímaskekkju gæti milli klukkna skólans svo um munar. Handbendi Munins fór í leiðangur um skólabyggingarnar og kannaði stöðu klukknanna. Fyrirspurn leiddi í ljós að þær væru stilltar í byijun hvers skólaárs og ætti því misræmi ekki að vera orðið mikið þegar svo stutt er liðið á skólaárið sem raun ber vitni. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti að Casio tölvuúr var stillt nokkurnveginn nákvæmlega (±1 sek.) eftir heimstíma samkvæmt heimasíðunni www.time.gov. Þar gat handbendi Munins valið tímabeltið UTC (Universal Coordinated Time = samræmdur alheimstími), en það er tímabeltið sem ísland tilheyrir. Tíminn á þessu ágæta heimstíma-Casio-tölvuúri var svo borinn saman við hverja klukku í MA og var tekið tillit til þess hvar stóri vísirinn (mínútuvísirinn) var staddur á meðan tölvuúrið sýndi slétta mínútu - því sekúnduvísirinn reyndist oft ómarktækur - og áætlað hvað viðkomandi veggklukka sýndi. Ef tölvuúrið sýndi 17:30.00 og veggklukka sýndi 17:31.45 (sekúndur námundaðar eftir stöðu mínútuvísis) var skekkjan áætluð +2 mínútur, því 17:32 er líklega það sem flestir myndu segja að tímanum liði sæju þeir viðkomandi klukku. Á heildina litið má segja að skólaklukkurnar hafi komið nokkuð vel út úr þessari könnun, en títtnefnt handbendi Munins ákvað að skekkjumörk skyldu vera 2 mínútur. Af aðalbyggingunum þremur komu Hólar best út, en þar var engin klukka með meira en mínútu skekkju utan einnar. H6 reyndist þar svarti sauðurinn, þremur mínútum á undan. 14 klukkur fundust samtals í Hólabyggingunni og þar af voru ijórar skráðar skekkjulausar. Þær leyndust í Hi (Gettu betur-stofunni), H4, H5 og á kennarastofunni. í byggingu Gamla skóla voru kannaðar 20 klukkur og þær voru allar innan skekkjumarka. Réttu klukkurnar reyndust fimm , þ.e.a.s. gangklukkan, G15, G26, G27 og fundarherbergið (fyrrum skrifstofa Tryggva Gíslasonar). En merkileg staðreynd er að klukkurnar í G28 og setustofu 2 (vestari setustofa af tveimur) á kaffistofu kennara reyndust þær einu í skólanum sem voru á eftir (-1 mínúta). Niðurstöður í byggingu Möðruvalla voru að nokkru leyti sérstakar. Þar var t.d. sú klukka sem lengst var frá réttum tíma. Syðri tölvustofan (M9) á heiðurinn af henni, en hún var heilum 7 mínútum á undan Casioúrinu, og fylgdi M3 fast á eftir með 5 mínútna forskot á heimstíma. Annars voru Möðruvallaklukkur almennt ásættanlega stilltar, en breytist það snarlega séu klukkurnar í Muninskompunni teknar með. Þar héngu tvær klukkur hlið við hlið þegar könnunin var gerð, og voru báðar afspyrnuvitlausar. Sú vinstra megin var 4 tímum og 53 mínútum á undan (eða 7 klukkustunum og 7 mínútum á eftir en erfitt var að áætla hvor raunin var, svo valinn var sá tími sem var nær), og sú hægra megin var 2 tímum og 17 mínútum á undan (eða 9 tímum og 43 mínútum á eftir) en hún hefur mætt réttri klukku á 1 tíma og 8V2 mínútu því hún gengur afturábak. Á Möðruvöllum voru 15 klukkur kannaðar (17 ef Muninsklukkurnar teljast með) og af þeim töldust 3 réttar. Með því að taka skekkju hverrar klukku og deila með klukknafjölda fann handbendi Munins meðalskekkju sem reyndist vera 1,14 mínúta í öllum skólanum. (49 klukkur, samtals 56 mínútna skekkja). Sundurliðuð meðalskekkja er sem hér segir: Möðruvellir: 1,73 mín. (15 klukkur, samtals 26 mínútna skekkja) Gamli skóli: 0,90 mín. (20 klukkur, samtals 18 mínútna skekkja) Hólar: 0,86 mín. (14 klukkur, samtals 12 mínútna skekkja) Af þessu má álykta að náttúrufræðibrautarnemar og aðrir sem eyða mörgum tímum á viku í húsi Möðruvalla séu liklegri til að áætla tíma vitlaust en mála- og félagsfræðibrautarnemar og aðrir sem eyða mestum tíma sínum á Hólum og í Gamla skóla. Erfitt myndi reynast fyrir handbendi Munins að komast að því hvort þessi munur sé sjáanlegur á mætingamynstri nemenda mismunandi brauta, því gögn þar að lútandi eru aðeins ætluð hlutaðeigandi. -Benedikt Víðisson 2!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.