Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 3
XXI. ár. Reykjavík, maí 1I>32. 5. blað. »Tígra-Sahib« Eftir Robert Barton Frægð getur átt merkilegar orsakir. Margur maður sækist eftir frægð, einni eða annari, en getur orðið af henni, þeg- ar minst varir, því að vonir bregðast. Aftur verða aðrir frægir á svipstundu, þó að þeir hafi ekkert til þess unnið og- sæk- ist ekki hið minsta eftir því. Um það get ég talað af eigin reynd, því að ég er einn af þessum slembi-lukku- mönnum. En þótt ég skeytti ekkert um þá frægð, þegar hún kom yfir mig, þá get ég nú, orðinn eldri og vitrari, metið mik- ils það heiðursnafn, sem Indverjar í sveita- þorpi gáfu mér og kölluðu mig: Tígra- Sairib (Sahib herra, drotnari). Fg hafði dvalið þriggja ára tíma á Ind- landi og var altekinn af heimþrá. Mér fanst Indland vera sá staður í heimi, þar sem ég sízt vildi dvelja. Mér leiddist lofts- lagið, leiddist landsfólkið, leiddist yfir- leitt, hvað alt var þar mörgum öldum á eftir tímanum. Mér leiddist alt. Pað var aðeins eitt, sem hélt mér uppi, að ég færð- ist með hverjum degi nær því marki, að ég mætti hverfa burt þaðan og heimleiðis. Ég átti að vera þar 5 ár, en 3 voru liðin, og það var einmitt um þær mundir, sem frægðin kom yfir mig eins og þjófur á nóttu. Pað kom sjaldan fyrir, að villidýr gerðu okkur fælingar, þessum fáu Norðurlanda- búum, sem þarna áttum heima. En ein- mitt um þessar mundir tók áræðið og blóðþyrst tígrisdýr að herja þorpið. Pað kom því nær á hverju kveldi, er dimt var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.