Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 19
17 ILISBLAÐIÐ ST| l.K A V SEM GAT SAGT NEI þESsi SAGA gerðist á sjöunda þ lug seglskipaaldarinnar. ^11' Hans Sivertsen og góður . JPrúinsfélagi hans síðustu Sveinn Eriksen, voru af- r‘íðir í Rotterdam | >á iiin hí‘i*stið. ^eir ætluðu sér báðir að lesa in'^r stýriniannsPróf 11111 vetllr" 1- Sveinn var búinn að vera náL- . v*emlega tilskilinn tíma á ^Qííum til j)egg _ Hang hafði f l,r á móti verið á sjónum 'ta ' - lr 1, . P'd um fermingu, tæplega v ara gamall, og hefði getað . r,3 búinn að taka prófið fyr- öngu Jiess vegna, en það ^ar eill8 og ekkert ráð'rúm liefði til að bugsa um þá bluti. a,ln hafði niest allan tímann veria . 0 i förum milli Ameríku • ^*na, aðeins tvö seinustu ni bafði bann siglt til Noregs. ^ befði nú naumast orðið þ ltl úr því fyrir Hans, að fara ^*1111 að þessu sinni, og setjast ^ðknámi, ef Sveinn hefði i 1 sífellt verið að stagast á að liann ætlaði að verða skipstjóri á eigin skipi, frá því er Jieir fvrst stigu á þilfarið á „La Plata“. Hans liafði aldrei látið sig dreyma um neitt því- líkt og sagði Sveinn, að það væri mesta heimska, jafn bráð- duglegur og liann væri og sjó- maður í búð og hár. Auðvitað skyldi bann verða skipstjóri. En leiðin til jiess lægi í gegnum nálaraugað, stýrimannsprófið. Það væri að vísu ekki á allra færi að komast í gegnum það, en Sveinn bar það traust til Hans, að honum mundi takast að sigra þá Jiraut. Hans van- treysti sér lieldur ekki í því efni sjálfur. En ætti bann að leggja upp í heilan vetur, varð liann að breyta um lifnaðarháttu, ekki á sjónum lieldur í landi. Það var talin góð og gild siðferðisregla sjómannsins, að krónurnar væm kringlóttar til þess að velta þeim, og hann bafði þegar látið þær velta. Það gilti einu, bversu mikla pen- inga bann liafði, þegar hann kom í höfn, liann var alltaf jafnsnauður, þegar hann lét úr liöfn aftur. — Þú ert allt of brjóstgóður og auðtrúa, sagði Sveinn. En Sveinn liafði framtíðarfyrirætl- anir, ■— liann ætlaði að verða „skipstjóri á eigin skipi“. Hans var reyndar ekki al- gerlega félaus. Haim átti aldr- aða móður, sem búsett var innst inni í fjarðarbotni, nyrzt í Norðurlandi, og hún var stöð- ugt að skrifa honum og þakka honurn fyrir peningasending- araar, sem verðu hana frá því að lenda á sveitarframfæri og meira til, því að bún gæti alls ekki eytt því öllu, er bann sendi henni. Afganginn legði bún inn í sparisjóðinn á hans nafn. Það gæti orðið honum styrkur til að ná stýrimanns- prófi. Hana dreymdi líka u>’’ „skipstjóra á eigin skipi“. Salvesen liafnarstjóri hélt uppi stýrimannaskóla á hverj- um vetri í fæðingarbæ Sveins, — afbragðs skóla, svo að um annan betri var naumast að ræða, hafði Sveinn sagt. Og svo var ákvörðunin tek- in, og allt í einu skaut Sveini upp í áttliögum sínum, skyndi- lega og óvænt ölluni nema for- eldrum hans, nýjum af nál- inni frá hvirfli til ilja, í stuttri sjómannstrevju og húfuna á ljósa hrokkna hárinu hallandi út í annan vangaim. Fagnaðar- kveðjunum mætti liann við fimmta livert skref, hina skömrnu leið frá bryggjunni og heim til sín, og spurnaraugum var gotið til unga, laglega mannsins, sem með honum var, með sólbrúnt andlit og lirafn- svart hár.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.