Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Side 9

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 81 Sagnir um týnda heimsálfu. Þær sagnir hafa. uppi. verið frá grárri fornöld allt til vorra daga, að sokkið hafi heil heimsálfa til botns í Atlantshaíinu. Sá reginviðburður gerðist áður en nokk- ur eiginleg mannkynssaga var rituð. En viðburður þessi hefir fest svo djúpar ræt- ur í mannkyninu, aó hann hefir aldrei get- að fallið því úr minni. Þeir tímar hafa verið, að á þessar sagn- ir var litið eins og hverja aðra draumóra. En það er eins og það álit manna sé nú farið að breytast. Ýmsar staöreyndir hafa sýnt og sannað, að þessi hugsun sé ekki eins mi.kil fjarstæða, eins og áður hefir verið haldið. Og nú lýsa margir vísinda- menn yfir þeirri skoðun sinni, að söguleg- ur sannleiki geti legið á bak við þessar sagnir. Plató, gríski heimspekingurinn (429 i. Kr.), lærisveinn Sókratesar, segir í Vrið- ræðu sinni (Timaios) eftirfarandi sögu: Súlon, hinn nafnkenndi. spekingur og lög- gjafi, Aþenumanna var einu sinni á kynn- isför í Sais á. Egiptalandi. Til þess að geta fengið prestana ‘til að segja sínar gömlu erfðasagnir, sem þeir voru næsta fróðir i, þá fór hann að tala vi.ð þá að fyrra bragði um fornsagnir forfeðra sinna, Hellenanna, eða Grikkja. Þá hrópaði einn gamall prest - ur upp: Sólon, Sólon. Þið ITelIenar eruð og verðið börn, gamall Helleni er ekki til. Og' er hann var spurður, hví hann segði þetta, þá svaraði presturinn: Þið eruö allir ung'ir í andanum, og í höfði yðar er engin erfðaþekking og engin þekking, sem er orðin grá af elli. Að til- mælum Sólons fór hann að segja honum, hvað ritað væri í fornbókum Egipta. Og hann sagði frá blómlegu ríki, sem þá heföi uppi verið, þar sem Aþena lægi nú, 9000 árum fyrir þeirra. daga, og síðan sagði hann: Ritningar vorar seg'ja frá voldugu her- veldi, sem ríki yðar eyddi, er það brauzt fram í ofurhuga og lagði undir sig lönd í Evrópu og' Asíu. Og' það herveldi kom vest- an úr Atlanzhafi. Á þeim tímum var hægt að sigla yfir Atlanshafið. tJti fyrir því sundi, sem nú er kallað »Stólpar Herakles- ar« (Gíbraltarsund), lá ey ein mikil, stærri en Litla-Asía og Norður-Afríka til samans þaðan mátti sigla, frá öðrum eyjum og frá þeim til meginlandsins, sem liggur hinum megin úthafsins, sem svo má með réttu kalla. Allt sem ligg'ur fyrir innan þetta sund, er ekki annað en-flói með mjórri inn- rás, en hitt allt er sannnefnt haf, og land- ið, sem það liggur að má að réttu heita meginland. Á þessari ey, Atlantis, var vold- ugt ríki, sem tók yfir alla eyna, og hinar eyjarnar og sömuleiðis parta af meginland- inu. Svo er líka frá sagt, að hinn voldugi her, sem kom frá þessu ríki og herjaði Evrópu, var eyddur af Aþenumönnum; með því frelsuðu þeir allan austurheiminn frá. und- irokun. Því næst, segir hann frá á þessa leið: Síðan komu feiknaleg'ir jarðskjálftar og sjávarflóð og á einum ógnardegi sökk allt: þetta herveldi á kaf og Atlantis hvarf samstundis í sæ. Þar af kemur það, að enn í dag er engu skipi fært. að s-igla á þeirr sl.óðum, sakir leðjunnar, sem myndaðist við það að eyjan mikla sökk; er það óyfirstig- anleg hindrun á siglingaleiðinni. ★ I annari viðræðu sinni, Critias, kemur fámenni hópurinni, sem hvorutveggja þessi frægu samtöl eru lögð í munn, aftur að sögunni um Atlantis. Critias endursegir hana, eins og afi hans sagði honum hana, en afi hans nam hana af vörum Sólons sjálfs. Hann segir fyrst frá því, hvernig goðin skiptu jörðinni á milli sín á sínum tíma, byggðu hof og hörga hvert á sínu sviði. Eyjan mikla í Atlanzhafinu var hlutskipti Poseidons, sjávarguðs, og átti sá guð tiu

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.