Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Page 2

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Page 2
74 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Viðureign bóncla og risaamar. Það gerðist í Rudnik á Póllandi. Risaörn varp- aði sér skyndilega niður í sauðahóp og ætlaði ab fara að taka sig upp með ránsfeng sinn. En þú hljóp bóndi nokkur að, sem var þar í grennd ■ inni með staf í hendi og réðist á örninn. En þaö hefði hann aldrei átt að gera. Örninn reis óðara öndverður gegn bónda og hjó með sinu risaaefi í andlit honum, svo að hann féll blæðandi til jarðar. Á síoustu stundu bar þar að tvo iull- orðna sonu hans til hjálpar. Eftir grinnnilegan bardaga tókst þeim loks að drepa örninn. Milli víeogjabrodda á þessum risafugli var 2,5 metrar. 1 frumskóginum i Rudnik eiga risaernir heima; gera þeir mikina usla i húsdýrum bænda og bænd- um stendur geigur af þeim. 13000 krónum fleygt wt um glugga. 13000 krónur I góðum sæ.nskum seðlum hafa á einum sólarhring tekist furðulega ferð á hend- ur frá 1.—5. stofuhæðar I aða.lseigninni Engel- brechtsplan 1 Stokkhólmi. Dyravörðurinn þar vís- aði gömlum manni burtu frá tröppugangi eign- arinnar; öldungur sá skildi eftir böggul í 'brdn- um pappírs-umbúðum. Vikakona i húsinu i'ann seinna þennan böggul og fór með hann upp á fimmtu hæð og afhenti hann frúnni sinni. Frúin þreifaði á bögglinum, en opnaði hann ekki, fleygði honum svo út um gluggann og niður í garöinn. Þar fann vinnukonan h,ann morguninn eftir. Og af þvi að hún var forvitin, íor hún meö hanri upp aftur þangað, þar sem hún fann hann. i honum voru þá nákvæmlega kr. 12 817 og banka- bók með nafninu Andrés Persson. Það kom þá upp úr kafinu, að þessi Andrés Persson var gamali sérvitringur, sem allt af hafði búið við sult og seyru. Lögreglan er nú að leita að honum tii þess. að skila honurn peningunum. Nóittúruauðœfi Rúmeníu. Það eru engin undur, þó að Þjóðverja fýsist aö komast í nána samvinnu við Rúmena. Rúmenia er þriðja mesta olíuframleiðsluland í heimi — hin eru Bandarikin og Sovét-Rússiand. Hún er og annað mesta jarðgassland I heimi; hitt er Bandarikin. Meira en helmingi þess gass er breytt i gasolin. Kolatekja er fremur lítil; þó er þar all mikið af brúnkolum. Fremur er þar lítið um járn, svo að Rúmenar verða að flytja inn nokkrum sinnum meira járn en þeir geta framleitt sjálfir. Þar má finna mikið af manganrauða, zinkrauða, krómrauða og gulli og sjaldgæfir málmar, eir.s og molybden og vismut. Kopar finnst þar og silfur, kvikasilfur, grafit (blýantur), glimmer, Kalsiumfosfat, gips, kaolin og steinsalt og alu- minium (bauxit). Hélt niðri í sér andanum í 5 mínútur. Bretar eru nú að safna sér nýlenduher; hafa þá læknar þeirra nóg að gera, að rannsaka ný- liðana. 1 Nottingham hefir ungur maður komió s.vo flatt á læknana sem framast má verða. Hani' gat sem sé haldið niðri í sér andanum í 5 rnín- útur og 40 sek. og endurtók söanu þrautina rétt á eftir. Aldrei hefir slíkt komið fyrir áður í her Breta, og vakti þvi ungmenni þetta, Sheffieid að nafni, alls ekki venjulega athygli. Þetta loft- rúmtak lungna sinn.a eignar hann sjálfur sígandi tamningu á knattspyrnuvöllum og stökkbrautum. Nýtt og ægilegt hergagn. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn kváðu hafa fund- ið upp sprengikúlur margfallt öflugri en þær, sem áður hafa þekkst. Þau h.ergögn kváðu hafa verið notuð við áhlaupið á Bareelona á Spáni í vetur. Þær drápu allt, sem var innan við 0,4 kílómetra, geisla (radius). I þeim kúlum er sam- anþjappað loft, kol og einskonar olía. Flugvél handa 150 hermönnum. Hermannaráðið í Washington staðfestir, að smíðaðar hafi verið flugvélar, sem geta flutt 150 hermenn í einu. Douglas-verkmiðjurnar i Santa Monica i Kaliforníu hafa 100 flugvélar af þeirri gerð í smíðum. Þær get.a flogið 8000 km. milli þess, er þær lenda og meðalhraði 400 km. á klst. Þær eru búnar út með sprengjum. Álkan liöfö að lýsislampa. Vér, sem nú vöxum upp, erum orðnir því svo vanir að styðja á knapp á lampa til þess, að fá ljós, að oss finnst það alls ekkert fágætt. En s.vo auðvelt er það alls ekki hvarvetna enn. Þegar fyrstu olíulamparnir komu, þá þótti mörgum það líksst ævintýri. Og víða eru eigi aðrir lampar enn í dag en olíulampar. En fágætasti lampinn. er það sem Grænlendingar nota, þvi að þeir hafa álkuna að lýsislampa. Álkan er sundfugl eins og kunnugt er. Hún er svo digur og feit á hold, að hún má heita tóm fita. Eskimóar drepa álk- una, draga siðan mjög óbrotimi kveilc gegnum hana og kveikja á honum. Logandi kveikurinn bræðir fituna og sýgur hana upp i logann. Með þessum hætti bráðnar fuglinn að innan og loks brennur hamurinn lika.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.