Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÐ 77 jafnan með öðrum lit en á ytra boroi — er liturinn þar valinn í samræmi við ,sýn- ingarmunina á hverjum stað. .4 sýningar- svæðinu öllu mun vera um tvö hundruð nýjar byggingar. Er lögun þeirra, niðuv- röðun og útliti hagað þannig, að í sam- ræmi sé, svo sem mest má, verða, við hina. miklu stálkúlu að fegurð og tign, — en hún myndar miðpunkt sýningarinnar. Flestar eru byggingar þessar gluggalausar, en til þess að bæta upp fyrir það„ hvað útlitið snertir, eru allskonar standmyndir og mál- verk á veggjunum. Mun það hafa ráðíð nokkru, er byggingarnar voru reistar gluggalausar, að þannig vanst .meira pláss á veggjunum að inna,n fyrir sýningarmuni. Ljós og loftræsting er þarna Öll með vél- um gerð. Tilgangur sýningarinnar er gef- inn til kvnna með þessum einkunnarorðum: »Heims,byggivg framtíðarirmar. Fyrírheit komandi tíða, byggð á tcekni nútímans og reynríu hins liðna«. Þessi einkunnarorö eru túlkuð í öllu því sem fram fer í stálkúlunni miklu. Inngangurinn í völundarhús þetta, stálkúluna, sem telur átján hæðir, er 50 fet frá jörðu, og komast, menn þangaö rneð tveimur hreyfanlegum stigum. Við komum upp á hreyfanlegar svalir, sem fara, hring- ferð innan. hnattarins á hverjum s.ex mín- útum. Af þessum svölum sjáum við fyvir neðan okkur liringsýn mikla, sem næi- út að sjóndeildarhring á allar hliðar. Þeita er heimsborg framtíðarinnar, sem kallast »Lýðræðisborg« (Democracity). Sézt þarna fagurt landslag, breiðir þjóðvegir, skraut- leg stræti, reisulegar byggingar, brýr og vötn. Allt er þetta mótaö í smáum stíl, en hefir þó einkennilega raunverulegan blæ. Hver bygging, t, d. er nákvæmlega í sam-a stíl og lögun eins og reglulegt hús, með gluggum og öðru tilheyrandi. Ibúar þess- arar borgar eiga að vera. ein milljón. Aí þeirri tölu eru 250 þúsundir verkalýður, sem heima á í útbæjum og hverfum aöal- borgarinnar. Þar sjást, einnig verksmiðjur. Ágætir þjóðvegir tengja iðnaðarhverfin hvort við annað, en svæöin milli hverfanna eru annars notuð til akuryrkju. Við horf- um hugfangin á þetta. Allt í einu dvínar dagsbirtan, og kvöldljós borgarinnar birt- ast í all.ri sinni dýrð. Stjörnur glitra í him- inhvelfingunni, fagur, hægur söngur kem- ur einhversstaðar ofan frá, samfara ljós- straumum sem kasta dásamlegum litbrigð- um yfir borgina alla. Að leitast við að gera nákvæma grein fyrir öllum atriðum sýningarinnar er ó- gerningur. Enda þótt við göngum um hina. ýmsu sýningarskála, förum við á mis við margt, sem við höfum ekki tíma til að dvelja við eða, taka eftir. Hæglega mætti verja heilum degi til að athuga sýningar- skála Stóra Bretlands eða, Bandaríkjanna, svo yfirgripsmikil og margbrotin er sýning þeirra. Hið sama má segja um hinar ýmsu iðnaðarsýningar. Svo sem fyrr er getið, er mér mjög í huga að komast ,sem fyrst, að sýni.ngarskála Is- lands, og legg ég því leið mína, þangað við fyrstu hentugleika. Ekki er skálinn okkar heldur vandfundinn, því hann er annar í þjóðskálaröðinni til vinstri við sjálfa, sýn- ingarhöll. Bandaríkjanna. Mér hitnar við hjartarætur, er ég sé íslenzka fánann blakta við hún, hátt yfir byggingunni. Næstum samstundis sé ég gríðarmikið eir- líkneski af Leifi heppna, við framhlið s'kál- ans. Mér er sagt, að það sé afsteypa af Leifsmyndinni, sem Bandaríkjaþjóðin gaf Islandi árið 1930. Ég minnist þess að hal'a séð samskotalista í sambandi við þessa mynd í »Lögbergi« og »Heimskringlu«. Við landarnir hér vestra eigum þá lika einhver ítök hér. Þessi mynd er reist með fjárfram- lögum frá okkur. Mörg voru víst tillögin smá, sem vænta. mátti, sem lögð voru fram í Leifsmyndar-sjóðinn, og margir, sem góo- an höföu vilja, en minni getu til aö styrkja þetta fyrirtæki munu hafa, fundið til þess, að tillag þeirra næði skammt. En einmitt fyrir almennan áhuga og samtök í þessu efni varð það kleiít, að reisa þessa tignar- legu mynd. Gat hún naumast komið fram á heppilegri tima né staðið á betri staö.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.