Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 6
68 HEIMILISBLAÐIÐ ieyst utan af því, og- síðan hefði það drukn- að með þeim hætti. Marg't mætti fleira segja. En það næg- ir að segja það, að það var tilviljun, sem ávann mér þessa óverðskulduðu frægð, sem ég' sóttist ekki eftir, og- það var að heita Tíg-ra-Sahib. Pegar ég vai' kominn út í fljótið, þá hafði ég dregið tígrisdýrið með mér í land. Síðan hrópaði ég, þang- að til Indverjar nokkrir komu frá þorp- inu. Svo barst ég- í hópi þeirra í morgun- skímunni inn í þorpið. Indverjarnir héldu tígrinum hátt á lofti yfir höfði sér, frá sér numdir af fögnuði, og hrópuðu: »Tígra- Sahib! Tígra-Sahib!« og lagsmenn mínir tóku mér með árnaðaróskum. ---■—gi ----- Pað er til skringileg saga um pad, hversu Mark Twain komst yfir sína fyrstu dollara. Hann fékk þá ekki fyrir neina af bók- um sínum, sem hann varð síðar frægur fyrir. Nei, hann fékk þá með því móti að gera að gamni sínu, en það gaman var blandað svikum. Hann var að reika um göturnar í Chicago, atvinnulaus og- eitt- hvað út í bláinn. Veit hann þá eigi fyr til en rakki einn rennilegur og fríður labb- ar við hliðina á honum og fylgir honum áleiðis. Fám mínútum seinna gengur lög- reglustjóri í veg fyrir Mark Twain og bið- ur hann að selja sér hundinn. »Hví ekki það?« svaraði Mark Twain með mestu spekt. »Þér getið fengið hund- inn hjá mér fyrir þrjá dollara.« Lögreglustjóri fékk Mark Twain orða- laust þrjá dollara, er hann tók upp úr vasa sínum. Þegar þessi kynlegu kaup voru nýgeng- in um garð, þá var að nýju yrt á Mark Twain. Þetta var maðurinn, sem átti hund- inn fallega, sem Mark Twain seldi, hafði hann strokið frá honum. Hann spyr, hvort Mark Twain hafi ekki séð hundinn? Pa þótti Mark Twain nú heldur bera en ekk' vel í veiði. Hann sá, að hér gat hann grsétt dollai-a með heiðarlegu móti. »Ef þér vilj" ið bíða hérna dálitla stund, þá skal eg hafa upp á hundinum fyrir yður,« sagð' Twain. Aðkomumaður lét sér það vel Hka- Twain stökk nú, eins og kólfi væri skotið á leið til lögreglustjóra. Og- loks er hann náði honum, þá sagði hann: »Látið þer mig fá hundinn aftur, ég sárbæni yður, látið mig fá hann aftur. Pér. getið feng'ið aftur peninganá yðar. Mér er hundurinn svo kær, að ég get ómögulega án hans bt' að. Lögreglustjóri komst við af þessu ást- ríki hans á hundinum og svo létu þeU’ kaupin ganga til baka. Twain varð nú gi'át- glaður og skundaði með vininn sinn fer' fætta til eigandans allur ljómandi af fögn- uði. Fögnuður eigandans varð þá eigi niinm og í gleði sinni yfir því að hafa fengið hundinn aftur, þá gaf hann Mark Twain fyrst vænan teyg' af brennivíni og' svo þar á ofan 6 dollara, sem hinn ráðvandi finn- andi, Mark Twain, áskildi sér í fundar- laun. ------»> <-> <•-- „KRISTILEGT BÓKMENTAFÉLAG“ Flestir kaupendur Heimilisblaðsins munu hafa fengið »ávarp« frá þessu ny- stofnaða félagi, þar sem þess er farið a leit, að menn gerist styrktarfélagar þesS’ svo það geti hafið starfsemi sína. Treyst- um vér því, er þetta félag höfum stofnað, að menn sjái hve nauðsynin er brýn, að leg'gja nokkuð á sig, til þess að geta styrkt þetta þarfa fyrirtæki. Ekkert göfugt verk vinst án fórnar. Sýnið nágrönnum yðai’ bréfið! Safnið áskrifendum. Sendið svar sem allra fyrst. .7. IL -----■*> <•> <•-- »Þú prjónai' óvenjulega hart núna, Sigga niír- - »Jú, 6g er að herða mig við að klára sokkinii, áður en bandið er búið.«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.