Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 19
HEIMILISBLAÐIÐ 91 sig — hún myncli vafalaust geta fengið auðugt og mikilsmetið gjaforð. Pabhi jaekkti piltinn og vissi, að hann var ötuil og reglusamur; en þó þorði hann ekki al- mennilega að flytja mál hans við foreldr- ana — vissi nefnilega ekki fyrir víst, hvort það var stúlkan eða jörðin, ,sem hann hafði orðið ástfanginn í. Þetta var rétt um þaö bil, sem Slésvíkurstríðið braust útog pabbi taldi Andrés á, að fara í stríðið sem sjálf- boðaliði, því að hann ætlaði sér að fá fulla vissu fyrir því hvort ást Andrésar héldi sér til lengdar eða ekki. Á meðan Andrés var í stríðíjiu, kom hver biðillinn á fætur öðrum til dótturinnar; en hún neitaði öll- um, hver,su efnilegir og ríkrr sem þeir voru; voru þó foreldrarnir harðir við hana, o°' henni leið ákaflega illa.. Við og við, fékk pabbi bréf frá Andrési og af þeim bréfum var augljost að tilfinningar hans voru allt af óbreyttar. Þá afréð pabbi loksins, að beita sér fyrir málið; og það sem hann ákveður í fullri alvöru, nær líka ætíð fram að ganga. Hann talaði mjög alvarlega við foreldrana, sýndi þeim fram á, að þau hefðu hvorki leyfi né vald til að tix>ða vilja einkadótturinnar undir fótum sér — þau yrðu að standa Drottni reikningskap verka sinna. Þetta hafði mikil áhrif á foreldr- ana, og þegar Andrés kom heim aftur og var orðinn bæði dannebrogsrnaður og liðs- foringi, fékk hann loksing dótturinnar«. »En þetta er eins og skáldsaga«, sag.''i ég forviða. »Já, þær gerast- margar skáldlegu sög- urnar hjá okkur hérna í sveitinni«, svar- aði. Emma; »en því miður, enda þær ekki allar með ánægju og gleði. En flestir halda, eins og þér Nikolaj, að í svona litlu jxirpi, sé ekki um margt að gera, sem þess sé vert, að eftir þvi sé tekið og þó er hér ekkert hús og enginn bær, sem ekki á sína skáld- sögu. En við, sem búum innan um þetta fólk, og þekkjum sorg og gleði þess, við verðum því að lokum svo samrýmd, að vio getum ekki yfirgefið það. Og því þykir lika svo innilega vænt um okkur. Og nú skal ég sýna yður það, að við fáum hjartanleg- ar viðtökur hjá Andrési Sörensen«. Fyrstu viðtökurnar voru nú samt ekki sem allra glæsilegastar, því að stór og grimmilegur hundur kom þjótandi á móti okkur, og það var með harðheitum að Gamli gat varið okkur gegn honum, með regn- hlífinni sinni. Loksins kom út vinnumaö- ur, og kallaði hann á rakkann. Því næst kom lítil, ljóshærð stúlka hlaup- andi til okkar. »Sæl og blessuð, Bódil litla«, sagði Emma og beygði sig niður að barninu og lét vel að því; »er pabbi og mamma heima?« Áður en Bódil litla. gat svaraö, kom út ung og fríð kona; augu hennar voru stór og móleit. Bauð hún okkur velkomin og leiddi okkur til stofu; þar sat Andrés Sör- ensen og var að lesa, í bók. Um leið og hann sá okkur, stóð hann upp og lét bókina aftur, »Guðs friði og vel komin«, sagði hann, og þrýsti hendur okkar innilega.; »loksins fáum við þó að njóta þeirrar ánægju, aö sjá fólk frá prestsetrinu, hérna heima, hjá okkur; það er langt síðan ,slíkt hefir vilj- að til. Gerið þið svo vel og setjist niöur«. Konan. harmaði það, að hún gæti ekki veitt okkur slíkar viðtökur, sem hún vildi. Eiginlega hefði hún átt að bjóða okkur inn í stóru stofuna, en nú væri allt of kalt þar. »Nú, jæja«, sagði bóndi; »stofan sú arna, er nú líka fremur snotur« — og hann rendi augunum ánægjulega með fram veggjunum; en, þar stóðu margar eikarkist- ur. »En hitt er annað mál, að hefðum við átt von svo tiginna gesta, þá hefðum við reynt að koma stóru stofunni í lag handa ykkur«. Síðan var borið á borð fyrir okkur kaffi og tvö stór föt með smurðu brauði; þar á eftir máttum við til að dreypa í ölið hans Andrésar, og smakka á víninu hans. Eg át eins og hetja; en hversu mikið, sem ég streyttist við, þá bar þó gestrisni Andrés- ar mig alveg of urliði, og loks varð ég nauð- ugur, viljugur að játa, að nú væri mér Amtsbókasafnið á Akureyri 08 013 645

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.