Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 10
72 HEIMILISBLAÐIÐ ÖRLÖG RÁÐA Skáldsaga eftir H. ST. J. COOl'Elt. Belmont var alt þetta fyllilega ljóst, og hann hugsaði u.m það með sárri gremju og trega, að milli hans og manns þess, er lá við hlið hans var enginn minsti snef- ill af samúð eða vináttu, ekki einu sinni kunningsskapur né traust. Innst í hjarta sínu hafði Belmont dýpstu fyrirlitningu á Giles. Hann vissi vel, að maðurinn var mjög lélegui- náungi og hin mesta bleyða. Og á hinn bóginn hataði Giles Belmont heitt og innilega, og jókst það hatur með degi hverjum. Nú var það meira en nokk- uru sinni áður. Hann hafði ekki gleymt því, er hann hafði séð fara fram milli Belmonts og Elsu. Stundirnar liðu hver á fætur annari, og ennþá lágu þeir í sömu stellingum og biðu. Giles tók smásaman að verða von- betri. »Það hlýtur bráðum að fara að daga,« hvíslaði hann, »þégar fer að birta, þá er ... .« Belmont þreif í handlegginn á honum. Hann hafði heyrt, eða ímyndaði sér, að hann hefði heyrt eitthvað. Honum var auð- vitað ljóst, að þetta gat verið misheyrn. Það gat vel hafa verið vindurinn, sem jókst ætíð rétt undir morguninn, og var nú tekinn að bæra pálmakrónurnar neðra í kjarrskóginum. I næturkyrðinni heyrði hann vindþytinn alla leið upp í skútann. Ef til vill hafði það verið brimniðurinn, sem vindurinn hafði borið upp til þeirra. En hvað sem öllu þessu leið, urðu þau að vera vör um sig og taka vel eftir hverju hljóði. »Hægan,« hvíslaði hann. »Hlustið vel eft- ir! Verið tilbúinn að skjóta, undir eins og ég hleypi af, ef — ef það reynist nauð- synlegt.« Hann hnipraði sig saman fyrir aftan helluna og einblíndi út í myrkrið, en hon- um var með öllu ómögulegt að grilla nokk- uð. Nú heyrði hann aftur eitthvert hljóð, og nú hefði hann þorað að sverja, að eitt- hvað hefði hreyft sig úti í klettaskorinni. Og þó gat hann ekki verið hárviss 11,11 þetta, til þess var hljóðið of dauft. »Kling-klang!« Þar létu bjöllurnar a í einu Lil sín heyra — örgrant og d&u aðvörunarhljóð, en samt nóg til þess, a_ á því lék enginn vafi, að nú voru r?11, ingjarnir á ferðinni. - Belmont var 11 eigi framar í neinum vafa. »Skjótið í brjósthæð,« hvíslaði hanO- Hann hleypti af rifflinum og í sanja vetfangi kvað við dauft hljóð utan 1,1 gjótunni. ^ Giles skaut eins og óður væri eitthva út í bláinn. Það var eins og hann heí( alveg geng'ið af göflunum. »IIægan, hægan!« sagði Belmont. »Spal' ið skothylkin, engin blindskot! Skjótið.et' við hljóð og ósk' hásar, hraeðn skræktu í sl' rot' og Og ir hljóðinu, en stöðugt og rólega.« Belmont skaut á ný — aftur og aftul' Skot hans féllu reglulega og nákvaem; svo ætla mátti, að hann hefði skotið 1 ákveðið mark í hvert sinn, en ekki —- elllS og það var þó í raun og veru — að han| hafði enga hugmynd um, hvar skotið lem1' Utan úr gjótunni kváðu ur, hvert á fætur öðru, legar raddir skvöldruðu fellu. Næturkyrðin var á svipstundu Þ in af þessu hræðilega öskri, sem nísti marl11 gegnum merg og bein og- vísuðu kúlum Belmonts leiðina. Það var eins og yy1 sjálft hefði slept lausum öllum sínum al' um frammi í þröngri klettagjótunni. »Hægan, hægan, maður!« skipaði Be*' mont, »í hamingjunnar bænum bruðh ekki með skothylkin.« Ræningjarnir voru lagðir á flótta. I’6,11 ultu hver um annan þveran og yfir h;1 félaga sinna af asanum og írafárinu, ti þess að forða sér undan skothríðinni, sem buldi á þeim utan úr myrkrinu. Á meðaU Belmont heyrði nokkuð til þeirra, he* hann áfram að skjóta á eftir þeim, rólega og ákveðið eftir svo nákvæmu miði, seiu frekast var unt að áætla. Hann sá ekkei’t frá sér, en hann heyrði til þeirra og skallt eftir hljóðinu. Giles var hættur að skjóta-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.