Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 25
heimili'sblaðið 23 — Nú er nóg komið, sagði hann, og leit til félaga sinna. Ég held, að hér geti ekki verið um neitt að villast. Ég hef aldrei heyrt menn svo mikið sem hvísla öðru eins landráðatali og þessu! Ég óska yður lil hamingju, herra minn, með dirfsku yðar. Og livað yður viðvíkur, liélt hann áfrarn og glotti illúð- lega til veitingamannsins, þá veit ég héðan í frá, livers konar fólk þér hýsið! Ég vissi ekki, að vín mitt væri vatn á slíkar myllur! Enda þótt veitingamanninum væri hrugðið, fékk reiðin yfir- höndina, er liann heyrði vegið svo hastarlega að mannorði sínu; og þar eð hann hafði aldrei margmáll verið, sneri hann reiði sinni einmitt þangað, sem ég ætlaðist til, og gerði þvílíkan upp- steit, að því verður naumast með orðum lýst. Hann rak upp öskur eins og graðungur, hljóp beint á borðið og felldi það ofan á mig. Til allrar hamingju bjargaði^konan lampanum og flýði með liann út í horn. Þar var maðurinn frá kastalanum fyrir, og þau horfðu þegjandi á áflogin. Pjáturkönnur og diskar ultu og dönsuðu um gólfið, en ég lá undir borðinu á brotnum stóln- um. Ég hafði enga mótspyrnu veitt í fyrstu, og átti veitinga- maðurinn því alls kostar við mig, enda hóf hann að lemja mig með því fyrsta, sem fyrir hendi hans varð, og þegar ég reyndi að verja mig, tók liann að bölva mér við hvert högg og kalla mig svikulan fant og flæking. Kaupmennirnir, sem voru himinlifandi yfir þessari stefnubreytingu atburðanna, hopp- uðu hlæjandi í kringum okkur; hvöttu manninn aðra stundina og ertu mig liina með klausum eins og þessum: Hvernig geðj- ast liertoganum af Orléans að þessu? Og: Hvernig líður þér nú, landráðamaður? Þegar mér fannst þetta hafa gengið nógu lengi — eða, svo greinilegri orð séu viðhöfð; þegar ég gat ekki þolað barsmíð veitingamannsins lengur — flevgði ég honum ofan af mér og skjögraði á fætur, en stillti mig samt um að grípa til sverðs míns, þótt hlóð rynni niður andlit mitt. Ég tók í stað þess einn stól- fótinn, sem lá rétt hjá mér, beið færis, og lamdi veitingamann- inn síðan bak við eyrað, svo að hann hneig samstundis niður í brakið úr borðinu sínu. — Svona, hrópaði ég, og sveiflaði hinu nýja v<jpni mínu, sem fór afar vel í hendi. Komið þið nú! Komið þið nú, ef þið þorið að slást, sísmjaðrandi prangarar og okrarar! Ég gef ekki skít fyrir ykkur og þennan kardínálaskarf ykkar! Vínkaupmaðurinn, sem var orðinn eldrauður í framan, kippti sverði sínu úr slíðrum. — Blindfulli bjáni, sagði hann reiðilega. Sleppið þessari spýtu, eða ég skal hálshöggva yður eins og kettling! — Kettlingur getið þér sjálfur verið, hrópaði ég, og slagaði, eins og ég væri blindfullur. — Og hvolpur líka! Ef þér látið fleira til yðar heyra, skal — Hann sótti örskamma stund að mér með sverðinu, en áður inn, sem leysti fangann, þetta er herra Falaise! Peronelle hljóp á-eftir leik- araniim. — Við getum farið í rnjólk- urvagninum hans Matthíasar, hrópaði hún. Hann er fljótur í förurn. Flýttu þér nú! Af stað! Á svipstundu voru öll börnin komin upp í vagninn. Leikar- inn tók taumana og sveiflaði svipunni, og vagninn þaut nið- ur veginn, en lögregluþjónarn- ir, mjólkurpósturinn, umferða- salinn og allir ungu mennirnir, góndu á eftir þeiin. Það er erfitt að lýsa ökuhrað- anum til bæjarins. Mjólkur- brúsarnir köstuðust upp úr vagninum og ultu niður í skurði og gjótur, og börnin höfðu það á tilfinningunni, að þau ækju í rómverskum stríðsvagni áleið- is til vígvallarins. Þau sáu hús og tré fljúga framhjá, svo að allt hringsnerist fyrir aug- um þeirra. Þau héldu sér bæði með höndum og fótum, en horfðu með aðdáunaraugum á hinn hugrakka stríðsmann. Hann ók vagni mjólkurpósts- ins rétt eins og Gráni gamli væri orðinn fyrirmyndar stríðs- hestur. ^VO endaði allt ágætlega, eins og öll ævintýri eiga að enda. Liðþjálfinn var alls ekki dauð- ur. Hann hafði bara verið sleg- inn í rot, og hermaðurinn slapp með nokkurra daga fangelsis- vist. Veizlan byrjaði ekki vel, þar sem heiðursgestinn vantaði, en hún endaði vel eins og við var að búast. Það vakti töluverða athygli, jiegar Rupert Falaise birtist í ráðhússalnum í rifinni milli-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.