Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ
29
meðal við svefni« — hvíslaði presturinn að
mér.
»Gekk ykkur ekki vel að aka hingað?«
»JÚ, þökk fyrir«, svaraði bóndinn; »ann-
ars átti ég fullt- i fangi með vinstri hryss-
una. Hún er svo rækalli baldin — og breyt-
ir æfinlega þvert. á móti því, sem henm
er sagt að gera. I gær voru telpurnar mín-
ar að aka með henni, og þá sagði ég henm
að fara hægt og gætilega; en þá, þaut hún
út á allt, sem fyrir varð, eins og eídur eim-
yrja værí undir löppunum á henni. I dag
langaði mig til að fara hratt* því að ég
stjórnaði henni sjálfur og ræð við hróið;
en þá ókst hún varla úr sporunum, hvernig
svo sem ég hvatti hana. En ég held, að ég
geti lagao hana til, ef ég hefi hana í tamn-
ingu. svo scm misseri enn þá:. Það er annars
undarlegt, — hún er allt að einu eins og
han,n Prestsrauður«.
»Já«, svaraði presturinn. Ég sá að hann
var fyrir löngu hættur að hlusta á Kjeld-
borg, og var alveg búinn að missa samheng-
ið; hann var með hugann langt í burtu.
»Já, presturinn varð annars fyrir ljótu
skakkafalli .með þann rauða. En þér áttuð
einn sök á því. Því spurðuð þér mig ekki
ráða. Ég átti einmitt. þá ágætan fola, s,em
ég ætlaði að selja. Þér hefðuð fengið hanr.
fyrir hálfvirði. En nú er ég búinn að selja
honum Marteini Jensen hann,«.
»Svo«, sagði presturinn og geispaði; og
það varð til þess, að ég fór líka að geispa.
Aset.ti ég mér því að leita ánægjunnar og
gleðinnar annarsstaðar. Ég sá að þeir herra
Hans og Korpus Júris voru sokknir niður
í eitthvert umræðuefni, og virtust ekki
gæta neins annars. Ég fór því þangað og
bjóst. við andlegri nautn og andlegri fæöu;
en þessi von brást mér hrapalega. Herra
Hans var nefnilega að lýsa fyrir Korpus
Júris öllum þeim dæmaiausu eiginleikum,
sem folinn hans Marteins Jensens, hefði til
að bera. Þegar ég var búinn að hlusta
þessa samræðu um stund, kom yfir mig sú
dæmalausa geispafreisting, að ég varð
nauðugur viljugur að fullnægja henni, For
ég þá enn af nýju að svipast um eftir
ánægjutilbreytingu — og lét Korpus .Júris
einan um hituna hjá herra Hansi.
Gamli var hyggnastur af okkur öllum:
hann sat, úti í horni, með bók og las í mestu
makindum. Reyndar fannsf mér athæfi
hans ekki sem allra gestristnislegast; en
hvað um það — hann undi sér vel. Nú fór
ég til kvenfólksins — þar hugsaði ég, að
ég gæti látið 1 jÓ.S mitt. skína, svo um mun-
aði. Andrea Margrét var að streytast við
að kalda samræðunum við; en það var víst
enginn hægðarleikur. Um leið og ég settist
við hlið hennar, leit hún kankvísiegá fram-
an í mig; og ég l:s úr augum hennar: »Nú
skulum við reyna hvað stúdentinn getur«.
Ég lagaði línkragann minn og bjó mig út
í brandasálma. Síðan byrjaði ég:
»Hafið þér séð nýja leikarann, sem öll-
um Kau mannahafnarbúum þykir vænst
um, sem stendur?«
Svarið var langt og kauðalegt »Ne-ej«.
»Þið hafið máske ekki komið til höfuð-
staðarins í vetur?«
»Ne-ej«.
»Þið farið máske ekki oft til höfuðstað-
arins?«
»Ne-ej«.
»Yður tekst ágætiega!« hvíslaði Andrea
Margrét, að mér. »Mér þykir þetta ákaflega
gaman. Mig hefir lengi langað til að sjá
»Nei-ið« leikið, og' nú er ég að fá ósk rnína
uppfylltax.
»Ekki er öll nótt úti enn«, hvíslaði ég að
henni aftur, og byrjaði að nýju:
»Þið bú.ið allt af í sveitinni?«
»Já«.
»Og þið unnið sveit,asælunni?«
»Já«.
»Það er líka oft sæla í borgunum, ekki
síður en í sveitunum!«
»Já«.
»Það er mjög erfitt að skera ur því hvort
er skemmtilegra«.
»Já«.
Mig fór að sárl,anga til, að ég væri kom-
inn til þeii’ra Korpus Júris og herra Hans.