Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 2
2 HEIMILISBLAÐIÐ Útgef. og áhm.: ]ón Helgason. Blaðið keniur út mánaðarlega, um 280 blaðsíður á ári. Verð árgangsins er kr. 15.00. f lausa- sölu kostar hvert blað kr. 1.50. — Gjalddagi er 14. apríl. — Afgreiðslu annast Prentsiniðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastr. 27, sími 4200. Pósthólf 304. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Gengið yfir landamæri uppi í skýjunum (Sjá forsíðumynd) Pað voru fáir áhorfcndur — nœsl- um því eingöngu blaðaljósmyndarar er voru vitni að einhverjum þeiin ævintýralegasta línugangi, er sögur fara af. Siegwart Bach (19 ára) og Gisela Lenort (18 áral létu strengja 160 inetra langa línu milli tveggja linda á fjallinu Zugspitz í Olpunum, en það er 3000 metra liátt. Annar tindurinn er í Austurríki og hinn í Þýzkalandi, og landamærin eru i djúpri lægð á milli þeirra. Við rætur fjallsins er Garmisch Partenkirchen. Þau gengu sainan út á línuna. Þegar þau voru hérumbil hálfnuð lagðist unga stúlkan niður og lét félaga sinn ganga vfir sig og liélt hann síðan áfram ferðinni. Það hafði engum ör- yggisútbúnaði verið komið fyrir. Þau báru bæði jafnvægisstengur. Stöng Bachs vó 33 kílógrömm. Þau voru í ullarsokkum en skólaus. Það gef- ur að skilja að áhorfendurnir fylgd- ust með þessu hættuspili allan tím- ann. Eii gangan gekk eins og í sögu. Listahjúin gerðu þetta að sjálf- sögðu ekki eingöngu sér til skemml- uiiar. Þau cru bæði í hinu fræga „Camilla-Mayer-show“, en nasistarnir bönnuðu starfsemi þess félagsskapar. Bonaventure des Periers ÞEGAR JANIN KVÆNTIST IANIN fannst vera kominn " tími til aS kvænast. Og svo baö liann 'sér konu. Sagt var, að hún væri ekki við eina fjöl- ina felld. Hún reyndi þó ekki að draga dul á lesti sína, því hún kærði sig ekkert um að eyðileggja mannorð manns síns. Dag nokkurn hitti nábúi Jan- ins hann að máli og spurði liann spjörunum úr um hjónabandið. Samtal þeirra varð dálítið spaugilegt. — Jæja, Janin, svo að þú ert kvæntur? Og Janin svaraði: — Víst er ég það. — Það er ágætt, sagði hinn. — Nei, það er ekki ágætt, svaraði Janin. — Hvers vegna ekki? — Af því að liún gerir það sem henni sýnist. — Það er afleitt. — Nei, það er ekki svo af- leitt. — Hvers vegna ekki? — Hvers vegna? Af því að hún er ein af fallegustu kon- unurn í sveitinni. Nú ætla þau að fara til Ameríku. Við vonum að Ameríkumenn taki vel á móti þeim. Þetta er að þeirra skapi! Að ganga í gegnum loftið frá einum skýkljúfinum til aiinars er líkt og að drekka blávatn í sam- anburði við hina lífshættulegu göngu í Ölpunum! -— Það er ágætt. — Nei, það er ekki ágætt. — Hvers vegna ekki? — Það kemur iðulega til hennar maður. — Það er afleitt. — Nei, það er ekki svo af- leitt. — Hvers vegna ekki? — Af því að liann gefur mér alltaf eitthvað. — Það er ágætt. — Nei, það er ekki ágætt. — Hvers vegna ekki? — Hann sendir mig alltaf í burtu. — Það er afleitt. — Nei, það er ekki svo af- leitt. — Hvers vegna ekki? — Af því að hann gefur mér peninga, svo að ég get keypt mér mat og drykk. -— Það er ágætt. — Nei, það er ekki ágætt. —- Hvers vegna ekki? —- Ég verð að vera úti í regni og stormi. — Það er afleitt. — Nei, það er ekki svo af- leitt. -— Hvers vegna ekki? — Ég er vanur því. Nú getið þið sjálf lialdið áfram. Þetta er ein af þeim sögum, sem maður getur gert langar eða stuttar eftir vild. -------------------------------—■— ------------- ' Dráttur sá, er or&ifí hefur á útkomu bla&sins, stafar af því á& pappír vantaSi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.