Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 4
112 Galtalæk. Útsýni þaðan er stórfenglegt og svipfagurt. Umhverfis hið víðáttumikla, grösuga flatlendi, sem þenur sig til suðurs frá bænum svo langt, er séð verður, rísa til- komumikil fjöll á þrjá vegu. Breiðist f jallahringur þessi eins og faðmur móti suðri og minnir hin sérkennilega lög- un landsins þegar við fyrstu sýn á breiðan flóa. Enda er af jarðfræðingum talið víst, að í lok ísaldar, fyrir á að gizka tíu þúsund árum, hafi alt hið víðáttumikla svæði milli fjallanna þarna verið sævi hulið. Þá hafa öldur hafsins farið dansandi yfir þar sem bændabýlin standa nú og brimið svarrað á und- irhlíðum fjallanna, hvarvetna um þessar slóðir. En hinir skapandi kraftar náttúrunnar eru voldug öfl. Og meðan ald- ir og árþúsundir hnigu í tím- ans haf urðu hér furðulegar breytingar. Nýtt landflæmi tók að myndast. Þjórsá átti drjúgan þátt í þeirri nýsköp- un, með því að bera jökul- gorm sinn ár og síð fram í flóa þennan. En jafnhliða tók landið að lyftast, unz svo var komið, að þar sem áður var sjávarbotn urðu víðáttumiklir aurar og sandflákar. Gerðust þá enn stórkostlegri viðburðir í sögu þessa landshluta, sem breyttu í skjótri svipan bygg- ingu hans og sköpun allri. Eldflóð, sem vart mun eiga sinn líka á síðari tímum jarð- sögunnar, flæddi hér yfir inn- an úr óbyggðum og allt fram í sjó. Þegar þessum ósköpum linnti, og raunar fyrr, var drottnun hafsins yfir land- flæmi þessu lokið til fulls. Smám saman seildist svo gróðurinn inn yfir hi-aun- storkuna og þar með var lokaþátturinn í sköpunarsögu landsins hafinn. Það er naumast hægt að renna augunum yfir þetta svipfagra land án þess, að láta hugann dvelja um stund- arsakir við þessar og þvílíkar staðreyndir, viðvíkjandi mynd- un þess. En brátt verður vit- undin um návist Heklu, eld- fjalladrottningarinnar frægu, öllu öðru yfirsterkari. Hún er þarna í býsna mikilli nálægð, og manni skilst, að sú nálægð muni vera fullmikil þegar fjallbákn þetta teygir eldtung- ur sínar til himins, er gíó- andi hraunkvikan streymir niður hlíðarnar, andspænis bænum. Að þessu sinni var þó um ekkert slíkt að ræða. Fjalladrottningin var umvaf- in djúpri kyrrð og hafði nú sýnilega tekið sér varanlega hvíld, eftir sitt síðasta æði. Ljósgrár þokuhjúpur var að breiðast yfir hana hið efra, en upp af suðvesturöxlinni teygðust nokkrar reyksúlur, sem vitnisburður þess, að enn tórðu glæður hennar hið innra, þótt sjálfu gosinu væri raunverulega lokið. Þessi mildi friðarhöfgi, sem hvíldi yfir Heklu nú, var harla ólíkur ógnarhjúp hennar í upphafi hins nýafstaðna goss, þegar hún var svo að segja gersamlega hulin bik- svörtum gosmekki, er reis í ferlegri mynd upp af fjallinu, og teygðist eins og himinhár ævintýraveggur óralangt til suðurs. Var mynd sú svo stór- HEIMILISBLAÐIP fengleg, að seint mun mér úr minni líða. Hekla hefur tekið allmikl' um breytingum af völdum þessa síðasta goss. Þær breyt ingar hafði ég einkar góða aðstöðu til að virða fyrir mér frá Galtalæk. Að vísu var efsti hluti fjallsins hulmn þokuslæðu, svo að hinn mikk hnúkur, sem myndazt hefm á hátoppnum, sást ekki. Eu suðvesturöxlin, þar sem gosið varaði lengst, sást mj°2 greinilega. Hefur hún sým' lega hækkað nokkuð og um' myndazt á ýmsan hátt. Yfirleitt hefur hin rómaða feÚ urð Heklu beðið talsvert tjóu vegna hamfara eldsins og a^' leiðinga þeirra. Það tjón verð' ur ekki bætt. En þrátt fyrir það fær engum dulizt, að hun er enn — og verður — höfuð prýði fjallanna á þessum slóð um. Eftir að hafa virt Heklu allnákvæmlega fyrir mér, ég að gefa hinu nálægara um hverfi Galtalækjar freka1'1 gaum. Túnið er mikið um»^s og flatlent. Austan til við Þa^ rennur vatnsmikill lækur> samnefndur bænum. Eru sma hólmar þarna í læknum, skO01 vaxnir, en neðan við þá fe^ ur lækurinn fram af allhaU þrepi og myndar brattaU streng, er Skógafoss nefnist' Hefur flúð þessi nú vei'i® virkjuð og knýr rafstöð 1 þágu heimilisins. Drjúgan spöl fyrir austaa Galtalæk fellur Ytri-Rauí?3 til suðvesturs, straumhörð vatnsmikil. Handan við hallíl fer landið ört hækkandi og el hrjóstrugt mjög og eyðiú^

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.