Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Page 5

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ 69 Nýja Sj áland Eftir Jónas Sveinsson, Bandagerði I síðasta tbl. Hbl. gat ég þess að bráð- lega yrði hægt að fara til Nýja Sjá- lands í flugvél á 2—3 sólarhringum, þó má búast við að nokkur ár geti liðið þar til ferðir hefjast þangao, en það verður áreið- anleg-a í t ð þarra er nú vaxa; upp. Ég hefi að nokkru lýst veðurgæðum N. Sjálands, þó má bæta því við, að þrátt fyrir að þar eru um; 5 milj. kýr og bændur marg- ir stórauðugir, eiga þeir þó ekki hús yfir kýrnar, það eitt ætti að vera næg sönnun þess hversu tíð er þar indæl og hversu mikill miunur er á tíð- arfari þar bg hér, þar sem þarf að gefa kúm inni í 9 mánuði cg varla er svo gott, þótt í júlí sé, að óhætt sé að hafa kýr úti nýboirnar að nóttu til. Nýja Sjáland er eins og áður segir tvær afar s’órar eyjar, liðlega 2-t sinnum stærri en Islancl. Norðureyjan er 114 295 km2 eða mikið stærri en Island. Þar er stærsta borgin Auckland; þaðan liggur járnbraut suður til Wellington, og er sú leið c. 550 km. A þeirri leið er margt merk legt að sjá: Gjósandi hveri, fagra fossa, stöðuvötn og ár. Þar er eitt hið fegursta vatnsfall, fljótið Wanganui, sem, kallast hið helga fljór. Mariene (sjá mynd). Þar nokkru austar er bær, sem heitir Danavirki eða Hawkes Bay, bygður af dönskum innflytj- endum eftir 1872. Árið 1872 lét stjórn Nýja Sjálands seglskip, sem hét »Iiövding«, flytja þá sem vildu cg gátu farið frá Dan- mörku án endurgjalds til Nýja Sjálands. Með skipinu fóru 74 hjcn með 280 börn, 30 ungar stúlkur og' 25 ungir menn; skip- ið lagði út 12. maí 1872 og kom til Nýja Sjálands 20. sept. sama ár heilu og höldnu, án þess að svo m:kið sem eitt barn dæi á leiðinni, og tveim árum síðar, eða 1874,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.