Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 10
118 HEIMILISBLAÐIÐ André Maurois IRENE 'C’G er svo fegin því að geta farið út með þér í kvöld, sagði hún. Þetta hefur verið erfið vika. Mikið að gera og margvísleg vonbrigði . . . En nú ert þú hjá mér, og þá hugsa ég ekki lengur um allt hitt . . . Heyrðu, það er verið að sýna dásamlega mynd . . . — Þú skalt ekki halda, sagði hann ólundarlega, að þú getir dregið mig með þér x bíó í kvöld. — Það var leiðinlegt, sagði hún. Og ég sem var búin að hlakka svo mikið til að horfa á þessa mynd með þér . . . En það gerir ekkert til. Ég veit af nýjum skemmtistað við Montparnasse, með dá- samlegum dansfélögum frá Martinique . . . — Nei. sagði hann með áherzlu. Ég vil ekki hlusta á neina negramúsík, Irene. Ég hef þegar fengið nóg af henni. — Hvað viltu þá gera? spurði hún. — Það veiztu, sagði hann. Borða miðdegisverð á ein- hverjum rólegum stað, rabba saman, fara heim til þín, teygja úr sér á sófanum og láta sig dreyma . . . — Einmitt það! Nei! sagði hún. Ne-hei! Þú ert meiri sér- gæðingur en þú hefur leyfi til að vera, vinur sæll. Þú ert undrandi á svipinn? Það er af því, að enginn hefur nokk- um tíma sagt þér sannleik- ann. Enginn! Þú ert því van- ur, að konurnar líti á óskir þínar sem lög. Þú ert eins konar nýtízku soldán. Kon- urnar í kvennabúri þinu eru óteljandi og það á sér hvergi takmörk. En kvennabúr er það samt . . . Konurnar eru ambáttir þínar. Og eiginkona þín mesta ambáttin. Ef þig langar til að sökkva þér nið- ur í drauma þína, þá eiga þær að sitja kyrrar og horfa á þig, meðan þig dreymir. Ef þig langar til að dansa, þá eiga þær einnig að dansa. Ef þú hefur skrifað fjórar línur, þá eiga þær að hlusta á þig lesa þær upp. Ef þú vilt láta skemmta þér, þá eiga þær að leika hlutverk Scheherazade. Nei, vinur minn góður, það segi ég enn og aftur. Það skal að minnsta kosti vera til ein kona í heiminum, sem ekki sættir sig við duttlunga þína. Hún þagnaði og bætti við í mýkri tón: — Það var leiðinlegt, Bern- ANDRÉ MAUROIS hét réttu nafni Emile Herzog og fæddist í Normandi í Frakklandi 1885. Hann naut háskólamenntun- ar, og er heimsfrœgur or'óinn fyrir œvisögur sínar, skáldsögur og rtt■ geröir. Bókin um Shelley >'ar fyrsta œvisaga hans, og kom hún út 1923. Áöur höfSu komiS út eft‘r hann ritgerSasöfn, er állu rót sína aS rekja til þátttöku hans í fyrrl heimsstyrjöldinni viS hliS Breta. Einnig ritaSi hann œvisögur Disra■ elis, Byrons og Chateaubriands. Verk Maurois eru mjög fáguS, >’» hann þykir oftast hliSra sér hja aS taka djúptœk vandamál og erfiS og flókin viSfangsefni til nieS■ ferSar. Kona hans vann sleitulaust aS því, aS hann yrSi kjörinn félagi í Frönsku akademíuna, og varS þaS aS veruleika áriS 1938. I verk• um sínum er hann talsmaSur vin■ áttu og einlœgrar bjartsýni. v__________________________——^ ard. Ég sem hlakkaði svo mik' ið til að hitta þig. 'Ég hélt, að þú mundir hjálpa mér til að gleyma áhyggjum mínum- Og svo kemur þú og hugsar aðeins um sjálfan þig • • * Farðu nú . . . Og komdu aft' ur, þegar þú hefur lært a<5 taka tillit til annarra . • • j^ERNARD lá andvaka all® nóttina, niðursokkinn 1 dapurleg heilabrot. Irene hafð1 á réttu að standa. Hann var viðurstyggilegur. Hann sveik ekki aðeins og vanrækti Alice’ sem var þýð, trygglynd °% auðmjúk; hann var meira að segja ótrúr án þess að bera nokkra teljandi ást í brjósti til neinnar annarrar. Hvers vegna var hann fæddur svona? Hvers vegna bar hanfl í brjósti þessa þrá til að sigr' ast á og ráða yfir? Hvernií stóð á þessu getuleysi til a<5 ,,taka tillit til annarra • Hann renndi huganum V^lX - N/

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.