Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 11 Lísa var náföl. Hún hafði þó ekki skilið til fullnustu, hvað skeð hafði í raun og veru. — Hvar . . . hvar? stundi hún. — Stóra snjóbreiðan tók þá með sér! — Uss! hvíslaði gestgjafinn. Þetta var maðurinn liennar . . . ■— Var? lirópaði hún tryll- ingslega. Nei, — er! Hann er ekki dáinn! Bjargið honum. Svo umlukti hana miskunn- samt myrkur. J^ÆSTU daga sat hún eins og bergnumin við gluggann og starði á staðinn, er hún liafði séð Hans í síðasta sinn. Það var símað heim til hennar, en hún skildi ekki, hvers vegna nokk- ur var að ónáða sig til hennar. Hún var hérna með Hans. Þau voru í brúðkaupsferð. Augna- ráð hennar var fjarrænt og kuldalegt, er aðstoðarmaður föður liennar, Eiríkur Wulf, gekk inn í herbergi hennar. Hann hafði ferðast dag og nótt og leit mjög þreytulega út. — Hvers vegna ert þú hér? skrækti hún æðislega. — Hans ...? — Lísa, þú verður að vera róleg. Gráttu, það mýkir sorg þína! — Gráta — hvers vegna ætti ég að gráta? Hans er ekki dá- inn. Ég sá bann sjálf. Hann er í snjóskriðunni. Ég skil ekki, hvers vegna þeir skuli ekki fyr- ir löngu vera búnir að bjarga honum. — Lísa, þeir hafa leitað næt- ur og daga! Þeir leita ennþá, þótt alltr viti, að . . . — Þú felur eittlivað fyrir ntér! Talaðu formálalaust! — Leiðsögumennirnir skilja ekki nákvæmlega hvernig slys- ið bar að höndum. Þeir álitu að ferðalagið væri tiltölulega hættulítið. Hans hlýtur að hafa verið orðinn rnjög þreyttur, ef til vill hefur hann fengið aðsvif, sem komið liefur leiðsögumann- inum á óvart. Þeir runnu báðir niður ísinn, snjóbreiða losnaði og þreif þá með sér. Ef til vill hafa þeir lent niður í jökul- sprungu. — Jökulsprungu ...! hvísl- aði hún hljóinlausri röddu. — Það, sem ísinn geymir kemur einhverntíma í ljós. Ár- lega bráðnar af honum, og að lokum ... ef til vill . . . — Hversu lengi? -— Gamli leiðsögumaðurinn segir fjögur, ef til vill fimrn ár ... — Ég lofaöi honum að bíða. í ÍSA flutti í íbúðina, sem hún liafði látið útbúa fyrir þau. Hún bar sorg í hjarta, en grét ekki, því hún áleit Hans ekki vera dáinn. Hún bjóst við að biðin yrði löng, vikur, mánuðir og ár mundu renna saman og verða að óra tíma, en hún hafði lofað honum að bíða. Geðveik var liún ekki, en hana dreymdi stöðugt um Hans, og hún missti allan áhuga fyrir daglegu umliverfi. Hún ræddi um hann eins og hann væri lif- andi. Hana dreymdi, að hann hefði uppfyllt allar hennar ósk- ir, að hann væri orðinn að þeim manni, sem hún þráði, að hann yrði. Hún ímyndaði sér, að hann væri gæddur þeim eigin- leikum, sem hann hafði aldrei átt, og í draumum hennar varð hann smátt og smátt að nær- gætnum, riddaralegum og óeig- ingjörnum manni, og leitaðist við að gera henni lífið ham- ingjuríkt. Hún ásakaði sig fyrir, að liafa látið hann fara einan á jök- ulinn, og hún ímyndaði sér, að hefði hún verið með, mundi slysið ekki hafa skeð. Þess vegna leitaði hún stöð- ugt til fjallanna á ferðalögum sínum. Það varð að ástríðu hjá henni að efla líkamsþrótt sinn, svo liún væri fær um að taka þátt í erfiðum fjallgöngum, og hún vék ekki af hólmi, þótt um hættulegar ferðir væri að ræða. Leiðsögumennirnir í Ölpun- um þekktu hana, og allir báru virðingu fyrir lienni, og það var ekki laust við að sumir fyndu til hjátrúarkennds ótta, er þeir mættu lienni. Þegar hún stóð álút yfir fjallauppdráttunum í kofunum, hvísluðust menn á um hana og sögðu frá hugrekki hennar og þrautseigju. Faðir hennar dó nokkrum ár- um seinna, og liún fól Eiríki Wulf stjórn verksmiðjunnar. Hann var sá eini, er hún bar traust til. Eirík þekkti hún frá því liann kom fyrst til verksmiðj- unnar. Hún var þá unglingur og umgekkst hann eins og góð- an félaga. Vinátta þeirra hélzt, þótt árin liðu. Henni féll hann vel í geð, en aldrei kom lienni til liugar, að hann gæti orðið henni meira en vinur. Því var öðru vísi háttað með Eirík. Hann elskaði hana frá því liann sá hana fyrst. Eftir að liún varð fullorðin, ræddi liann minna við liana en áður. Hann kærði sig ekkert um að ganga með'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.