Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 19
H E I M I L I S B L A Ð IÐ 17 Kennari, sem fær 50 aura um klst. og verður að verja ókeypis liálfri stund móti hverri borgaðri, til að leiðrétta skrif- legar æfingar, fær þá 32% aura um klst., þ. e. 2% eyri lægra en sá, sem mokar úr liaug eða tekur upp grjót. DagblaSiS 1906. LlFSHÆTTA Voðalegt er að sjá, livernig ýmsir læknar skrifa. 1 sveitum, þegar sent er til læknanna og þeir senda til baka læknislyf, láta þeir fylgja leiðbeiningar um notkun lyfjanna, en sumar leiðbeiningarnar eru svo lierfi- lega illa skrifaðar, að ekki eða lítt mögulegt er að lesa þær. Það þarf ekki að skýra það fyrir mönnum, að slíkt getur valdið líftjóni. Ég skora á alla blutaðeigend- ur, að senda slíkar leiðbeining- ar til stjórnarráðsins, sem ég vona að þá skipi blutaðeigandi lækni að skrifa betur og reki liann frá embættinu, ef hann gegnir ekki. Dagblafíifí 1906. ASgœtinn. STÖKUR Hinn sjálfhælni. Lofsyrðum safna ég s'aman, er sagt befir fólkið um mig; en þó finnst mér gjarnan gaman bið gagnstæða að breiða út um þig. lll ástæSa. Vitið tekur vitrum frá valdafíknin megna; sæmd og virðing setja bjá sóttar þeirrar vegna. M, G. A IþýSiivísa. Vísur er kveðnar voru, er spáð var að ísland mundi sökkva í sjó. Jónas Jónsson í Hrossdal kvað: Stjörnu fróðir fræðimenn, fyrir þjóðum lýsa: Að muni í flóði farast senn, frónið góða — Isa. Nafni hans að Tjörn við Sauðárkrók svaraði: Þótt onín sé ekki mikil sjón, mega það rekkar lieyra. Ef að sekkur Isafrón, eittbvað skekkist fleira. (Eftir siglfirskri konu). Sumarmorgun. Vísa eftir Jónas Jóbannsson, Hofdölum. Sólin þaggar þoku grát þerrar saggar úða, fjólan vaggar kolli kát klædd í daggar skrúða. (Eftir NorSlendingi). Vísu þessa gerði Rannveig J ónsdóttir á Hlíðarenda við Sauðárkrók, um forlög sín: Flest ágæti förlast mér, fást ei bætur kífsins. Hverju sætir, að ég er argintæta lífsins? Þá lát manns liennar, er Sveinn bét, bar að böndum, kvað bún: Mín burt feykist muna ró máttarveik og brakjn, líkt og eik í evðiskóg orðin bleik og nakin. (Eftir fni Ólöfu Pálsson, SiglufirSi). Vísa þessi er eignuð' Guð- mundi Torfasyni, um óverk- laginn kari: Þú hefur unnið strit með striti og stritið er þér veitt, en liefur ekki vit á viti og veizt svo ekki neitt. DagblaSiS 1913. HRÓMUNDARBRÉF Eitt sinn var sýslumaður yfir Hnappadalssýslu, er þótti mjög nízkur og veitti lijúum sínum illa, bæði til fatar og matar, svo að liann átfi illt með að lialda vinnubjú. Þess er getið að eitt sinn lxafi liann haldið tvo vinnumenn og hét annar þeirra Hrómundur en hinn Jón. Það var siður bjá sýslumanni að senda vinnumenn sína til sjóróðra, til Ólafsvíkur, og er þessir menn skyldu þangað fara, þótti Hrómundi útgerðin til vertíðar, liarla lítil og klæði ill, bafði bann orð á því við sýslumann, og sagði sýslumað- ur þá, að skinnklæði og mat sendi liann þeim bráðlega, er þeir væru til vers komnir. Lét Hrómundur sér það vel líka og fer til sjóróðra, en er fram á vertíð kemur fer Hró- mund að lengja eftir því, er sýslumaður liafði lofað. Var bann ])á og Jón félagi lians löngu mötulausir og illa að skinnklæðum búnir, en þá fisk- aðist mikið og sóttu menn því fast sjóróðra. Þótti Hrómundi þetta bið versta, er liann liafði í komizt. Sezt liann því niður kvöld eitt og ritar sýslumanni svobljóðandi bréf: Ólafsvík — — — Heiðraði, háttvirti lierra sýslumaður yfir allri Hnappa-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.