Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 10
ð HEIMILISBLAÐIÐ r ◄ 4 4 4 4 4_ Lára. Sagfa ungrar stúlku. Eftir Vilhelm Dankau. Bjarni Jánsson þýddi, f ► ► ► ► ► I. Það hafði lengi verið á orði, að ungfrú Lára Jörgensen færi um hríð úr föðurgarði. Lára var um tvítugt að aldri og hafði alt til þessa verið heimasæta; var svo látið heita, að hún væri að létta undir með móður sinni; en þegar betur var að gáð, þá var það öðru nær. En móðir Láru lagðist á móti þvi, að hún færi að heiman; hún var treg til að sleppa henni, því að hún var einkabarnið þeirra. Faðir Láru var farandsali stórverzlunar nokkurrar og var því sjaldan heima; þess sáust líka glögg merki á heimilinu. Frú Jörgensen var hvorki þrifin né reglu- söm kong. Húsgögnin voru i sjálfu sér af- bragðsgóð; en bæði voru þau orðin upplituð og á þeim sat rykið sí og æ; mátti af þvi sjá. að þeim var lítill sómi sýndur. Heimilisstjórninni var líka í mörgu ábóta- vant. Ekki var þar um neina ákveðna mat- málstima að ræða og til rekkju gengu menn og fóru á fætur alveg af handahófi; á þvi var engin regla. Lára var farin að veita þessum óþrifnaði og óreglu eftirtekt og langaði því til að fara að heiman. Engin studdi málstað hennar af meira kappi en faðir hennar; það eitt var honum fyrir öllu, að hún fengi góða vist og ljúft var honum að láta riflega meðgjöf fylgja henni. En hvar var nú slíka vist að fá? Lára var ekki vönd að vistum, enábænda- heimili. vildi hún ekki fara, og um það var faðir hennar henni sammála. Nei, á prestsetri vildi Lára helzt af öllu vera. Sama vakti fyrir föður bennar. En hvaða prestsetur átti það þá að vera? Faðir hennar hét henni að gera sitt fil að auglýsa það i blöðunum. Og þeim bauðst fjöldi vista; þau fengu hvert bréfið af öðru. Flest voru tilboðin fá- orð og blátt áfram, eins og hver önnur við- skiftabréf, en þö mátti finna eitthvað í sum- um þeirra, sem var eins og komið frá heimi, þar sem Jörgensen var gagnókunnugur og hans fólk. Þau Jörgensens-bjónin höfðu al- drei kirkjurækin verið — aldrei stigið fæt* sinum í kirkju, nema til að láta skíra og ferma; að öðru leyti höfðu þau látið kirkj- una eiga sig. Sókninni þeirra hafði þrisvar sinnum ver- ið skift og tvær nýjar kirkjur verið bygðar, en ekki hafði það haft minstu áhrif á þa« hjónin; þeim kom aldrei til hugar, að sú nýbreytni næði til þeirra á nokkurn hátt. En þegar missiri var liðið eða svo frá þvi síðari kirkjan var vigð, þá var dyrabjöllunm einu sinni hringt hjá Jörgensen. Frúin gekk til dyra, en nærri lá, að bún stæði og yrði að steini, er komumaður kvaðst vera sóknarprestur þeirra, og væri nú kom- inn að beimsækja þau. Frúin leit í kring um sig vandræðaleg og vissi hvorki upp né niður. Það kom svo flatt á hana þetta, að henni gleymdist alveg að bjóða presti inn. »Maðurinn yðar er ef til vill ekki heima?* spurði prestur. »Já, hann er heima. Gerið þér svo vel " má — eg — ganga — á undan —«. Prestur gekk á eftir henni og hún vísaði honum inn i dagstofuna. Par var allkalt og óþrifalegt; þyktarlag af ryki lá þar á ölium stofubúnaðinum: legubekknum, borðum stól- unum, hljóðfærinu og stofulampanum. Frúin hvarf eins og elding inn í borðstof- una. Þar sátu þau enn yfir tilboðunum, Jörgensen og Lára. Pau sáu óðara bæði, að meira en lítiö var um að vera og Jörgensen varð að orði: »Hver þremillinn gengur á, kona? Pað er þó víst ekki húsbrotsþjófur, sem komiuo er?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.