Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 71 Níu alda afmæli Grettis. ®ss eftir fimbulvetra, mun örðugt sögu’ að trúa, 1 útlegð sinni G r e 11 i hve lengi tókst að búa, Ur> eftir þenna vetur, og átján vetra líka, e‘ auðvelt sögn að skilja um hetju dáðaríka? horft að högum Grettis með hætti þessum verður, ej hoildardráttur þáttanna sennilegur gerður. Vl eitt er víst: hinn glámskygni Grettir hefir lifað. glefsa vil lil minnis í það, um hann er skriíað. ^ ah langar margan til þess, að lýsa fjörhests gangi, lipru telja sporin, svo töltið hug vorn fangi. ^11 Htið mun ég kveða, um löngu frægða spretti, en líta mesl á vandann, er hvíldi’ á sekum Gretli. tJU sekur yrði fundinn, til sektar hafði’ ei unnið. n saklausan féll dómur, því skipshöfn haföi brunnið, ei' oflátungar nokkrir í ölæði sér fóru. Aí örvitanna vangá oft hlutust slysin stórul Hann Grettir var ei vargur, en vini átjti marga, er veittu sekum trygðir, svo lífi mátti bjarga. ^ar Gretti á við: aflraunir unnar, frægstu sigra, Sl> aðdáun og beininn, er Þórbjörg veitti digra. Þótt mikið væri’ ’ann dáður, af konum jafnt sem köllum, Ulenn kendu honum vanhöld, er refir unnu’ á fjöllum, °S níðskum kögursveinum stóð nöpur ógn af íundum. Hann neytti þess, að láta þá kenna’ á sér á stundum! dvaldi’ ’ann huldu höfði, i höföinglyndra skjóli, 611 hírðist annað veifið í þröngu kletta-bóli. ®n staddur meðal manna, hann valdi svör sín vilur, °S viðeigandi hvert sinn, þó stundum æði bitur. ^ar ungur sagður ódæll, og á þar marga nafna, 611 ekki marga llka, að frægð og sögu jafna. Wenn trúa því, á aflinu einu’ ’ann hafi flotið, sem örskamt mundi dugað, ef vits ei hefði notið. Var gunnteifur og fyndinn, þótt fyrir sæti hætta; með fáryrðum né gremju ei taldist sök fá bætta. Þótt tylti á tæpu vaði, sneið tungan orða-speki; hann treysti: viti’ og hreysti, sem fáir eftir léki. Og myrkfælnin er vottur um gott en geðhrært hjarta; ei gat til lengdar unað við heljardinnnu svarta. Hann átti hærri hyggju, er heimtar ljós og varma. Hann hætti tvisvar lifi, á sundi, eftir bjarma. Ef verðskuldað ei hefði, svo heitrar ástar móður, og hennar bæna’ ei notið og fórnar ágæts bróður, er hætti lífi’ í útlegð, síns hlýrans dýra’ að gæta; ei hefði Grettir minning sér gelið líkt eins mæta. Vér böfum tregað Gretti og nauð hans níu aldir, en nánda nærri eru ei minnisdagar taldir. Því lengi munu spakmælin sprikla fólks á vörum, er spjátrungurinn Grettir oft beitti’ í kátum svörum. Af fótum ráða Gretti, ei fært var: einum, tvennum; hann fullyrti það sjálfur, að ekki veitti’ af þrennum. En stundum hrausta hendir, að hnjóta’ á völubeini, og hlutskifti varð Grettis, að deyja í- fótarmeini. Þótt Grettir yrði unninn, hann eigi skulum saka; sú öld, sem var hans bölið, hún kemur ei til baka; en það sem gott um Gretti, og gamans til má skrifa, það getur trauðla farist; því ætlað er að lifa. Því geymum Grettis-lundu, og Grettis-þrek og vitið, þá getum marga hættu með opnum sjónum litið. Þyf forðumst máttu myrka, en mátta kærleiks njótum, svo megnum lengst að standa á heilum eigin- fótum! l’áll Jónsson, frá Hjli.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.