Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 27 aði honum alllivasslega að skjóta slagbröndum fyrir liurðina °g fylgja mér til herbergis. — Far þú líka, Louis, hélt hún áfram, og sneri máli sínu til mannsins, sem stóð við hlið liennar, og sjáðu um, að vel fari um manninn. Mér þykir það leitt, bætti liún við með sama tigin- mannlega raddblænum og áður, og ég þóttist sjá hana lúta höfði í dimmunni, — að eins og sakir standa er okkur ekki mögulegt að veita yður betri viðtökur, lierra minn. En tímarnir eru erfiðir — og þér afsakið vonandi það sem ávant er. Ég leyfi mér svo að bjóða yður góða nótt í þetta sinn. — Góða nótt, frú, stamaði ég, nötrandi á beinunum. Ég sá andlit hennar ekki það vel, að ég gæti þekkt liana aftur, en rödd liennar, kveðja liennar og fas sviptu mig allri karlmennsku. Ég var í vanda staddur og vissi varla mitt rjúkandi ráð; ég liefði ekki haft skap til að sparka í hund. Ég fylgdi þjónunum tveim- ur inn í liúsið, án þess að hirða um, hvert við fórum. Við nám- um staðar fyrir utan dyr í livítþvegnum ganginum, og þá fyrst áttaði ég mig á því, að mennirnir tveir virtust ekki vera á eitt sáltir. Ég varð þess var, að Louis vildi vísa mér inn um dyrnar, sem við stóðum hjá, en dyravörðurinn, sem liélt á lyklunum, var á annarri skoðun. Hvorugur þeirra mælti orð frá vörum, og varð þessi kynlega deila þeirra ennþá óhugnanlegri fyrir þá sök. Dyravörðurinn benti án afláts innar í ganginn með höfðinu, og varð að lokum hlutskarpari. Louis yppli öxlum, leit út und- an sér á mig, og hélt svo inn eftir ganginum, og þar sem ég vissi engin frekari deili á málavöxtum, fylgdi ég þeim þegjandi. Þegar við voruin komnir innst inn í ganginn, nam ófreskjan með lyklana staðar í svip og glotti til mín. Síðan sneri liann inn í mjóan gang til vinstri liandar, og nam staðar að vörmu spori fyrir framan traustlega byggðar dyr. Lykillinn ískraði stirðlega í skránni, og svo liratt dyravörðurinn hurðinni liranalega uþp. Ég gekk inn í herbergið. Það var hin óglæsilegasta vistarvera; járngrindur fyrir glugganum, húsgögn engin, en gólfið sæmilega hreint. Gulleitur bjarminn frá ljóskerinu féll á blettótta vegg- ina, og þetta minnti mann helzt á fungelsi. Ég sneri mér að tUÖnnunum tveimur. — Þetta er ekki sérlega gott lierbergi, sagði ég. Loftið í því er rakt. Hafið þið ekkert annað herbergi? Louis leit til félaga. síns eins og liann væri á báðum áttum, en dyravörðurinn hristi höfuðið þrákelknislega. — Hvers vegna segir hann' ekkert? spurði ég óþolinmóðúr. — Hann er mállaus, svaraði Louis. — Mállaus? hrópaði ég. Hann heyrir þó. — Hann liefur eyru, sagði þjónninn þurrlega, en hann hefur enga tungu, herra minn. Það fór hrollur um mig. •— Hvernig missti hann liana? spurði ég. — Við Roclielle. Hann var njósnari, og konungssinnarnir tóku hann til fanga daginn sem ]>eir unnu borgina. Þeir þyrmdu lífi hans, en skáru úr honum tunguna. Biðin Frh. af bls. 12. sig draummyndina af Hans. Svipir þeirra ófust saman, það var eins og hún gæti ekki greint lengur á milli þeirra. Þegar vorið kom og snjórinn fór að þiðna á fjöllunum, varð liún eirðarlaus og hélt af stað. Henni fannst hún aldrei vera nógu dugleg, það voru stöðugt nýir erfiðleikar á leið lxennar, ný verkefni, sem biðu úr- lausnar. Sjöunda árið fór hún snemma upp á fjöllin, luisið var næst- um á kafi í snjó. I þetta skipti var Eiríkur samferða lienni. Leiðsögumönnunum var kunn- ugt um, að sá, er kæmi með fyrstu fregnirnar fengi góða borgun, en vorið leið og sum- arið, og haustið kom með liret og storma, án þess að jökullinn skilaði aftur bráð sinni. Þreytt og vonsvikin sneri hún lieim á leið. Þráði Hans ekki endurfundina? Hvað var liún að hugsa, var hún að missa vitið ....? Lísa, livað getum við þol- að þetta lengi? spurði Eiríkur. — Ég bíð! svaraði hún þreytulega. Eiríki fannst, að ef hann þyrfti að híða eitt ár enn, mundi liann verða vitskertur. Og svo var það dag nokkurn vorið eftir, að gamli leiðsögu- maðurinn stóð berhöfðaður frammi fyrir henni og sagði: — Komið, frú! — Loksins! Það liljómaði eins og siguróp, og með rjóðar kinnar eins og ung brúður gekk hún áleiðis upp á jökulinn. — Þolir hún að sjá hann?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.