Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 22
130 — Já, það hef ég hugsað mér! — Þetta get ég notað gegn þér, drengur, komi málið fyrir réttinn, sem það sjálfsagt gerir! — Ég mun aldrei framar kom- ast í kast við yfirvöldin, svaraði Destry. Ég er eins og þægur hund- ur. Ég hef fundið fyrir svipunni, og ég þarf ekki aðra ráðningu til þess að muna, að það borgar sig ekki að brjóta lögin. ---Að brjóta lögin! hrópaði sher- iffinn. Er það ekki að brjóta lög- in að drepa mann? — Sjálfsvörn er ekki glæpur, jafnvel ekki í sunnudagaskóla, sagði Destry. — Ja, rumdi Ding Slater. Ég get ekki mælt á móti því, sérstaklega þar sem voru tveir á móti ein- um . . . — Og þeir sátu um líf mitt. — Þeir héldu, að þeir væru að slátra kálfi. Þá grunaði ekki að um villigölt væri að ræða. En við skulum ekki tala meira um Og- den-bræðurna. Hvað um hina ? Heldurðu, að þeir séu á hælum þér ? — Bæði þeir og leiguþý þeirra, sagði Destry. En við skulum ekki ræða um það. Allt, sem ég geri hér eftir skal vera lögum sam- kvæmt. Þú munt hjálpa mér til þess að svo verði, þú . . . — Þú tekur nokkuð mikið upp í þig, sagði sheriffinn. Hjálpa þér? Ég læt fyrr hengja mig! — Ég er í sérstökum erindum, sagði Destry. Ég skal opna læstar dyr og skilja ljósið eftir inni, eins og presturinn sagði sunnudag nokk- urn í fangelsinu. Ég skal opna margar einkadyr og skilja ljósið eftir inni, sheriffi. — Hvað áttu við með því? — Ég á við það, sagði Destry, að ég skal refsa þeim, eins og þeir refsuðu mér, nema hvað hefnd mín verður margfalt verri. — Það liggur við, að þú sért að vekja hjá mér áhuga, sagði sheriffinn hugsandi. — Áreiðanlega, sagði Destry. Ef fortíð þín væri grandskoðuð, mundi þá ekki ýmislegt koma í ljós, vin- ur minn ? — Það er ég ekki viss um, sagði sheriffinn. En hver maður fremur heimskupör einhverntíma á ævinni. Nú, en svo að við snúum okkur aftur að hinum . . . — Einmitt! sagði Destry bros- andi. — Ég hef alltaf vonað, að þér gengi allt að óskum, Harry. — Ég er viss um það. — En hvað áttu við með því að refsa þeim eins og þér var refsað? — Nú, ég var lokaður inni frá lífinu, lokaður bak við járngrind- ur. Nú ætla ég einnig að loka þá inni, en ekki á sama hátt. Ég ætla ekki að svipta þá lífinu, en þeir skulu ekki fá að njóta þess á sama hátt og áður! — Er þér ljóst að þú talar úti á miðri gotu? mælti sheriffinn. — Mér er ljóst, að þú gætir sagt þeim samtal okkar, svaraði Destry. En þeir hugsa sér aðeins morð, enda þótt dauði Jerry Wend- ells gæti bent þeim á annað. Segðu þeim allt af létta, Ding. Því fleiri dyr, sem þeir verða að halda vörð um, því verr gengur þeim að gæta sín. Vertu sæll! Þú færð nóg að gera við bréfaskriftir. Þú veizt, hvað þeir heita! Ég verð að beygja hér og heilsa upp á Chester Bent! Hann stöðvaði hest sinn og virti húsið fyrir sér með velþóknun. __ Ég vildi óska, að húsið hans væri tíu sinnum stærra, sagði Des- try. Ég vildi óska, að það væru marmarasúlur meðfram framhlið- inni og hundrað negrar kæmu til dyra, þegar maður hringdi, að hundrað hestar væru í hesthúsinu — og að hann réði yfir hundrað bæjum eins og Wham. Guð hefur aldrei skapað annan eins mann og hann! Sheriffinn reið aftur niður göt- una, en Destry sneri inn á lítinn Stíg, er lá að hesthúsinu bak við íbúðarhúsið. Á grænni flöt bak við húsið stóð Chester Bent ásamt tveim öðrum mönnum og horfði á háa, rauðbrúna hryssu, sem annar mannanna teymdi fram og aftur. Bent kom þjótandi á móti vini sínum og þrýsti hönd hans. —Ég hef heyrt um Jerry! sagði hann. Ó, Harry, þú hefur villt mér sjónir og öllum bænum. Wendell HEIMILISBLAÐIÐ kom og fór aftur. Hann leit út eins og afturganga. — Ef ég hefði sagt þér frá þessu, svaraði Destry hálfruglaður, sem hann virtist þó sjaldan vera, Þa mundir þú strax hafa reynt að fa mig ofan af því. Hann lagði hönd sína á herðar Bents. — Ég þekki þig, maður! Gott fyrir illt, það er þinn talsháttur. og sýndu hina kinnina líka og svo framvegis. En minn lyfseðill hljóð' ar ekki svo. Guð skapaði mig ekk1 þannig. Þú gætir lagt stein í götu mína, en þú getur ekki breytt mer, nei, ekki einu sinni þú! — Hvað er nú að ? spurði Bent undrandi. — Þeir eru tvístraðir eins °& fjárhópur. Ég ætla að fylgja ein um éftir! — Ertu á hælum einhvers? — Það er einn hérna úti, seiu ég ætla að elta. Það er Clyde Orr in, hinn mikli stjórnmálamaður, maður framtíðarinnar í rikinu, hinn heiðarlegi ungi lögfræðingur, er gætir laganna — sá með mjúku hendurnar, sem eru þvegnar á kúlf tíma fresti! Ég hef hugsað mér 8 heimsækja Clyde. Hefurðu hug að kaupa hryssuna? — Já, komdu og líttu á hana- En hvað viðvíkur vini mínum Ori in, þá er hann algerlega óska^ legur náungi og heiðarlegur ma ur, það veiztu . . . — Heyrðu nú, sagði Destr^; Maður getur ekki lifað á braa einu saman, það þarf meira til- get talað við þig, gamli þrjctrrm en ég kæri mig ekki um að hlus á þig, skilurðu? Chester Bent tók vasaklút ^ brjóstvasa sínum og þurrkaði se^ nm andlitið. Því n®s kinkaði hann kolli. — Ég skal hætta að hugsa u111 þig, Harry, sagði hann. Mun u bara, að vinur minn hegðar sCl alltaf rétt! Komdu nú og líttu hryssuna fyrir mig. Hún a kosta níu hundruð dollara, en Þa er auðvitað allt of mikið. — Láttu mig reyna hana, sag Destry. Hann tók hana úr höndum el®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.