Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 8
116 lýsa þeim öllum, hverju ein- stöku fyrir sig. Af hinum ná- lægari fjöllum er Búrfell veg- legast. En vestan til við það blasir Þjórsárdalurinn við, sem perlan í forgrunni þessa mikla listaverks. Eftir að hafa virt fyrir mér alla þessa dýrð, sný ég at- hygli minni að Heklu á ný. Það er komið undir hádegi og þokukúfurinn á henni virð- ist færast í vöxt og er ég orð- „ inn með öllu vonlaus um að honum muni létta af fjallinu þá um daginn. Tel ég því væn- legast, að láta hér staðar numið og halda eigi lengra. Ég var eðlilega allt annað en ánægður yfir þessum mála- lyktum. Ákvörðun mín um að komast á Heklutind var að engu orðin. Ferðin hafði raun- verulega misheppnazt. En hér varð engu um þokað, og brátt er ég lagður af stað að nýju og held nú til baka, nálega sömu leið og ég kom. I bakaleiðinni kem ég að Gamla-Næfurholti, sem er eyðibýli. Var bærinn fluttur þaðan þegar Hekla gaus, árið 1845, eins og kunnugt er, og stendur nú undir Bjólfelli. Næfurholtsbærinn gamli hef- ur staðið hátt, dálítinn spöl fyrir austan Rangá. örskammt frá bæ j arrústunum má sjá hraunálmuna, sem var ein að- alorsök þess, að bærinn var fluttur. Sérhvert eyðibýli á sína sögu, eins og hvað annað, sem vera skal, og húsarústirnar í Næfurholti eiga sér vissu- lega undursamlega fortíð. Ég ber ósjálfrátt lotningu fyrir þessum eyðilega stað, sem staðið hefur af sér svo marg- ar eldraunir af völdum Heklu- gosa liðinna alda. Og meðan ég virði fyrir mér þessar fornu rústir, taka furðulegar myndir áð svífa mér fyrir hugskotssjónum. Kynlegir við- burðir aftan úr rökkri for- tíðarinnar birtast mér, á æv- intýralegan hátt. Það eru ekki lengur rústir einar á túninu í Næfurholti. Þar er kominn reisulegur bóndabær, í forn- íslenzkum stíl. Árið 1300, seg- ir hin dulda vitund mín. — Það er hásumar. Sólin stráir geislum sínum yfir blóm- skrýdda jörðina. Loftið er þrungið gróðurilmi. — Út við sjóndeildarhring í suðri, hand- an við sléttuna miklu, sem blundar í blámóðu sumar- dagsins, svífa hvít ský, eins og tröllaukin seglskip vaggi þar á öldum úthafsins. Þau fara ört stækkandi, dökkna og bruna inn yfir landið. Sval- ur vindur af landsuðri fylgir beim eftir. Allt í einu heyrist annar- legur gnýr úr austurátt (þ. e. frá Heklu) og í sömu and- ránni verður fólkið í Næfur- holti þess vart, að jörðin skelfur undir fótum þess og bærinn riðar, svo að nærri liggur, að hann hrynji til grunna. En þetta er aðeins forboði þeirra geigvænlegu viðburða, sem nú eru að hefj- ast. öllum verður litið til Heklu, því að menn grunar, að af hennar völdum muni þetta stafa. Og sjá! Upp af toppi hennar rís ægilegur mökkur, er geysist með ofsa- hraða upp í himinhvolfið og breiðist þar út á svipstundu. HEIMILISBLAÐl® Himinninn formyrkvast og a skömmum tíma leggst niða myrkur yfir Heklu og um hverfi hennar. Næfurholtsba?1' inn hverfur í það mikla myrk ur, eins og dropi í hafið- Gnýrinn frá Heklu er nú oið inn að ógurlegum dunum brestum, eins og fjallið se að molast í sundur. Vikri riguir niður og í sífellu þjóta leifV andi eldingar gegnum myr^ an geiminn, boðandi ógnir tortímingu. Sunnanvindurinn færist 1111 skyndilega í aukana og hinI1 ferlegi voðamökkur, sem brý2*' án afláts upp úr eldfjallinU’ sveigir til norðvesturs. Lanð sveitinni er borgið frá yfir vofandi eyðingu. — En y^11 byggðir og óbyggðir norðurs ins geysist gosmökkurinn’ með dauðann sjálfan fyrlí förunaut. Hér lýkur þessari furðusý11' Sjónarsvið ímyndunaraflsinf lokast og húsarústirnar við Næfurholtstúninu blasa mér á ný, hjúpaðar hulið- blæju eilífrar þagnar. myndaflug og staðreyn^ höfðu runnið hér sarnan ég eitt, svo að þar kann naumast nokkur skil á- 1 fornum annálum er viru eskjan um gos þetta gey**1 ’ sem hófst í júlímánuði arl 1300, og er talið eitt hið urlegasta Heklugos, er sÖgu fara af. — Og annálarP1 greina frá mörgum öðruU iUÍ1 geigvænlegum Heklugos ^ frá liðnum öldum, auk Þe her sem rúnaletur jarðlaganna þeim vitni. Hekla hefur verl athafnasöm í meira lagi- hennar er saga stórfeli^1’3

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.