Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 25
heimilisblaðið 133 ekki um of, það kann að vera að ef> hitti þig þar sem verst gegnir! Fjórtándi kapítuli. pRÚ ORRIN var ánœgð með * manninn sinn að ýmsu leyti. En þegar Clyde Orrin var að brjóta heilann um viðskiptamál við mið- degisverðarborðið, fannst frúnni full langt gengið. — Hvaða ráðagerðir hefurðu á Prjónunum í kvöld, vinur minn? sPUrði hún, þegar hún sá hve mað- Ur hennar var annars hugar. '—■ Engar — alls engar, sagði Clyde Orrin. Að minnsta kosti eng- ar sem þýðingu hafa. — Vertu nú ekki að þessu bulli, sagði kona hans, er verið hafði dansmær, áður en hún giftist hin- u«i unga stjórnmálamanni. Henni bótti gaman að tala eins og í Samla daga, þegar þau voru tvö 6l«. Hvað gengur að þér, Clyde ? ■— Börn, sagði hann. — Börn? Oh, það var þá! Það er nógur tími að hugsa um þau! — Ég veit ekki. Það er þægi- 'eSra að breyta um lifnaðarháttu •Peðan maður er ungur! — Ég skil við hvað þú átt, sagði hún. Þú vilt að ég sitji uppi allar «ætur við að hugga börn. Svo á eS að taka á móti ættingjum þin- Utn og fara með þér til þeirra í lesamkvæmi. Er það ekki þetta, Sem þú vilt? Hann barði með fíngerðum og ‘Pjúkum fingrum sínum á borðplöt- Una. Heyrðu nú, vinur minn, sagði |rú Orrin. Vertu nú ekki svona P°gull og þungbúinn, þegar þú enaur heim til mín. Þú átt að skilja áhyggjurnar eftir á skrifstof- Utlni, en ekki taka þær með þér neim. En góða mín, sagði hann, ég fú'aði ekki að særa tilfinningar Pinar. Við skulum tala eins og full- °rðnar manneskjur, sagði frú Orr- ' Éf þú óskar eftir litlum dreng, ?ern hleypur á móti pabba sínum, ^ ®ar hann kemur heim, þá segðu ara til. Ég óska einskis fremur en a® hrista þetta pólitíska ryk af okkur og eignast reglulegt heimili. Það veiztu vel! En þú mátt reka mig frá þér, vinur minn, ef þú heldur að ég hafi áhuga á að fjölga mannkyninu! Ég kæri mig ekkert um að elda mat, fægja glugga, þurrka af ryk, gera inn- kaup á torginu og taka á móti gestum þinum, vinur minn. Er þér þetta ljóst, eða heldurðu að ég sé að gera að gamni mínu? Maður hennar horfði niður á disk sinn. Svipur hans var góð- legur og hugsandi, þótt honum væri morð í huga. Og þó var hann sæmilega ánægður með konuna sína. Hún var honum að ýmsu leyti gagnleg. Tvisvar sinnum hafði hún bjargað honum undan stríðs- öxi stjórnmálanna, og ótal sinnum hafði hún sparað honum tíma og ómak. Vissulega komu gáfur henn- ar honum að gagni. En stundum var hann í vafa um, að hjóna- bandshamingja hans væri eins mikil og hann hélt. Hann hafði óljósan grun um, að hamingja hans væri byggð á sandi. — Svo að við minnumst aftur á börn, skal ég segja þér, án þess þó að ég vilji angra þig, að ein- hverntíma . . . — Einmitt, sagði hún. Einhvern- tíma í framtíðinni. En það eru ekki börn, sem hertaka huga þinn í kvöld. Hvað gengur að þér, sterki, stóri, kæri vinur? — Heldurðu ekki, mælti hann, að við ættum að reyna að vera kurteis hvort við annað, enda þótt enginn heyri til okkar? — Ég er kurteis, sagði hún. Ég segi þér, hversu stór og sterkur þú sért. Réttu mér salatið, Clyde, geymdu alla embættiskurteisi þar til síðar, heyrirðu það? Eiginmaður hennar horfði á hana rólegur eins og höggormur, en hún mætti augnaráði hans með hæðn- islegu brosi. Þau skildu hvort ann- að fullkomlega. Það var vafasamt, að þau gætu öllu lengur verið vinir. Allt í einu setti hann hugs- anir sinar fram í orð: — Það skiptir engu máli, hvern- ig ég er utan heimilis. Heima virð- ist ég hafður að fífli! — Þótt ég vœri gift þér í þús- und ár, mundirðu alltaf vera hræddur um að ég gerði þér hneisu! mælti hún. — Þú veizt, að þetta er ekki satt, sagði hann. Ég veit, að ég á þér mikið að þakka! — Að minnsta kosti ekki ást, eða hvað ? sagði hún. Hann stóð snöggt á fætur, ýtti stólnum frá sér og gekk til henn- ar, en hún bandaði honum frá sér með hendinni. — Ég óska ekki eftir vélrænum atlotum, og ég hata sáttaumleit- anir, því að þeim fylgir ávallt væmni, sagði hún. Ung stúlka grætur alltaf, þegar sættir eiga sér stað. Ég býst við, að það sé áhrifameira að gráta yfir eigin- manni en að hlæja að honum. Setztu aftur, Clyde, þá skal ég reyna að taka þig alvarlega. Hann gekk aftur að stól sínum með þóttafullum svip og rauð- ur í andliti. Frú Orrin fann, að hún hafði gengið full langt, en hún hafði það á tilfinningunni, að henni mundi ef til vill takast að gera mikinn stjórnmálamann úr þessum daufgerða manni. Nú brosti hún og horfði blíðlega á hann. Hann horfði tortryggnislega á hana. — Þú veizt, hvernig á að draga klærnar inn og gera loppurnar mjúkar, sagði hann. Vertu nú til- búin að sýna klærnar aftur. Hlust- aðu á þetta! Það er bréf frá Will- iam R. Rock um T. & O.-viðskiptin. — Láttu mig sjá, sagði hún. Ég vissi, að það var eitthvað fyrir mömmu að heyra! Frh. Síminn hringdi og ofsaleg kven- rödd hrópaði: — Það eru tveir ungir menn að reyna að komast inn í herbergið mitt gegnum gluggann. — En, kona góð, var svarað, þér hafið fengið skakkt númer. Þetta er á slökkvistöðinni en ekki á lögreglu- stöðinni. — Ég veit það, svaraði röddin óþolinmóðlega. Ég ætlaði líka að hringja á slökkvistöðina. Þá vantar lengri stiga.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.