Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Side 14

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Side 14
86 HEIMILISBLAÐIÐ lögðu atórfé í fjárhirzluna, en ekkjan gaf aleigu sína. Andleg auðæfi verða eigi met- in til fjár; en það hjarta, sem gefur Guði allt, er dýrmætt í augum Guðs. Á cðrum stað (Mark. 14) bendir Drott- inn. Jesús öllum hinum síðari kynslcðum á konuna-, sem smurði liann — Maríu í Bet- aníu. Fram undan honum lá Getsemane og Golgata. Hann varð þess vís í a,nda, að skuggarnir voru farnir að dragast saman yfir höfði honum. En það, sem þessi kona gerði, veitti honum óumræðilega huggun og endurnæringu. Hún gat ekki fylgt, hon- um inn í dauðans dimma dal; það gat eng- inn; þá götu varð hann að ganga aleinn; en hún fylgdi honum eins og' að dyrum dauðans: hún smurði líkama hans til greftrunar fyrir fram og lét með þvi í ljós 'hluttekningu sína. Þetta verk henn- ar var óumræðilega dýrmætt í augum Drottins, og hann sá fyrir því, að þaöskyldi aldrei gleymast. A. sama hátt; metur Drottinn það hjarta- lag, sem kennir til hans vegna, er honum er útskúfað af heiminum. Þegar hann kem- ur aftur í dýrð sinni, þá mun hann leiða athygli komandi kynslóða að þeim, sem sýna honum trúnað nú á tímum. Hver myndi eigi vilja æskja sér slíkrar sæmd- ar? Ö, að hún gæti orðið hlutskifti vort á degi dýrðarinnar! B. J. »Þetta er nú mín aðferð«. Nokkrir ungir menn komu inn <i matsöluiius og keyptu eplaskífur til að' borða. Þegar peir voru búnir með þær, báðu þeir um pönnukökur. Matseljan kvaðst ekki hafa þær til, en geta út- búið þær mjög fljótlega. Að litlum tíma liðnum kom hún með pönnukökur og bað mennina að gera svo vel. Þeir hcfðu orð á þvi, að þeim þæfri h,ún hafa verið fljót að búa þær til. En hun svaraði: »Ég skal nú segja ykkur, hvernig ég fer að því, að búa til pönnukökur á svipstundu. Jig tek eplaskífur og læt þær fara einu sinni i gegn- um »taurulluna.« mina og út koma prýðilegai pönnukökur. Þetta er nú mín aðferð!« Bæn til vorsins. Komið er vor, sem kœti sanna vekur kærasta gjöf, sem allan burtu hrekur veturinn þann, er margt í fjötra fœrir, frjóvgandi mætti sérlivað endurnærir. Maí hinn fyrsti mirmir oss á þetta. Maí vitt öllum byrðar þeirra létta. Bróðurnum Júní býr hanyi flest í haginn, birlan hún eykst og stöðugt lengir daginn Blessaða vor með birtu gróðurvona; blessaðu iðju landsins dœtra og sona. Veittu þeim styrk að starfa í þínum anda stórliuga og djörf — með orku sinna handa. Guðlega vor, með gróðurangan sœta; gefðu þeim friðI, er raunasárin grœta, birtu cg daggir — blómi veiku og smáu, bjartsýni og yl í húsin köldu og lágu■ Himneska vor. er hörpu lífsins stillir, hjörtun með dýpstu gleðitónum fylllr; gef þíi oss maíregn á réttum degi, rósir að spretti hjá sem flestra vcgi. Sólbjarta vor, með sumaryl í barmi sumarið þegar wm þig vefur armi; gróandans dísrr grœnum möttli klæðast, glitperlur Ijóss í daggarskrúði fæðast. Heila-gi Guð, sem hnossin þessi sendir; heimsbómum þú með komu vorsins bendii; þau skulu vaxa — vorsins lögum hlýða vizkunnar aldin hug sinn láita skrýða. Lálja Björnsdóttir, Þingeyri. í þorpi einu var veggjalús orðin landplága. Yfirvc.ldin sendu því húseigendum leiðbeiningai um, hvernig þeir ættu að útrýma þeim. Einn hús- eigandinn svaraði með þessu bréfi: »Ég hefi lesið leiðbeiningarnar yfir upph,áU fyrir veggjaiúa- unum og þær sprungu allar undir eins af hlátii/.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.