Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 21
Heimilisblaðið 129 Hún mælti: — Ég kæri mig ekk- ®rt um að sýnast merkileg, Harry. % vil ekki brosa elskulegu brosi °g fara svo, rétt eins og ég væri við jarðarför. Ég vil berjast! ■— Allt í lagi, sagði Destry. Þú ert ein þeirra, sem ert fædd til að berjast. En fyrir hverju viltu berjast og með hverjum? — Ég vil berjast með þér! -— Við höfum fengið æfingu, sagði Destry hlæjandi. Við höfum baeði fengið svo mikla æfingu, að aanað okkar getur varizt flestum teim höggum, sem hitt greiðir! — Ó, Harry, sagði hún með breyttri röddu. Ég get ekki varizt tessu! Það hryggir mig ósegjanlega. — Sjáðu hana, sagði ofurstinn. Svei mér þá, ef hún er ekki á leið að skæla! Kysstu hana, Harry, irnggaðu hana, ef hún er að gráta þín vegna. Ég neyðist líklega til að nota haglabyssuna eftir allt saman! Hún yppti öxlum. — Hvað ætlarðu að gera, Harry ? spurði hann. Ætlarðu að elta þá Uppi hvern og einn eins og þú þézt þeim í réttarsalnum ? ■— Athugið, hvað þeir hafa Sart, sagði hann. Þeir hafa hvílt a herðum mér eins og þung byrði 1 sex ár. Og eftir því sem dagarnir iiðu þyngdist byrðin! Ég skal segja Vður, hvaða dagur var verstur. Síð- asti sólarhringurinn. Hver klukku- stund byrjaði eins og vor og end- aði sem vetur. En ég sýndi tak- Urarkalausa þolinmæði fram á síð- asta dag! Svo flýtti hann sér að bæta við: — En ég verð að hraða mér af stað! Ég þarf að komast langt í dag. Hann sneri sér að ofurstanum. — Verið þér sælir, ofursti. — Augnablik, Harry! Það er ^argt að ræða um ennþá. — Ég má ekki vera lengur. Við '■ðlum saman næst. Vertu sæl, Éharlie. Hann beygði sig niður og kyssti þana á ennið. '— Verið þér sælir, ofursti! Hann þaut út úr dyrunum, og ^au heyrðu negrana heilsa honum, i>Vl hann var í miklu uppáhaldi hjá þeim.. Og hlæjandi rödd hans, skær og frjálsmannleg, kvað við. — Er það þannig, sagði ofurst- inn, sem ungur maður á að kyssa unga stúlku kveðjukoss, þegar hann elskar hana, eins og hann elskar þig? Hann kyssti þig laus- lega á ennið og var svo þotinn í burt. Hæ, Charlie! Guð minn góð- ur, hvað gengur að þér? — Láttu mig vera, sagði hún, þegar hann stöðvaði hana við dyrnar. Hann tók fast yfir um herðar henni. — Hvað er að ? Hvað er að ? spurði ofurstinn. — Þú kemur mér til að gráta, sagði hún. Lofaðu mér að fara. — Reyndu að jafna þig, sagði ofurstinn, og hann horfði á hana með djúpri meðaumkun. Er hann sekur eða ekki? Ef hann . . . — Hættu, sagði stúlkan. — En það er engin ástæða til að hegða sér eins og þú gerir, Charlie. Það er allt í lagi. Hann er önnum kafinn. Er hann ekki kominn aftur og hefur tekið upp þráðinn, þar sem hann hætti síð- ast ? — Hvers vegna heldurðu það ? spurði hún. — Hann hefði alls ekki komið hingað, ef hann hefði ekki viljað sýna þér, að hann hugsaði ekki lengur um bréfin frá þér. — Hann kom hingað vegna Jerry Wendells, það er allt og sumt, sagði stúlkan. — En hann kyssti þig, Charlie. Það mundi hann ekki hafa gert, ef . . . — Ó, sástu það ekki? sagði hún. Það var bara kveðjukoss! Tólfti kapítuli. ÞAÐ var enn snemma dags, þeg- ar Destry lét gæðing sinn tölta aftur niður aðalgötuna í Wham. Hann horfði beint niður fyrir sig. í huga sér sá hann bregða fyrir andlitum, einu af öðru. Hann and- varpaði, víst þekkti hann þessi andlit vel. Ef hann hefði getað farið huldu höfði, mundi hann hafa komizt x færi við þá alla í þess- um litla bæ. En þrjá hafði hann þegar heimsótt og níu voru eftir. Hann hlakkaði til að elta þá uppi, eins og úlfur, sem skokkar á eftir uppgefnum elg og veit, að ekkert liggur á. Ding Slater kom ríðandi á móti honum. Þykkt ryklag gaus upp eins og púðurreykur, þegar hann stöðv- aði hest sinn allt í einu. Rykið sat á yfirskeggi hans eins og hvítt púður. Hann rétti höndina aðvar- andi í áttina til Destrys. — Ungi maður, sagði hann, það er síður en svo skemmtilegt, sem þú hefur gert! Reyndu að koma þér burt úr Wham. Farðu strax, ég skal fylgja þér á leið. — Heyrðu nú, sheriffi, sagði Destry. Það eru margar klukku- stundir liðnar síðan í gærkvöldi, þegar við töluðum saman! Sheriffinn reið upp að hlið hans. — Síðan í gærkvöldi er maður dáinn og annar er hættulega særð- ur, sagði Ding Slater. Þú hefur ekkert lært í sex ár, Harry, og mig langar ekkert til þess, að þú sért lengur hér í bænum. Þú ert verri en drepsótt! — Þökk fyrir, sagði Destry. Ég heyri hólið, sem felst á bak við orð þín. Þúsund þakkir, gamli þrjótur! Hefurðu sannanir? — Dauðan mann! Clarence Ogd- en dauður! sagði sheriffinn. Og hér ríð ég ásamt morðingjanum! Hvað heldurðu, að þeir hugsi um þetta fyrir austan? — Það, sem hugsað er í austri, kemur okkur ekki við í vestri, mælti Destry. En hvað Ogden- bræðrunum viðkemur, þá veiztu ósköp vel, að þeir hafa lifað á skotfimi sinni, og því er ekki nema eðlilegt, að þeir falli fyrir vopnum. — Komdu þér burt úr Wham, sagði sheriffinn. — Ég fer ekki, sagði Destry, nema því aðeins að óvinir minir séu farnir héðan. En fuglarnir hafa þó ekki allir séð veiðimanninn og eru flognir? Sheriffinn horfði alvarlega á hann. — Er það meining þín að ná þeim öllum, sagði hann, einum af öðrum ?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.