Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 16
78 HEIMILISBLAÐIÐ mont var algerlega rólegur. Hann hafði sætt sig við örlög sín og falið forsjóninni alt sitt ráð. Nú hafði hann gert alt það, er í hans valdi stóð, og meira var eigi hægt að krefja. Hann velti sér yfir á hægri hliðina, svo að hann sneri nú andlitinu í þá áttina, sem óvinanna var von, reis svo hægt upp við olnboga og beið. Kyrðin var svo átakanleg, og ræningj- arnir komnir svo nærri honum, að hann gat greint andardrátt þeirra. Nú höfðu þeir numið staðar allra snöggvast, af einhverri ástæðu. Ef til vill voru þeir hræddir um, að búið kynni að vera að festa einhver hringingartæki á öðrum stað. En nú mjökuðust þeir áfram á ný — nær og nær. Og þó Belmont gæti ekkert séð, hefði hann samt getað sagt nokkurnveginn ákveðið, hve mörg fet og þumlunga ræningjarnir væru frá honum. Þeir skriðu áfram með stökustu var- kárni, enda höfðu þeir lært af reynzlunni og henni dýrkeyptri. Þeir gátu ekki vitað, hvar og hvenær þeir myndu reka sig á nýjar og óvæntar tálmanir, er komið gætu upp um þá, og þeir vissu einnig, að hverju minsta hljóði, er bærist frá þeim inn til klettaskútans, myndi verða svai-að með dynjandi kúlnahríð gegnum myrkrið. Varfærni þeirra og mjúkleiki var dæma- laus. Belmont gat ekki látið vera að dázt að þeim fyrir kænsku þeirra og lipurð, er þeir beittu svo snildarlega á þessari afar hættulegu myrkraferð sinni. Alt í einu kom einhver við fótinn á honum. Það var maður, sem skreið yfir hann. Þessi náungi hélt bersýnilega, að það væri lík, sem lá hérna, og skreið við- stöðulaust áfram án þess að gefa Belmont nokkurn gaum. Belmont hreyfði sig ekki og hélt niðri í sér andanum. Hann fann til þunga mannsins, sem skreið yfir hann, og heyrði greinilega andardrátt hans, er hann mjak- aðist áfram. Belmont beið ennþá augnablik, unz hann varð þess var, að maðurinn var kominn nærri því yfir hann, þá beygði hann sig ofurlítið, hleraði eftir másinu í mannin- um, og svo skaut hann. Hann hafði áætlað náikvæmlega. Mað- urinn þyngdi alt í einu á hann og hneig svo niður yfir hann. I sama vetfangi kvað við kúlnahríð innan úr skútanum, svo dundi í loftinu. Ræriingjarnir stöðvuðu allra snöggyaS“ árás sína. Nokkrir þeirra féllu, aðrir námu staðar augnablik eða svo, og hentust sý0 áfram með ópum og óhljóðum, er greinl’ legar en alt annað færðu Belmont sönnul á, hvíh'kir erkidjöflar það væru, er hal111 átti í kasti við. Belmont lá framvegis í sömu skorðuþ1' fram á hægri olnboga. Hann hafði teK>c marghleypuna í vinstri hönd sér og skaL1 nú hverju skotinu á fætur öðru, unz vopj1' ið »klikkaði«, og skildi hann iDað, að 0 skothylkin voru tæmd. Af hljóðum og stuu' um rétt hjá sér, gat hann sér þess t> > að þrjú eða fjögur skotin hefðu hitt. Nú gerðist áköf árás, eins og Víti sJa , væri af göflum gengið. Kúlurnar hvinu loftinu. Púðurreykurinn fylti klettaskoi' una, þar sem ræningjarnir þeyttust- fran1 og aftur og hnutu og hrösuðu hvað efþ annað um lík félaga sinna, er lágu á lel þeirra. Þeir hnutu einnig um Belmont oS héldu, að hann væri einn hinna föHr,u' Hásar, gjallandi raddir kváðu við urn’ hverfis hann með hrópi og köílum. Stunuo öskur, óp og væl bergmáluðu í þrengs - unum milli hárra klettanna. Giles og Elsa skutu með jöfnu mill>hlU' Belmont gat hæglega greint smellina a skotum þeirra frá skotum þeim, er að uta’1 komu. En honum var ljóst, að þau gat ekki haldið skothríð þessari áfram neilia skamma hríð. Þau höfðu nú aðeins fáein skothylki eftir, og nú voru nokkrir r3311 ingjanna á rás í áittina til skútans. Litlu síðar slotaði skothríðinni, sk°tin urðu strjálli og loks kom eitt einstak skot, er all löngu síðar var svarað meC öðru skoti, og svo varð algert hlé. . , Belmont stökk á fætur. Hann þótt,s^ viss um, að maður sá, er fallið hafði ota á hann, hlyti að vera vopnaður. Ha1111 leitaði því á líkinu og fann skammbyssU' Nú var dagsbrún að byrja. Himillin hafði áður verið biksvartur á lit, en to nú að grána. Belmont þreif um hlaupið á skam111' byssunni og flýtti sér í áttina til skútam til Giless og Elsu, sem láu nú innan v,c skjólgarðinn. Hann sá nú og greinile8a nokkra menn, er héldu í sömu átt og hanm og hann skildi til fullnustu, hve háskaleS’a þau tvö í skútanum voru nú stödd, og 0 skotfæri þeirra voru nú þrotin. Gue mundi tæplega hafa karlmensku og huk' rekki til að hætta sér í einvígi. Frh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.