Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 8
70 HEIMILISBLAÐIÐ Hún sótti um stöðu við barnaskóla- í Stokkhólmi og' fékk hana, og þeirri stöðu hélt hún í nítján ár. Staða sú var að mörgu leyti vel fallin til að þroska og glæða kærleiks- og mann- úðartilfinningu Ellen Key. Par gat hún að nokkru leyti svalað þrá sinni, að leiða og laða sálir þeirra úngu á braut, sem hinn þroskaði andi hennar sá hylla fyrir í fram- tíðinni. En þó skólakensla ætti vel við hana, þá var samt ýmislegt, sem kastaði skugga á lífsgleði hennar um þetta leyti. Hún hafði verið alin upp úti í sveit, þar sem landrými e.r nóg- og loftið hreint og heil- næmt, og ró og fegurð náttúrunnar lað- aði hana að sér. I umhverfi því sem hún átti heima í Stokkhólmi, var þröngt, hús- in lítil og loftill, konurnar fölar og þreytu- legar, börnin smá, rifin og óhrein, og mennirnir niðurdregnir af látlausum þræl- dómi. Alt þetta hafði mikil áhrif á Ellen Key, og hana sárlangaði til þess að hjálpa, og þegar hana langaði til einhvers, þá neytti hún allra orku til þess að fá því íramgengt. Hún tók því að tala um fyrir húsmæðr- unum í umhverfi því, er hún bjó í, kallaði þær saman á fund og brýndi þar fvrir þeim nauðsynlegustu breytingar. Pessir málfundir hennar urðu brátt vinsælir og urðu fjölmennari, eftir því sem þeim fjölg- aði. Konurnr fundu til samúðar Ellen Key, og mál sitt flutti hún með því afli og' á- huga, einlægni og' einbeitni, að bæði menn og konur tóku mál hennar til greina. Aðal kjarni máls hennar þá, og ætíð síðan, var staða konunnar og' velferð barn- anna. Á því tvennu, sérstaklega þó á því síðara, fanst henni að öll velferð mann- félagsins hvíldi. Mælska og alvara sú, sem Ellen Key átti yfir að ráða, spurðist víða um, og fór hún bráðlega að flytja fyrir- lestra um áhugamál sín víðsvegar um land- ið, og þótti alstaðar mikið koma til henn- ar. Árið 1896 mætti hún á þingi kvenna, er haldið var í Kaupmannahöfn, og komst þar svo í kast við leiðandi kvenfrelsisk°n' ur sinnar eigin þjóðar og annara Evropn' þjóða, að hún varð að flýja land sitt o£ fara til Pýzkalands. Á þeim árum börðust kvenfrelsisleiðtog' arnir. harðlega fyrir pólitísku jafnréth kvenfólksins við karlmennina — að konu ættu að fá jafnrétti við þá, ekki aðeins við atkvæðisborðið, heldur líka til enl' bætta og iðnaðar-þáttöku. Við þessa embætta-póltík kvenfrelsiS' kvennanna gekk Ellen Key í berhögg a fundinum, og flutti þar erindi, er hun nefndi: »Að misbjóða kröftum konunnar.4 Hún bar þar upp á leiðtoga kvenfrelsis- hreyfingarinnar á þinginu, að þær í ákafn sínum gleymdu aða.1 ætlunarverki konunU' ar, því, að vera móðir. Fordæmdi með öHu ákafa þann, sem fram væri að koma h.ln kvenfólki, til þess að þrengja sér inn 1 verkahring karlmannanna, og' benti á, a^ þjóðirnar mættu aldrei missa sjónar á þvl’ að skylda konunnar væri móðurskyklan. Á þvi, sem nú er sagt, geta menn séð> hvers vegna allir hlustuðu, þegar Ehe11 Key talaði. Ein á móti hundruðum, me^ eld sannfæringarinnar í hjarta, stóð hul1 á þessu þingi og ávalt síðan. Hún átti ekk> silkitungu hræsninnar, sem smjaðrar fyr' ir mótstöðumönnum á sama tíma og' hun reynir að blíðka skap meðhaldsmann- anna. - Málefnið var henni alt, og hun skar þar aldrei framan né aftan af, held' ur flutti beiskan sannleikann, eins og hun sá hann, ungum og gömlum, æðri jaf^t sem lægri, án nokkurs tillits til þeSS’ hvort hann kæmi sér vel eða illa. Og Þar| er naumast hægt að segja, að sumt a* málefnum þeim, sem hún barðist fyrl1, væru vinsæl, að minsta kosti ekki í mann- félagi, þar þúsund árasiðvenjur réðu. Hjónabandið var ein af þeim stofnun- um, sem hún réðist á, á þann hátt, að hrláa því hiklaust fram, að hjónabandið, þótt það væri landslögum samkvæmt, væri sið' ferðislega rangt, ef það væri ekki stofn- Framhald á bls 79.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.