Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 23
21 HEIMILISBLAÐIÐ Hann fór. Meðan liann sneri að mér bakinu, laumaðist ég hurtu og faldi mig bak við húsið. Tveir eða J>rír skuggalegir náungar liorfðu á mig, er ég gekk niður götuna, en enginn þeirra lireyfði sig; og innan tveggja mínútna var ég kominn út úr þorpinu og inn á illa liirta götu, sem lá inn í skóginn og — ef ég liafði á réttu að standa — til kastalans. Það, sem mér lá mest á, var að finna húsið og sjá allt sem séð varð viðvíkjandi umliverfi þess; og það var ég staðráðinn í að framkvæma, jafn- vel þótt ég ætti á liættu að hníf yrði stungið í skrokkinn á mér. Ég hafði varla gengið tvö hundruð skref eftir götunni, þegar ég lieyrði hófatak á eftir mér, og ég var naumast kominn í felur, þegar frú Coclieforét kom í ljós á götunni og reið framhjá mér. Hún sat hest sinn tígulega, og bar með sér liugrekki hinnar norðlenzku konu. Ég horfði á liana fara framlijá, og hélt síðan áfram, þar eð ég var nú viss um, að ég væri á réttri leið. Þe'gar ég hafði gengið hratt í tvær mínútur, kom ég þar að, sem tré- brú lá yfir á. Ég gekk vfir hana, og var innan skamms kominn út úr skóginum. Þar tók við mikið og fagurt engi, og liinum megin við það var grashjalli, umluktur skógi á þrjá vegu. Á hjallanum stóð grált stórhýsi úr steini, með tttrnum í hornun- um, bröttum, háum þökum og bogadregnum svölum, eins og svo mjög var í tízku á dögum Frans fyrsta. Húsið var allstórt og skuggalegt að sjá. Neðsta hæð austur- álmunnar sást ekki fyrir hávöxnu limgerði, sem virtist hafa verið ræktað í kringum grasflöt, en fyrir framan húsið var rósa- garður, sem lítil umhyggja virtist vera sýnd. Lægri þökin á vest- urálmunni voru sennilega yfir hesthúsunum og korngeymslunum. Ég nam aðeins skamma stund staðar, en ég tók eftir öllu, og lagði á minnið, hvar gatan lægi að húsinu, og hvaða gluggar væru líklegastir til inngöngu; síðan sneri ég við og flýtti mér til baka. Til allrar liamingju mætti ég engum milli liússins og þörpsins, og gat því gengið inn í gistihúsið sakleysislegur á svip- nm eins og lamb. Þótl ég hefði aðeins verið skamma stund fjarverandi, var þar nú ýmislegt með öðrum hætti en fvrr. Við dyrnar voru Jirír ókunnir menn — þrekváxnir og vel húnir vopnum. Þeir slæjit- ust Jiarna um, rabbandi saman, og virtust vera í senn þokka- legir og ófyrirleitnir. Nokkrir klyfjahestar stóðu bundnir fyrir framan húsið; og liúsráðaridinn, sem áður liafði'verið ókurteis og frekur, var nii eins og utan við sig og hálfhræddur. Ég varð brátt var við, að einn af ókuririu mönniinum var kominn til að færa lionum vínbirgðir, en hinir voru fararidsalar, sem ferð- uðust með honum til öryggis. Allt voru Jietta efnamenn frá I arbes — gildir borgarar; og ég var ekki seinn að geta mér Jiess til, að húsráðandinn væri sem á nálum um, að ég kynni að minn- ast á ónæðið síðastliðna nótt, og að mennirnir kvnnu að draga ;d því miður lieppilegar ályktanir. En mér gat ekki dottið neitt gagnlegt í hug viðvíkjandi því. ular og segja engum frá þessu mikla leyndarmáli, sagði liann Jieim allt ævintýrið. Colette fór strax að gráta, en liinar systurnar voru á sama máli og Colin, að þau yrðu að lijálpa fanganum lil að flýja. Þegar Anette kallaði þau 'inn til miðdegisverðar, settust Jiau liljóðléga að horðinu. En strax eftir máltíðina lilupu þau fit í garðinn til að ráðgast saman. Anette liafði gengið spölkorn út á veginn, en allt í einu kom liún þjótandi til barnanna og kallaði, að lögreglan væri kom- in og spyrði eftir lnisbóndan- um. Börnin gengu saman út að hliðiriu. Peronelle liafði orð fyrir þeim. — Pahhi er ekki heima! Hún talaði með ákveðinni röddu, en liiin varð samt skelkuð, þegar hún sá, liversu margir Jieir voru. 1 fyrsta lagi voru Jiað lögregluþjónarnir tveir, Lar- oehe og Portier, en auk Jiess tíu ungir menn, Matthías mjólkurpóstur og umferðasal- inn Jean Lihoú. Annar lögregluþjónninn skýrði frá því, að morðinginn hefði sézt þar í grenndinni, og þeir vildu fá leyfi til að rann- saka útihúsin og bæinn. Peronelle útskýrði með mikl- um ákafa, að þau hefðu ekki orðið vör við neinn morðirigja, og Jiau kærðu sig ekkert um að verið væri að snuðra um híbýli þeirra. Lögregluþjónarn- ir urðu óþolinmóðir og ætluðu að gefa skipun um að liefja leit að manninum, Jiegar Colin tók málið allt í einu' í sínar hendur. — Við vörnum Jieim inn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.