Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 30
138 HEIMILISBLAÐIÐ að brjóta heilann um, hvort hann mundi í raun og veru hitta „óræstis bankastjórann11, sem hefði átt þátt í að stela peningum frænku, og ef svo færi, hvað hann ætti þá að segja eða gera. VIII. Það var ekki rétt, EGAR Leonhard kom heim, var langt liðið á kvöldið og frú Willén var farin að óttast um hann. Hann var æv- inlega vanur að koma heim fyrir kvöldverð, og nú bjóst hún hálfvegis við að Leonhard væri forvitinn eftir að vita erindislok hennar og vildi sýna honum umhyggju sína. En þegar hann loksins kom var hann útgrátinn og niður- lútur og varaðist eins og hann gat að mæta augum hennar. — Hvar hefur þú verið, Leonhard? spurði hún. — 1 Valby. Séra Pettersen bað mig að fara með bréf til Staalhjelms baróns. — Hefur þú í rauninni ver- ið þar allan þenna tíma? — Já. — En hvað varstu að gera þar? Þú veizt, að það er orðið framorðið núna. — Baróninn vildi ekki sleppa mér, svaraði Leonhard og virtist berjast við grátinn. — Hann hefur kannske vilj- að láta þig borða kvöldmat þar? spurði frænka hans. — Ja — nei — það er að segja, ég vildi ekki þiggja mat þar. -—• En hvernig hefur þér annars farnazt í dag, frænka? — Það fór nú ekki vel, svaraði hún og fór þá aftur að hugsa um sínar áhyggjur. Það getur farið svo, að við missum peninga okkar alveg, en það eru aðrir, sem verða mikið ver úti og tapa miklu meira en við. Já, Guð hjálpi þeim, sem missa aleigu sína við þessar aðfarir. — Það var næstum því lið- ið yfir mömmu, sagði Albert. Ó, það var raunalegt. Ég var að bera mig að styðja hana, en við það var ég sjálfur nærri því oltinn um koll. — Hún hefði átt að láta mig koma með sér, sagði Le- onhard, en þagnaði svo allt í einu. — Albert hefur verið mér til mikillar hjálpar og hug- hreystingar, sagði móðir hans. Þegar við vorum inni hjá lög- manninum, til að leita ráða hans, minnti hann mig á mik- ilsverð atriði, sem ég hefði annars gleymt. Hann hefur verið mér til mikillar að- stoðar. — Já, sjáðu til, á leiðinni til bæjarins sagði hún mér frá öllu því, sem hún þyrfti að ræða um við lögmanninn, og séra Pettersen segir, að ég sé minnisgóður, sagði Albert og hló við. Það var víst hið minnsta, sem ég gat gert, að minna mömmu á það, sem henni hætti við að gleyma. Frú Willén spurði Leon- hard nú aftur að því, hvers vegna hann hefði verið svona lengi í Valby, en hann kom sér hjá að svara því beinlínis, og svar hans var mjög ófull- nægjandi, ' en af því að hún var þreytt, sinnti hún ekki um að fara nánar út í þetta að sinni, en bað drengina að ganga til hvíldar eins fljótt og þeir gætu. — Við verðum að hafa eins hljótt um okkur og við get- um, þegar við háttum, sagði Albert, því að mamma er svo hrygg og þreytt. í kvöld, °& þú veizt, að hún heyrir þegar við göngum um gólfið. — Þú heldur víst, að eng" inn skeyti neitt um hana nema þú, svaraði Leonhard afundinn. Albert anzaði því engu, en flýtti sér að hátta. Hann heyrði móður sína ganga fram og aftur um gólfið niðri, og hann var feginn því að hun hafði heitið að fara fljótt að sofa, þó að það væri óvenju snemma. Skömmu seinna kraup hann við rúmið sitt til þess að biðja kvöldbænina sína og heyrðist honum þa gráthljóð frá rúmi Leonhards, er stóð hinum megin í her- berginu. Hann bað því ser- staklega fyrir Leonhard, a^ Guð vildi blessa hann °£ hugga, ef hann væri eitthvað alvarlega sorgbitinn. Því n®s* reis hann á fætur og bauð Leonhard hlýlega góða nótt- Albert var þreyttur eftir ei il dagsins og þurfti því ekki að bíða svefnsins lengi> en rétt þegar hann var að sofna hrökk hann allt í einu upP við það, að Leonhard var að læðast til hans eftir gólfmu' — Æ, Albert, mér líður svo hræðilega illa, sagði hanu snöktandi. Hvað á ég að gera - Æ, hvað á ég að taka ti bragðs? — Hvað er um að vera-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.