Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 29
heimilisblaðið 137 — Hvað er að, mamma? spurði Albert, sem einmitt ætlaði að leggja af stað í skólann. — Það er sagt frá því hérna í blaðinu, að bankinn, sem pabbi lagði peninga okk- ar í, hafi nú stöðvað útborg- anir sínar, og ég hef engum öðrum peningum úr að spila a meðan hann er fjarverandi. ■— Töpum við þá pening- unum? spurði Albert. •— Það er ég hrædd um. Ég verð að minnsta kosti að fara til bæjarins undir eins til að leita vitneskju um, hvernig bessu er varið. Ég veit ekkert um þetta annað en það, sem ég var að lesa í blaðinu. Blað- segir að stjórn bankans eigi alla sök á þessu. — Lofaðu mér að koma ^eð þér, mamma! sagði Al- bert. Ó, gerðu það fyrir mig, mamma, að lofa mér að fara ’tteð þér. Pabbi sagði, að ég ^etti að hjálpa þér og gæta þin. Prú Willén gat ekki að sér £ert að brosa að litla en veg- Vnda drengnum sínum og biartahlýja. Leonhard hafði hlustað þögull á þetta samtal, eu nú fór hann að biðja um bað af ákafa, að hann mætti heldur fara með frænku sinni. Þú veizt þó að ég er rösk- ari að ganga en Albert, sagði hann og gleymdi nú í ákaf- auum, að þessi orð hlutu að smra frænda hans. — Nei, Albert skal, hvað sem öðru líður, koma með rtler. sagði frú Willén fljót- ^ega. Ég þarfnast einhvers, sem getur uppörvað mig og ^Ughreyst í dag, og það get- ur enginn gert betur en Al- bert. Ég get ekki haft ykkur báða með mér, því að annar- hvor verður að fara í skólann og segja Pettersen presti hvers vegna hinn komi ekki. Leonhard hljóp sína leið án þess að segja eitt orð, en hann var rjóður af gremju. Hann hafði aldrei fundið til öfund- ar gagnvart frænda sínum áð- ur, en hvers vegna fór frændi hans að fela Albert að gæta móðurinnar og hjálpa henni, en ekki honum, sem var bæði stærri og sterkari? Honum þótti innilega vænt um frænku sína og fannst að fyr- ir hana vildi hann allt gera. En hún kaus nú heldur Albert með sér, en var alveg sama um hann. Þessi gremja hvarf þó smám saman úr huga hans og hugs- anir hans beindust í aðra átt. Hann fór að hugsa um, hvað frænka hans hefði verið hon- um góð í öllu, frá því fyrsta, er hann kom á heimilið, einn- ig þá, er hann hafði orðið eft- irlætisbarni hennar til tjóns. Honum þótti sem hún ætti engan sinn líka í heiminum. Hún var bæði góð, ástrík og umburðarlynd. Þegar hann hafði skýrt Pettersen presti frá orsökinni til fiarvistar Alberts, fór hann aftur að hugsa um frænku sína og mótlæti hennar. Við bað vaknaði sterk óvild í huga hans til bankastjórans, sem hefði stolið peningum hennar. — Honum skildist sem sé, að bannig væri málinu háttað. Frændi hans hefði lagt pen- ingana inn í bankann í því trausti, að þar væru heiðar- legir menn, sem mundu varð- veita þá fyrir hana, en þeir hefðu nú svikið hana. Ýmsir drengjanna, sem áttu langt heim, snæddu miðdegis- verð hjá prestinum, og þar á meðal Leonhard. Er þeir sátu til borðs, sagði prestur- inn við hann: — Viltu gera mér þann greiða, er þú ferð heim, að koma bréfi til Staal- hjelms baróns til skila fyrir mig? Ég veit, að þetta er dá- lítill krókur fyrir þig, en þú gerðir mér mikinn greiða ef þú vildir gera þetta fyrir mig, því að það er áríðandi mál- efni, sem ég rita honum um. — Jú, ég skal fúslega gera það, svaraði drengurinn ein- arðlega. — En ég vildi helzt að þú tækir. svar við bréfinu og get- ur þú svo komið með það á morgun, um leið og þú kem- ur í skólann? — Er ekki Staalhjelm bar- ón einn af stjórnendum bank- ans? spurði frú Pettersen. Athvgli Leonhards var vak- in og beið hann nú með eftir- væntingu eftir því, hverju prestur svaraði. — Jú, það held ég helzt. En ég er samt ekki alveg viss um það. Veizt þú það ekki, Grönberg? — Jú, hann er það, svar- aði Grönberg, einn af elztu drengiunum, sem allt þóttist vita, hvort sem hann var því nákvæmlega kunnur eða ekki. En Leonhard var betta nóg. Hann var sannfærður um, að Staalhielm væri bankastjóri. Þegar skólanum var lokið og Leonhard á leið til bar- ónsins með bréfið, fór hann

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.