Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 87 Jóladagar á Hnetubúsprestssetri Eftir IVikolaj 18 ára (Próf. Henrik Sharling) En Andrea Margrót var allt. af önnum kafrni við, að búa allt undir næsta dag, og jafnvel, þótt ég hefði bæði tíma og tæki- færi til að hjálpa henni, þá var það þó ein- hvernveginn svo, að ég hafði, ekki verulega löngun. til þess. Það var engu líkara, en að Hróarskelduförin hefði veitt köldum straumum inn í mitt heita blóð. Ég fast- réð því, að gera ekkert, frekara í dag, held- ur bíða til morguns; en þá ætlaði ég líka án frekari umsvifa, að gera lokaáhlaup — og vinna sigur. Ég ætlaði þá ekki framar að angra sjálfan mig eða, aðra með nokk- urri tvískiftingu hugans, eða nokkurum heilabrotuin, heldur ætlaði ég að bíóa ró- legur og taka, kastalann í einu hendings- kasti. Emma og prestskonan voru einsamlar í dagstofunni. Emma sat á sínum vanastað, í gluggakistunni, við saumaboröiö sitt. Eg tók bók og settist beint á móti henni; ann- ars var það sætið, sem Gamii virtist hafr einkaheimild til að sitja í, þegar hann var í dagstofunni. Nú var sætið autt, og þe«s vegna settist ég þar og fór að lesa. Jæja, eiginlega las ég nú ekki mikið, því aö ég var að hugsa um, hvernig ég ætti að koma á rekspöl samtaii á milli mín og Emmu. En hvað mikið, sem ég hugsaði, þá gat mér ekkert til hugar komið, s,em nokkurs van-i vert, eða nokkurt andríki í, og þess vegna leitaði ég að lokum skjóls og athvarfs hjá hinum garnla stólpa — veðrinu. »Pað er leiðinlegt veður í dag«, sagði ég þess vegna, fleygði frá mér bókinni og fór að horfa út. um gluggann. »Pað á vel við daginn«, sagði Emma. »Sylvcstersdagur og skírdagur eiga helst aó vera dálítið þungbúnir og þokufullir«. »Já, þér hafið rétt að mæla. Veðrið sam- svarar deginum — það ei- hvort sem annað jafn leiðinlegt«. »Kallið þér Sylvestersdaginn 'leiðinleg- an?« spurði Emma undrandi. »Jæja, ekki get- ég nú kallað hann skemmtilegan; það eina, sem er ánægjulegt viö hann er Jiað, að hann lokar gamla ár- inu«. »Eruð þér þá svo glaður yfir því, að gamla árið hverfur?« »Já — og það er heldur ekki svo mjög undarlegt, Pegar menn, í heilt. ár, eru bún- ir að baslast með gamla, árið, þá er ekki svo ótrúlegt, að menn fari að langa eftir ein- hverju nýju«. »Ég get. með engu móti verið yður sam- mála um þett.a«, svaraði Emma; og um leið lagði hún frá sér saumaskapinn, eins og t,i) Iiess, að vera ennþá betur fær um að mæfa mér í orðasennunni. »Gamla árið finnst mér vera eins og ga.mall og ástkær vinur, sem hefir gefið mér einhverja góða gjöf á hverjum degi. Pess vegna, er ég eins og dá- lítið sorgmædd á gamlaársdaginn. Mér finnst ég vera að yfirgefa, gamlan og tryggan vin —- og fái aldrei að sjá hann aftur. Hefir yður aldrei fundist neitt þessa líkt? « »Nei«, svaraði ég, »ætti ég að líkja því við eitthvaö, þá væri það helzt. kvikmynda- keðja, sem dregin væri fram fyrir augu okkar, í endalausri runu; og eftir því sem lengur líður á sýninguna, óskum við ein- læglega eftir Iiví, með meiri og meiri al- vöru, að þessi sýning taki enda, til þess að geta fengið að vita, hvað á eftir kemur«. Emma leit á mig stóru, skæru augunum sínum, og sagði svo, um leið og hún hristi höfuðið ofurlítið: »Petta getur ómögulega verið sannfær- ing yðar, Nikola,j«. Svo þagði hún ofur litla stund, eins og hún væri að hugsa um, hvað hún ætti að segja, og hélt svo áfram: »Sylvestersdaguri,nn er í huga, mínum sam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.